Skýrsla um starfsemi Mæðrastyrksnefndar - 15.09.1934, Blaðsíða 11

Skýrsla um starfsemi Mæðrastyrksnefndar - 15.09.1934, Blaðsíða 11
 - 9 - Stjórnarráðs- ursk. 1927. Do. 19310 væri sá skilningur í beinni andstoðu við fyrgreind um- mæli laganna, um að fráskildar konur væru ekki bundnar við meðalmeðlög. Ef um konu væri að ræða, sem fengið liefði lögskilnað, þá væri að sönnu talið að greiðsla. sem ekki færi fram úr meðlagsupphæðinni, skyldi ekki teljast henni til skuldar, en fátækrastjórn teldist hafa rétt til þess að takmarka greiðsluna eftir geðþótta sínum Ef miðað væri viö meðalmeðlög hrykki upphæöin ekki til framfærslu heimilis, ef móðirin væri bundin þar við störf sín. Eátækrastjórnin teldi sig þannig enga skyldu hafa til þess að fara eftir úrskurðinum, eða mati því,, sem yfirvöldin hefðu gert á greiðslugetu hjónanna, heldur tæki hún sór vald til þess að gera nýtt mat. Þó væri skýrt tekið fram í lögunum að breytingar á úx'Skuröum ættu að gerast af hlutaðeigandi yfirvaldi (venjulega þeim valdsmanni, sem gert hefði fyrri úrskuröinn). Slíkar breytingar væru ekki gerðar nema hagir. aðiljanna hefðu breyzt. Væri auðsjáanlega mikill munur á ]xví að sækja til dvalarsveitar þá upphæð, sem korian ætti rett á skv. úr- skurði, eða að þurfa að fara bónarveg og biðja um hvern eyri, kannske vikulega, en vera sjálfur skuldaður fyrir nokkru af upphæðiiini og geta þá átt á hættu að verða flutt sveitarflutningi, stundum í ókunnar sveitir og jafn- vel til framandi landa. Þá virtist konum úrskurðaður misjafnlega háar upp- hæðir,. þó ekki væri sjáanlegur rnikill munur á fjárhag manna þeirra, og misjafnlcga mikið virtist greitt eftir þeim af sveitinni, þó allar ástæður væru líkar. Vegna þessarar framkvæmdar la^anna hefðu margar kon- ur lent í stórri sveitarskuld að oþörfu og mist möguleik- ann til þess að vinna sór svoitfesti .sjálfa'r og verða fjárhagslega sjálf'bjarga. Þessi skilningur sveita.stjórn- anna á lögum þessum hefði verið staðfestur með stjórnar- ráðsúrskurði frá 1927, sern verið hefði konum á allan hátt í óhag. En til væri nýrri ráðherraúrskuröur frá 1931, sem tæki af allan vafa um þaö að greiðsla til konu, skilinnar að borði og sæng, skv. 'skilnaðarleyfisbrefi, teldist eingöngu sveitarstyrkur veittur manninum, -n ekki konunni að neinu leyti. Þessi úrskurður hefði ekki feng- ist tekinn til greina af bæjarskrifstofunum í Reykjavík. Hefði þá verið vitnað í undirréttardóm í máli, seir kona ein hafði farið í við bæjarstjórn Reykjavíkur og áfrýj- að hafði verið til Hæstaréttar. Hefði Mæðrastyrksnefnd ráðlagt henni þetta til þess að fá skorið úr þessu þrætu- atriði, en ekki væri enn séð fyrir endalok málsins. 1). 011 þessi framkvæmd laganna yrði til þess að svifta kon- ur sjálfstæði sínu. Kona, sem stæði að öllu leyti við sinn hluta af skiliiaðarsamningnum, yrði að bæta á sig skuld mannsins, sem hún væri ekki fær um aö_ grcioa og kæmist hún þá á sveitina, (sór algerl. 0 " :n' og yrði í rauninni ekki lengur fjár síns ráðardi og ætti ekki rétt á að velja sér þann verustað á landinu, sem henni best hentaði. Mætti flytja hana nauðuga með börnum sínum, en enginn hreyfði við manninum, sem vanrækti sinn hluta af framfærslu barna þeirra, ^stundum af kæx-uleysi. Sveitastjórnir væru aftur á móti mjög varfærnar með að korna feðrunum ekki á sveitina án.þess að þeir væru varaðir við, og væri þó skýr lagaheimild fyrir því að

x

Skýrsla um starfsemi Mæðrastyrksnefndar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skýrsla um starfsemi Mæðrastyrksnefndar
https://timarit.is/publication/2002

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.