Skýrsla um starfsemi Mæðrastyrksnefndar - 15.09.1934, Blaðsíða 10
Aukastyrkur
vegna YGikinda
barns.
kéttur barns
til mentunar.
Fráskildar
konur.
af því aö urskuröur fengist ekki geröur áður en aö 6 mán-
uðir væru liðnir "frá því stúlkan varð iieil", en að þeim
tíma liðnum væri dvalarsveit ekki skylt aö greiöa féð.
í vetur sem leið hefði Mæðrastyrksnefndin fengið
komiö ]oví til leiðar, að úrskurðaður var aukastyrkur til
barnsmoður vegna veikinda barns. Mun þaö ekki hafa komið
f^rir fyr. áfrvjaði faöirirm þeim urskuröi til stjórnar-
raðsins, en fékk ekki áheyrn.
Ræðukona hefði heyrt ^etið um einn .úrskurð um auka-
greiðslu föður til barnsmoöur sinnar vegna jarðarfarar-
kostnaðar barnsins. Mundi slíkt vera mjög sjaldgæft ef
ekki einsdæmi.
Þa^mundi aldrei framfylgt bví ákvæði laganna að barn
ætti rétt á uppeldi samkvæmt högum þess foreldris, sem
betur væri statt, þannig að barn efnamanns ætti rétt á að
fá bá mentun, sem slíkur faðir gæti veitt hjénabandsbarni
sínu og væri úrskurðurinn um meðlagsgreiðslu hans miðaður
við það. Enn hefði skrifstofan ekki kyrmst neinu slíku
dæmi (tilfelli).
Komið hefbi í ljos að fráskildar konur nytu ekki þess
réttar, sem lögin virtust ætla þeim, til þess að geta
tekið hjá dvalarsveit meðlag það, sem þeim bæri skv.
skilnaöarleyfisbréfi, ef fraskilinn maður þeirra greiddi
ekki á gjaldda^a og yröi þá greiðslan sveitarskuld hjá
honurn. Væri skyrt tekið fram í lögunum, að fráskildar kon-
ur ættu rétt á slíkri innheimtu hjá dvalarsveit, á sama
hátt og ógiftar mæður, en væru ekki bundnar við meðalmeð-
lög eins og þær, þ.e.a.s. gætu þá fengiö úrskurði sínum
framfylgt skilyrðislaust. Urskurðurinn væri gildur nema
yfirvald (venjul. valdsmaður sá er gert hefði úrskurðinn)
breytti honum vegna breyttra ástæðna aðiljanna. Eramkvæmd-
in hafi orðið sú, aö hafi konan verið skiiin að borði og
sæng, hafi greiðslan verið talin sameigin'leg sveitarskuld
hjénanna. Væri mjög á huldu hvernig skuldinni væri skift.
Ef telja ætti að skiftingin væri til helmingá, þá væri
krafa konunnar á manninn, viðurkend af sjálfum honum og
umsamin, færð niður um helming, án þess að konan væri einu-
sinni látin vita. Samtímis væri hún kornin 1 afturkræfa
sveitarskuld, sem hún vissi ekki um fyr en henni væri
hótað fátækraflutningi, ef hún ætti ekki sömu framfærslu-
og dvalarsveit. Sveitastjórnir teldu sér ekki skylt að
fara eftir hinni úrskurðuðu upphæð. Ræðukona nefndi^dæmi
sem hún hefði vitað um í vetur. Kona hefði átt að fá 200
kr. mánaðarlega til framfærslu sinnar og barna sinna.
Voru hjónin skilin að borði og sæng. Pátækrastjórnin hefði
fært þessa upphæö niður í 150 kr. Ef hel;/iingur ^þessarar
greiðslu væri skuldaður hjá konunni, þá væri mánaöarskuld
mannsins komin niður í 75 kr. úr 200, sem samið hefði
verið um. Engin leið væri að ná mismuninum, því sveitar-
stjórn ein hefði rétt til þess að heimta mann fluttan á
Litla-IIraun vegna meðlagsskuldar, en dvalarkostnaður
mannsins á hælinu væri skuldaður hjá frainfærslusveit
mannsins en ekki hjá ríkissjóö, eins og áður er sagt, og
væru sveita-<st jérnir því tregar að senda menn þangað. Ef
maðurinn hefði ekki föst laun, eða aðrar eignir, sem
taka mætti lögtaki þá væri ékleyft að ná nokkru hjá honum.
Yfirleitt teldi fátækrastjérn að greiðsla, sem færi
fram úr ireöalmeðlagi væri fátækrastyrkur til konunnar og