Skýrsla um starfsemi Mæðrastyrksnefndar - 15.09.1934, Blaðsíða 3

Skýrsla um starfsemi Mæðrastyrksnefndar - 15.09.1934, Blaðsíða 3
Skýrsla um starfsemi Mæðrastyrksnefndar. Árið 1927 kom fyrst til umræðu í Kvenréttindafélagi íslands, krafan um mæðrastyrki. Þegar félagið ákvað að beita sér fyrir þessari kröfu, þá var þvx ljost að enginn flokkur manna ætti erfiðari kjör lieldur en mæður, sem einar vinna fyrir börnum. Þess- ar mæöur yröu að vera tveggja manna makar o^ leysa af laendi uppeldisskyldu beg^ja foreldra, en þjoðfélaginu bæri skylda til að taka a si^ þá skyldu af hálfu föðurs- ins, þegar hans misti við. Þa væru börnin hvergi betur komin en hjá móður sinni svo framarlega sem hún teldist ekki ófær til aö sjá um börn. Mæðrastyrkurinn væri því veittur til þess að gera konum kleift að halda heimili sínu saman. Veturinn 1928 eftir hin miklu sjóslys þegar 2 togarar fórust með allri áhöfn voru allra hugir opnir fyrir þörf- inni á að hjálpa ekkjum til frambáðaro Var þá samþykt í Kvenróttindafélagi íslands að bjóða fulltrúum annara kvenfélaga á fund til þess að stofna nefnd sem ynni að því að koma á löggjöf um mæðrastyrki„ 20. apríl 1928 mættu fulltrúar 10 kvenfélaga á fundi í þessu skyni og var nefndin þá stofnuð. Seinna hafa 7 önnur félög bæzt við, en eitt hefir helst úr lcstinni. Með nafni nefndarinnar "Mæðrastyrksnefndin'1 var á- kveðið að styrkirnir skyldu ná til allra mæðra, sem ein- ar hefðu forsjá barna: okkna, fráskildra og ógiftra. Nefndinni var ljóst að styrkur þessi þyrfti að ná til allra þeirra kvenna, sem unnu einar fyrir heimili, en var meinað að leita sér nægilegrar atvinnu vegna heimilis- starfa sinna. Því átti styrkurinn líka að ná til kvenna, sem unnu fyrir sjúkum eiginmönnum og jafnvel öðru skyldu- liöi. Yfirlit yfir starfsemi nefndarinnar. Haustið 1927. 15. apríl 1928. 20. apríl 1928. 1 JÚní 1928. 21. apríI 1929• Mæðrastyrksmálið fyrst rætt í Kvenréttindafélagi íslands, Erindi flutt, síðan birt í 19 Júní og^sérprentað. Nokkru eftir "Porseta"-slysið var samþykt á fundi í Kvenréttindafélagi Úslands að bjóða fulltrúum annara fclaga á fund til að ræða um samvinnu þeirra í milli í því skyni að koma í fr mkvæmd hugmyndinni um mæðrastyrki greidda af opinberu fé til einstæðra'mæðra, Mættu 22 fulltrúar 10 kvenfélaga á fundi. Stofnuð Mæðrastyrksnefndin. Síðan bættust fleiri félög í hópinn. Urðu brátt 15. Skrifað út um land, Kvenfélögum og þektum konum. Send voru ca. 250 bréf. Erindið um mæðrastyrki sérprent- að sent með. Sendar fyrirspurnir. áskorun um að vekja áhuga á málinu hvarvetna um landið, og leiðbeiningar um starfs-aðferðir. Haldinn fjölsóttur áhrifamikill kvennafundur, Margar 'ræðukonur. Sagt frá fyrsta árangri söfnunarinnar, þa voru komnar (a. 1. ári) 205 skýrslur ur 14 syslum- flest-

x

Skýrsla um starfsemi Mæðrastyrksnefndar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skýrsla um starfsemi Mæðrastyrksnefndar
https://timarit.is/publication/2002

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.