Skógræktarritið - 15.05.2006, Síða 99
ömxJacja ejjti/i Ö^m <Jí. íija/u/aAxm
Kristján sat við skrifborðið og kom sér ekki að
nokkru verki. Ýmist fiktaði hann við bréfaklemmur
eða strengdi rauða teygju milli fingra sér. í hvft-
málaðri gluggakistunni var urmull af svörtum
flugum. Ein og ein var að reyna að komast út, en
flestar voru dauðar eða þær lágu afvelta á bakinu og
mjóir fætur þeirra fálmuðu blindandi út í rykmett-
aða svækjuna. Þessi daguryrði erfiður, hugsaði
Kristján, ekki tilbreytingarlaus eins og hinir dagar
ársins, heldur erfiður.
f gær hafði forstjórinn viljað finna hann, kallað
hann inn á teppi eins og starfsfólkið orðaði það. Það
var ekki oft sem hann átti erindi við Kristján. Stund-
um töluðust þeir ekki við mánuðum saman, hittust f
mesta lagi á snyrtingunni og kinkuðu kolli hvor til
annars í speglinum eða þá í lyftunni og hún var svo
hraðgeng, að það tók því ekki að fitja upp á sam-
ræðum. En sem sagt í gær hafði hann fengið þessi
skilaboð. Kannski er það launahækkun, hugsaði
hann, en minntist ekkert á það við konuna, þegar
hann kom heim í hádeginu, vildi ekki vekja hjá
henni falskar vonir.
Klukkan tvö stóð hann svo við dyrnar á skrifstofu
forstjórans, lagaði bindið og gáði að buxnaklaufinni
eins og hann var vanur, þegar mikið var f húfi. Því
næst bankaði hann tvö létt högg.
„Kom inn," var kallað og þegar hann opnaði stóð
forstjórinn úti við glugga og frádregin, efnismikil
gluggatjöldin voru eins og rammi um mildan
hnakkasvip hans. Hann snéri sér við. „Ó, ert það þú,"
sagði hann vingjarnlega, „fáðu þérsæti." Kristján
gerði það, en forstjórinn byrjaði að ganga um gólf
og leðurbrak úr velhirtum, svörtum skóm hans hvarf
ofan í þykkt teppið og varð þar að smá tísti. Þumal-
fingurna hafði hann f vestisvösunum og hann bauð
Kristjáni að setjast.
„Eins og þú veist, þá ætlum við að hefja miklar
framkvæmdir í sumar," sagði hann og staðnæmdist
fyrir framan Kristján, „bæta stórri álmu við þetta hús
hérna." Kristján sat teinréttur og það var eins og
hann væri með sjúkrakraga um hálsinn. Hendurnar
hvíldu á hnjánum og hann líkt og hlustaði með
öllum líkamanum og fingurgómarnir vissu fram og
hann hlustaði með fingurgómunum líka. „í gær var
teikningin samþykkt," hélt forstjórinn áfram, „og það
kemur í ljós, að tréð hérna úti í porti þarf að fjar-
lægja." Tréð, hugsaði Kristján, fjarlægja tréð?...Nei
það er óhugsandi. Þessi eini ljósi punktur í því
umhverfi, sem starfsfólkinu hafði verið úthlutað.
Hann ætlaði að malda í móinn, en komst ekki að.
„Á morgun koma hingað nokkrir verkamenn og
kranabíll," sagði forstjórinn, „og mig langar að biðja
þig að hafa yfirumsjón með verkinu, sjá um að allt
fari vel fram." Ójá...Átti nú að ota honum í
skítverkin, hugsaði Kristján. Upphátt sagði hann.
„Á ekki framkvæmdadeildin að annast svona
lagað?"
„|ú, strangt til tekið," sagði forstjórinn, „en þú
hefur tiltrú fólksins hér í þessu fyrirtæki og verði
einhver óánægja með þessa ráðstöfun, ættir þú að
geta mildað hana." Hann gekk nú yfir að skrif-
borðinu sínu og studdi þar á hnapp.
„Bfður nokkur?" umlaði hann og óraunveruleika-
blærinn yfir þessu öllu saman var þess háttar, að
Kristjáni fannst rétt sem snöggvast að forstjórinn
væri á eintali við bréfahrúguna á borðinu.
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2006
97