Skýrsla um starfsemi Mæðrastyrksnefndar - 15.09.1934, Blaðsíða 15
á eitt, sem hún teldi alvarlegt áhyggjuefni, en það væri
Flutningur flutningur sjúklinga á geðveikrahælið Klcpp. Virtist svo,
á KleppT sem hægt væri að flytja fólk þangað, svo að segja án
nokkurrar undangenginnar rannsálinar, eftir ávísun læknis
éftir lauslegt viðtal. En á Kleppi vantaði algerlega deild
fyrir sjúklinga, sem þyrftu betra eftirlit en veitt væri
á rólegu deildinni en þyldu ekki hávaða órólegu deildar-
innar. Væri oft svo þröngt á þessu sjúkrahúsi að sjúk-
lingar væru lagðir inn á órólegu deildina, sem als ekki
ættu þar heima. Þá væri fólk stundum ginnt inn á þenna
spítala, og mætti nærri geta hvaða áhrif það hefði, enda
teldi læknir spítalans slíkt mjög varhugavert. Svo væri
að sjá, sem fátækrafulltrúar í Rvík teldi sig róttu aðilj-
ana til þess að framkvæma slíkan flutning eftir beiðni
vandalauss fólks, þó sá sem flytja ætti væri ekki styrk-
þegi bæjarins. Mætti þó halda að lögreglan væri þar hinn
rétti aðili.
Alt væru þetta ákærur á þjóðfélagið og vanabundið
skipulag, frekar en á einstaklinga éða jafnvel flokka.
En þó væri eftir einhver þyngsta ákæran og hún væri: með-
B.arnsfaðernis- ferð barnsfaðernismála, Mæðrastyrksnefnd hefði verið beðin
malin. aðstoðar við 8 slík mál og hefði hún þá orðið þess vör,
hve lítil alúð væri við þau lögð, en þau væru í eðli sínu
mjög vandasöm, þar sem dæma ætti rnilli tveggja manna, sem
segðu sitt hvor. Yfirheyrslan væri ósegjanleg kvöl fyrir
margar stúdkur og eðlilegt að þær gætu tapað sór fyrir
réttinum. Rannsókn málanna virtist mjö^ lítilfjörleg,
enda væri erfitt að sanna þessi mál. Domstólarnir beygðu
sig nú fyrir úrskurði vísindanna með blóðrannsóknum.
Bióðrannsókn- Slíkar rannsóknir bæru þó oftast engan árangur og gætu
ir.. aldrei veitt önnur fullnaðarsvör en neikvæð. Ræðukona
kvaðst ekki geta að því gert að hún efaðist um að slíkar
rannsóknir væru óyggjandi, en hvorki tjáði að deila við
dómstólana eða um trú manna.
Mæðrastyrksnefnd hefði átt við eitt mál, sem hefði
Barnsfaðernis- haft þá sérstöðu, að það væri fyrsta málið, sem Hæsti-
mál tvídæmt réttur hefði tekið upp, eftir að dómur hefði verið feld-
af hæstarctti. ur og hefði nefndinni tekist að fá þessu ágengt.
Domur í málinu félli 1 haust. 3)
Aðsókn að skrifstofunni heföi aukist eftir að hún
hefði fengiö hentugt húsnæði í Vinnumiðstöð kvenna.
Hefði í vetur verið á hundrað heimsóknir og verið
beðiö um margháttaða hjálp. Peninga hefði nefndin litla
til úthlutunar nema um jólin. Hefðu nefndinni veriö
gefnar um 3000 kr. í vetur sem leið, sem úthlutaö hefði
verið til kvenna. Einnig hefði verið gefiö talsvert af
fötum um jólin. En tilfinnanlcgur væri fjárskortur nefnd-
arinnar og þörfin á að hafa fé undir hendi til bráða-
birgðarhjálpar í ítrustu nauðsyn. En annars væri veitt
hjálp til þess að fá viðurkcnningu faðcrnis, úrskurði um
meðlög, hækkanir á úrskurðum, ge'fnar væru margskonar upp-
lýsingar, fyrirspurnir og beiðnir sendar ýmsum skrifstof-
um, stjórnarráðinu, lögreglustjóra, bæjarskrifstofunum
o. fl. Stundum væri leitað hjálpar og ráða hjá nefndinni
sem væri persónulcgs eðlis. Skilningur á starfsemi nefnd-