Golf á Íslandi - 01.12.2008, Síða 6
1 GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is
Golfið heldur
áfram
F O R S E TA P I S T I L L Jón Ásgeir Eyjólfsson
6
Þá er golfvertíðin að baki ágætu kylfingar og jólin framundan. Það
hefur ekki farið fram hjá neinum sú niðurdýfa í íslensku efnahags
lífi sem varð í kjölfar hruns bankanna. Enginn þáttur í íslensku þjóðlífi
er undanskilinn þessari kreppu og endurmeta þarf alla hluti í nýju um
hverfi. Ljóst er að draga þarf saman í rekstri Golfsambandsins svo og
golfklúbbanna. Hagsýni og ráðdeildarsemi þurfa að skipa stóran hlut í
rekstri golfhreyfingarinnar. Sníða sér stakk eftir vexti. Rekstraráætlun
Golfsambandsins ber vott um aðhaldssemi og varkárni. Á þessum tíma
punkti eru margir óvissuþættir og margt sem ekki er hægt að segja fyrir
um.
En það þýðir ekki að við eigum að leggja árar í bát. Golfið heldur áfram,
grasið mun spretta á golfvöllunum, ánægja okkar af golfiðkun breytist
ekki. Við missum því ekki móðinn, heldur höldum ótrauð áfram. Við höf
um verk að vinna á næsta ári,undirbúa öflugar mótaraðir, Evrópumót
öldunga og Norðurlandamót svo eitthvað sé talið upp. Við skulum líka
hrósa happi yfir þeirri gæfu að hafa kynnst golfíþróttinni og öllu því
sem henni tengist, félagsskap, útiverunni, golfvöllunum og náttúrunni.
Á undanförnum mánuðum hefur Golfsambandið ásamt Umferðarstofu
og Vínbúðum staðið fyrir átakinu „Er driverinn drukkinn“ þar sem
kylfingar eru minntir á að akstur og áfengi eiga ekki samleið. Átakið er
ekki tilkomið vegna þess að kylfingum sé hættara við að blanda þessu
saman frekar en öðrum hópum því svo er ekki. En með auðveldara
aðgengi að áfengi er þó meiri hætta á að einhverjir freistist til að nota
ökutæki eftir neyslu áfengis sem í dag er til sölu í flestum golfskálum.
Átakið hefur vonandi skilað góðum árangri þó erfitt sé að mæla slíkt.
Við hvetjum þig, lesandi góður til að lesa og íhuga grein eftir Einar
Magnús Magnússon sem birt er hér í jólablaðinu. Golfsambandið
þakkar samstarfsaðilum kærlega fyrir þeirra stuðning við þetta átak og
vonar að „driverinn“ komi allsgáður heim nú í jólamánuðinum eins og
hann hefur gert af golfvellinum í sumar.
En framundan eru jólin, hátíð ljóss og friðar. Ég vil óska öllum kylfing
um nær og fjær gleðilegra jóla, árs og friðar.
Jón Ásgeir Eyjólfsson
Forseti G.S.Í.