Golf á Íslandi - 01.12.2008, Side 6

Golf á Íslandi - 01.12.2008, Side 6
1 GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is Golfið heldur áfram F O R S E TA P I S T I L L Jón Ásgeir Eyjólfsson 6 Þá er golfvertíðin að baki ágætu kylfingar og jólin framundan. Það hefur ekki farið fram hjá neinum sú niðurdýfa í íslensku efnahags­ lífi sem varð í kjölfar hruns bankanna. Enginn þáttur í íslensku þjóðlífi er undanskilinn þessari kreppu og endurmeta þarf alla hluti í nýju um­ hverfi. Ljóst er að draga þarf saman í rekstri Golfsambandsins svo og golfklúbbanna. Hagsýni og ráðdeildarsemi þurfa að skipa stóran hlut í rekstri golfhreyfingarinnar. Sníða sér stakk eftir vexti. Rekstraráætlun Golfsambandsins ber vott um aðhaldssemi og varkárni. Á þessum tíma­ punkti eru margir óvissuþættir og margt sem ekki er hægt að segja fyrir um. En það þýðir ekki að við eigum að leggja árar í bát. Golfið heldur áfram, grasið mun spretta á golfvöllunum, ánægja okkar af golfiðkun breytist ekki. Við missum því ekki móðinn, heldur höldum ótrauð áfram. Við höf­ um verk að vinna á næsta ári,undirbúa öflugar mótaraðir, Evrópumót öldunga og Norðurlandamót svo eitthvað sé talið upp. Við skulum líka hrósa happi yfir þeirri gæfu að hafa kynnst golfíþróttinni og öllu því sem henni tengist, félagsskap, útiverunni, golfvöllunum og náttúrunni. Á undanförnum mánuðum hefur Golfsambandið ásamt Umferðarstofu og Vínbúðum staðið fyrir átakinu „Er driverinn drukkinn“ þar sem kylfingar eru minntir á að akstur og áfengi eiga ekki samleið. Átakið er ekki tilkomið vegna þess að kylfingum sé hættara við að blanda þessu saman frekar en öðrum hópum því svo er ekki. En með auðveldara aðgengi að áfengi er þó meiri hætta á að einhverjir freistist til að nota ökutæki eftir neyslu áfengis sem í dag er til sölu í flestum golfskálum. Átakið hefur vonandi skilað góðum árangri þó erfitt sé að mæla slíkt. Við hvetjum þig, lesandi góður til að lesa og íhuga grein eftir Einar Magnús Magnússon sem birt er hér í jólablaðinu. Golfsambandið þakkar samstarfsaðilum kærlega fyrir þeirra stuðning við þetta átak og vonar að „driverinn“ komi allsgáður heim nú í jólamánuðinum eins og hann hefur gert af golfvellinum í sumar. En framundan eru jólin, hátíð ljóss og friðar. Ég vil óska öllum kylfing­ um nær og fjær gleðilegra jóla, árs og friðar. Jón Ásgeir Eyjólfsson Forseti G.S.Í.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Golf á Íslandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.