Skógræktarritið - 15.05.2006, Blaðsíða 104

Skógræktarritið - 15.05.2006, Blaðsíða 104
Ólafur Jónsson F. 29. mars 1922. • D. 18. febrúar 2005. Ólafur Jónsson gekk ungur til liðs við Skógræktarfélag Árnesinga. Þegar félagið var stofnað 1940 var hann 18 ára og nýkominn heim frá Danmörku. í Árskógum sögu Skógræktarfélags Árnesinga segir Ólafur: „Ég hefi frá þvf ég var barn að aldri austur á Fjörðum og Héraði haft mikið yndi af skógi og heldur bættist við það er ég var 3 ár f Danmörku". Vorið 1946 var Ólafur kosinn í stjórn Skógræktarfélags Árnesinga og þá strax gerður að formanni: „Ég hafði ekkert unnið að félagsmálum þá og var ekki of hress með þessa stöðu, sem ég hafði verið kosinn til, ekki til peningar til að gera neitt fyrir og ekkert framundan nema þá að halda fundi og tala um nauðsyn þess að gera eitthvað." Athafnaþrá Ólafs kom fljótt í ljós, hann vildi gera meira en að halda fundi. Á fyrstu stjórnarárum sínum stóð hann fyrir skiptingu félagsins f deildir og leitaði eftir kaupum á landi. Hann var formaður í 28 ár og sat í stjórn félagsins í 33 ár. Ólafur Jónsson fæddist í húsinu Tungu á Reyðar- firði 29. mars 1922 og lést á dvalar- og hjúkrunar- heimilinu Ljósheimum á Selfossi 18. febrúar 2005. Foreldrar hans voru hjónin Jón Pálsson dýralæknir, fæddurá Þingmúla í Skriðdal, 1891, d. 1988, ogÁslaug Stephensen, fædd á Mosfelli í Mosfellssveit 1895, d. 1981. Þau eignuðust fjóra syni. Þeirvoru aukólafs: Garðar, f. 1919, d.2003, skógarvörður á Suðurlandi, Páll, f.1924, tannlæknir, Helgi, f. 1928, fv. bankastjóri. Einnig ólu þau upp systurdóttur Áslaugar, Steinunni Helgu Sigurðardóttur. Ólafur flutti með foreldrum sínum frá Reyðarfirði til Selfoss 1934 og bjó þar uns hann fór 1975 í nýbyggt hús sitt í Ölfusi sem hann nefndi Lækjartún. 22. ágúst 1947 gekk Ólafur að eiga Hugborgu Þuríði Benediktsdóttur frá Kambsnesi í Laxárdal f Dalasýslu f. 27. febr. 1922 d. 23. okt. 2002. Synir Ólafs og Hugborgar eru: Jón f. 1948 framkvæmdastjóri, Benedikt Þórir f. 1950 sjóntækjafræðingur og Kjartan Þorvarður f. 1953 alþingismaður. Ólafur hóf nám f mjólkurfræði hjá Mjólkurbúi Flóamanna 1936 og fór til Danmerkur eins og tíðkaðist með þá sem lærðu mjólkurfræði, en kom heim vegna heimsstyrjaldarinnar í október 1940 með m.s. Esju frá Petsamó. Ólafur starfaði hjá Mjólkurbúinu til 1942 þar til að hann stofnaði verslunina Sölvason & Co ásamt Þorvarði Sölvasyni og rak hana til 1966. Lakkrísgerð kom hann á fót 1965 og raktil ársins 1973 og 1971 stofnsetti Ólafur ásamt fleirum Steypustöð Suðurlands h/f og gegndi þar framkvæmdastjórastarfi frá stofnun fyrirtækisins þar til í júlí 1998 að Kjartan sonur hans tók við stöðu framkvæmdast jóra. Eins og áður var að vikið varð Ólafur Jónsson formaður Skógræktarfélags Árnesinga 1946 annar í röð formanna félagsins. Félagið hafði þá starfað í sex ár. Fyrstu formannsár Ólafs beindist starfsemin mest að Tryggvagarði og Glymskógum. Tryggvagarður var gerður til að minnast 50 ára afmælis Ölfusárbrúar 1941 og nefndur í höfuðið á brúarsmiðnum Tryggva Gunnarssyni. Til Glymskóga var stofnað 1939 með gjöf frá Magnúsi Torfasyni fyrrverandi sýslumanni Árnesinga. Gaf hann Kaupfélagi Árnesinga peninga og allstóra spildu úr landi jarðarinnar Laugardæla við Laugardælavelli, gamlan áningarstað rétt austan við Selfoss og vildi að Kaupfélagið gerði þar samkomu- svæði umlukt trjágróðri svo halda mætti þar útisamkomur. Þetta var fyrir daga Skógræktarfélags- ins. Kaupfélagið tók við gjöfinni og hóf þar ræktun og fékk Skógræktarfélagið til liðs við sig. Þegar frá leið slitnaði upp úr samstarfinu. Það eina sem eftir er af þessari ræktun er skógarlundur á hól einum við þjóðveginn skammt austan við Selfoss. Ólafur Jónsson var maður framkvæmda svo sem sjá má af yfirliti um ævistarf hans. Hann vildi láta verkin tala. Tvennt gerðist (formannstíð Ólafs sem skipti sköpum fyrir Skógræktarfélag Árnesinga: Stofnun félagsdeilda í nánast hverjum hreppi Árnessýslu upp úr 1950 og kaup jarðarinnar Snæfoksstaða í Grímsnesi 4. aprfl 1954. Víst er að 102 SKÓGRÆKTARRITIÐ 2006 Ólafur fór þar fremstur f flokki meðstjórnarmanna sinna. Þeir voru þegar þetta gerðist: Einar Pálsson bankastjóri á Selfossi, Helgi Kjartansson bóndi í Hvammi f Hrunamannahreppi, Sigurður Eyjólfsson, skólastjóri á Selfossi og Sigurður Ingi Sigurðsson, skrifstofustjóri Mjólkurbús Flóamanna, Selfossi. Og ekki má gleyma hlut Hákonar Bjarnasonar skóg- ræktarstjóra, sem fylgdist vel með stofnun deildanna og kaupum Snæfoksstaða og lagði margt af mörkum. Eftir að deildirnar höfðu verið stofnaðar sá Ólafur um að útvega girðingarefni fyrir þær og kom upp skóg- ræktargirðingum um alla sýsluna. Ólafur segir í Árskógum: „Hákon Bjarnason minntist þess, að starfsmenn Skógræktar ríkisins voru ekki á einu máli um þessar litlu girðingar og voru svo neyðarlegir að kalla þær frfmerkin". Þegar kom að því að girða á Snæfoksstöðum var fjárhagur Skógræktarfélagsins ekki góður en úr öllu rættist fyrir félagið og enn segir Ólafur: „Þá vorum við svo heppnir að hingað hafði komið ágætur norskur prestur, séra Harald Hope. Hann var nefndur Staura- presturinn því hann gaf íslendingum girðingarstaura í skógræktina. Ég fékk hæfilegt magn af þeim. En blankheitin voru söm við sig. Þá fór ég niður á Vinnuhælið á Litla Hrauni og fékk fanga til að koma upp eftir og girða girðinguna. Ég vann alltaf með þeim. Það þýddi ekkert annað." í formannstíð Ólafs var efnt til ungmennavinnu á Snæfoksstöðum í samvinnu við Selfosshrepp. Undirritaður tók að sér stjórn vinnunnar. Gott var að leita til Ólafs um ráð og fyrirgreiðslu. Þegar málin höfðu verið rædd lét hann mig einráðan um framkvæmdirnar. Það var hans lag að sýna fyllsta traust. Þegar Ólafur hvarf úr stjórn Skógræktarfélagsins 1979 kom Kjartan sonur hans í stjórnina og er þar enn. Var starfsemin þá löngu komin í fast far, tekjur farnar að skila sér af jörðinni og deildirnar orðnar að öflugum skógræktarfélögum. Ólafur sótti aðalfundi Skógræktarfélags íslands um langt árabil. Árnesingar fóru oft saman í hópi á aðalfundinn og voru margar ferðirnar minnisstæðar. Var Ólafur þá hrókur alls fagnaðar. Eftir að Ólafur flutti að Lækjartúni í Ölfusi hóf hann þar skógrækt á eigin landi og var að á meðan heilsan leyfði. Hinn 17. júnf 2002 var Ólafur Jónsson sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf sín að skógræktarmálum. Óskar Þór Sigurðsson SKÓGRÆKTARRITIÐ 2006 103
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Skógræktarritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.