Skógræktarritið - 15.05.2006, Síða 102

Skógræktarritið - 15.05.2006, Síða 102
til þess að taka þetta að sér. En svo sá hann, að það var engin lausn, tréð myndi engu að síður verða fellt. Þá kom honum til hugar að safna undirskrift- um. Já, þvf ekki það, fá fólkið sjálft til að mótmæla. Húsið mætti reisa annars staðar, nóg var Iandrýmið í þessari borg. Auðvitað myndi það jafngilda trúnaðarbroti. Hann hafði lofað forstjóranum að láta ekkert uppskátt um hvað til stæði. En hvað um það, eitthvað varð til bragðs að taka. Hann sótti stóra pappírsörk ofan í skúffu og rissaði upp smá formála, „Við undirritaðir," o.s.frv. Fyrir neðan áttu síðan nöfnin að koma og hann setti sitt nafn efst. Svo fór hann fram í salinn og bað fólkið um að hlusta á sig andartak. Hann sagði því hvað til stóð, látlaust, en ekki í neinum ræðustíl, fannst það ástæðulaust, málið lægi ljóst fyrir. Þau myndu öll skrifa undir og það yrði að taka þessa ákvörðun til baka. Fólkið var greinilega mjög slegið, sumir jafnvel reiðir, mjög reiðir. En að skrifa undir, það var önnur saga. Slíkt gat bitnað á því síðar meir. Og hvað um eftir- vinnuna? Hún yrði kannski skert. Eða sumarferða- lagið, sem var á næsta leiti, með ókeypis rútuferð, smurt brauð og gos eins og hver vildi og svo kvöld- verður á einhverju fínu hóteli? „)á, en tréð?" sagði Kristján, „Það er minnst hundrað ára gamalt." Ekkert svar. „Það er enginn gróður hér í mílu fjarlægð," sagði Kristján og vélritunarstúlkurnar voru farnar að greiða hver annarri og snyrta á sér neglurnar. Kristján hélt áfram að tala, en hópurinn fór að tvístrast og þeir sem reiðastir höfðu verið laum- uðust líka í burtu. Stúlkurnar byrjuðu að hamra á ritvélarnar á ný og orð hans drukknuðu í hávaðan- um. Enginn hafði fengist til að skrifa undir. Kristján fór aftur inn til sfn og í gegnum rúðuna sá hann samstarfsfólkið. Það var þarna rétt hjá, en samt svo óralangt í burtu. Hver og einn að þvælast um í sinni eigin veröld, enginn snertipunktur, líkt og tvær samsfða línur, sem eiga það aldrei fyrir sér að mætast. Hann settist niður og byrjaði að spila með fingrunum á borðplötuna, líkti eftir hesti á harðastökki og reyndi að hugsa í takt við það. Svo hringdi síminn. Það var forstjórinn. „)æja, þá er kranabfllinn kominn," sagði hann. „Mig langar aðeins að fá að ræða við þig," sagði Kristján flaumósa. „Þá verðurðu að flýta þér.” Kristján lagði tólið á, reif upp hurðina og hálf hljóp f gegnum aðalsalinn, þaðan fram á gang, síðan upp stiga, pall af palli. Fólk hrökklaðist undan og pappír þyrlaðist úr höndum þess. „Hvað get ég gert fyrir þig?" sagði forstjórinn, þegar Kristján kom inn til hans. „Ég vil ekki að þetta tré verði fellt," ruddi Kristján út úr sér og hann var lafmóður. Um leið og hann sleppti orðunum fann hann, hversu ólíkur hann var sjálfum sér. Það var eins og annar maður stæði við hlið hans og það væri sá sem talaði. „Bölvað rugl er þetta," sagði forstjórinn. „Það er búið að standa þarna svo lengi og okkur hér f húsinu þykir orðið vænt um það." „Ég hef nú bara aldrei heyrt annað eins. Við erum að hefja hér framkvæmdir upp á tugi milljóna og svo ert þú að vola út af einni hríslu." „Þetta er engin hrfsla, heldur stórt tré og þrösturinn er kominn og búinn að byggja hreiðrið sitt." „Hvaða þröstur?" „Þrösturinn." Forstjórinn var nú farinn að ganga um gólf og hann var ekki með þumalfingurna í vestisvösunum. „Þú gerir bara eins og þér er sagt," þrumaði hann. SKÓGRÆKTARRITIÐ 2006
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Skógræktarritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.