Skógræktarritið - 15.05.2006, Blaðsíða 68
Mynd 1. Drumbabót í Fljótsfilíð. Mynd: Hrafn Óskarsson.
einnig frá því að jarðvegurinn
sem af var blásinn hafði verið
mjög þykkur. „Þarna voru háir
melar fyrr (um 1860) sem síðan
blésu af". Við Fauska má sjá á
endana á uppistandandi
trjástofnum undir bökkum hans
og er 3 álna (c. 2 m) þykkt
malarlag ofan á; en í
vatnavöxtum grefst undan
bökkunum, losna þá stofnar
þessir og rekur suma á land þar
framar. Kvaðst hann hafa fundið
3 álna langan og 'A álnar digran
(17 cm) trjástofn ófúinn.1
Rannsóknasvæðið
Drumbabótin einkennist af
miklum fjölda lurka eða trjá-
drumba sem standa 20-60 cm
upp úr sandi og halla þeir flestir
til suðvesturs. Rannsóknir sýna
að hér er aðallega um birki að
ræða [Betula pubescens) og sjást
víða leifar af hvítum berki á
lurkunum (mynd 2). Flatarmál
þess svæðis þar sem lurkar eru
sýnilegir á yfirborði er um 100 m
á breidd (N-S) með Þverá og nær
það um 2,5 km vestur með ánni,
samtals um 2,5 ha. Fjöldi lurka á
hektara var mældur á 1100 m2
svæði og reyndist þéttleikinn
vera 500-600 tré á 10.000 m2
(hektara). Þvermál var mælt á
nokkrum lurkum (50 til 100 cm
frá rótarhnyðju) og var að
meðaltali um 18 cm. Gildustu
lurkarnir eru yfir 30 cm f þvermál
(ofan sands, u.þ.b. 50 cm ofan
rótar) sem er svipað og sverustu
birkitré sem finnast í birkiskógum
landsins í dag. Þessar mælingar
sýna að á Markarfljótsaurum
hefur vaxið skógur sem svipar
mjög til best varðveittu birki-
skóga landsins og leiða má líkur
að því að sverustu trén hafi náð
allt að 12 m hæð. Þvermál
lurkanna í Drumbabót samsvarar
þvermáli hæstu trjáa í Bæjar-
staðarskógi, sem eru 12-14 m á
hæð í dag.7
Það hefur verið ljóst um
nokkurt skeið að mikil hlaup hafa
farið um Markarfljótsaura og
Landeyjar og skilið eftir ummerki
í formi setlaga.4,5,6 Má leiða líkur
að því að skógur þessi hafi eyðst
f einu af þeim jökulhlaupum sem
farið hafa til vesturs niður
Markarfljótsaura. Upptök þessara
jökulhlaupa eru í flestum
tilvikum undan Mýrdalsjökli en
dæmi eru um hlaup sem hafa átt
upptök í Eyjafjaliajökli.2
Grafið var niður með nokkrum
lurkum og kom þá í ljós að þeir
eru í lífsstöðu og situr rótin í
sendnum móajarðvegi sem er 40-
70 cm þykkur. Um 50 cm þykkt
sandlag er ofan á móanum. Undir
móanum er köntuð möl, dökkt og
ljóst gosberg sem er straum-
fiögótt. Það hversu kantað setið
er, er vísbending um að það hafi
ekki borist á þennan stað með
venjulegu vatnsstreymi, heidur
hafi það borist f eðju. Það bendir
til þess að það kunni að hafa
borist með jökulhlaupi.8 Eftir
þetta hlaup hefur myndast
Mynd 2. Hvi'iwr birkibörkur á einum af trjástubbunum í Drumbabót.
66
SKÓGRÆKTARRITiÐ 2006