Skógræktarritið - 15.05.2006, Qupperneq 76
með ýmsum öðrum tegundum,
en þegar ofar dregur verður hún
allsráðandi og teygir sig á efstu
toppa (eins og meðfylgjandi
myndir sýna). Mörg trén eru
einstakir skúlptúrar að vaxtar-
formi og bera eiginnöfn eins og
„Heillatréð", „Einhyrningstréð",
„Svarti tígurinn", „Drekinn liggj-
andi" o.s.frv. Stærstu fururnar
teygja sig í allt að 25 m hæð.
Efst í Gulufjöllum verða trén ekki
mjög há en krónurnar þeim mun
tilkomumeiri. Furan getur orðið
nokkur hundruð ára gömul. Eitt
frægasta tré f Kína, „Yingkesong",
vex í Gulufjöllum og er yfir 800
ára gamalt. Sextán varðmenn
gæta þess allan sólarhringinn
árið um kring. Sjálfsagt er frekar
napurt að standa vaktina að vetri
til enda geta frost orðið töluverð,
einkum í ársbyrjun. Dálætið á
trénu má meðal annars rekja til
ársins 1972, þegar þáverandi
forseti Kfna, Zhou En-lai, og
Richard Nixon forseti Banda-
ríkjanna voru Ijósmyndaðir í Höll
alþýðunnar í Peking, með risa-
ljósmynd af „Yingkesong" í
bakgrunni. Þessi heimsókn
Nixons til Kfna er talin marka
upphaf þfðu „Kaldastríðsins".
Náttúrufar
Þrátt fyrir að fururnar beri hátt er
hér margt annað að sjá sem er
ekki sfður merkilegt. Hér er að
finna 1.500 tegundir háplantna,
þar af um 500 tegundir runna og
trjáa (í Kfna vaxa um 2.600
runna- og trjátegundir). Einnig
eru margar tegundir blóma sem
teljast fágætar; brönugrös
(orkídeur), kamilla og lækninga-
jurtir, t.d. ginseng. Af trjá-
tegundum vex hér fágæt þin-
tegund og fjöldi tegunda sem
greinarhöfundur var að sjá í
fyrsta skipti, að minnsta kosti í
náttúrulegu umhverfi, s.s. gingko,
kamfórutré og gúmmítré. En hér
Hér sést fivar furan vex upp eftir Culufjöllum. Þoka og ský myndast í fjöllunum á sumrin
þannig að ekki verður óbœrilega heitt. Um aldir hafa Kínverjar þvísótt ísvalann hér uppi.
Aðkomuhlið að Gulufjöllum. Endurreisn byggingarstílsins má víða sjá á íKína en hann á
uppruna að rekja til tndlands (Pagoda) og Búddisma.
Gula furan
Furan er ekki gul á lit en dregur
nafnið sjálfsagt af fjöllunum eða
jafnvel Gulafljótinu, öðru stór-
fljóta Kína, sem rennur skammt
frá og ber nafn með rentu. Á
latínu heitir furan Pinus fiwangs-
hanensis, er tveggja nála fura og
ekki fjarskyld skógarfurunni sem
vex í Norður- og Norðvestur-
Kfna. Tegundin hefur lfka verið
sögð undirtegund furu sem vex á
Taívan en Kínverjar megin-
landsins vilja ekkert kannast við
það! í Gulufjöllum vex furan
aðallega frá 800 m h.y.s. og þá
74
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2006