Golf á Íslandi - 01.12.2008, Blaðsíða 8

Golf á Íslandi - 01.12.2008, Blaðsíða 8
1 GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is Íslands-„Ryder“ og kreppugolf R I T S TJ Ó R A P I S T I L L Páll Ketilsson 8 Eftir frábæra golftíð sem reyndar fjaraði út í september annað árið í röð vegna leiðinlegs veðurs kom Íslandskreppan í byrjun október og nú spyrja kylfingar; hvað gerir kreppan við golfið á Íslandi? Aðalfundir hafa verið haldnir í mörgum klúbbum og flestum þeirra stóru. Nokkrir þeirra hafa fengið kreppuna í andlitið vegna skuldsetningar. Á formannafundi var rætt um að samdráttur á næsta ári í rekstri klúbbanna verði að minnsta kosti 10% og þó svo enginn viti neitt um þróun mála næstu vikur og mánuði þá má telja það gott ef þessi tala verður ekki hærri. Án þess að vera með of mikla svartsýni er ekki ólíklegt að niðursveiflan verði meiri. Flestir klúbbarnir bjóða sama árgjald og 2008 og einhverjir hætta að taka inntökugjald sem reyndar einungis stóru klúbbarnir hafa gert. Þessi samdráttur mun nokkuð örugglega hafa áhrif á afreksstarf sem margir stóru klúbbanna hafa lagt verulega peninga í en einnig aðrar fram­ kvæmdir. Sama sagan verður hjá GSÍ sem mun skera afreksstarf verulega niður. Þrátt fyrir þessa skítakreppu þá myndast tækifæri. Á fundi mótanefndar á formannafundi GSÍ voru mótamálin rædd og sitt sýnist auðvitað hverjum. Undirritaður kom með tillögu að mótaröðin yrði skoðuð með því að þeir kylfingar sem hana stundi sjái ávinning í því að sækja hana, t.d. með því að þriðja keppnisdegi yrði bætt við á föstudegi og þá leikin svokölluð Pro-am keppni, þar sem okkar bestu kylfingar léku með hinum venjulegu kylfing­ um. Allir bestu kylfingarnir léku 54 holur en niðurskurður við 36 holur. Þeir bestu myndu klára á sunnudegi. Í sumar voru KB mótin flest 36 holur sem keppendum sjálfum fannst of lítið. Síðan yrði endað með „Ryderkeppni“ þar sem 24 kylfingar í tveimur liðum reyndu með sér. Ryderinn milli USA og Evrópu er orðið eitt vinsælasta íþróttamót í heimi og nú þegar ljóst er að afreksmenn okkar munu ekki sækja nema brot af þeim mótum sem þeir hafa gert undanfarin ár þurfum við að gera eitthvað nýtt og spennandi. Það er ekki ólíklegt að hægt sé að setja upp svona mót þar sem t.d. 16 efstu karlarnir, 6 konur og 2 unglingar ynnu sér þátttökurétt í Íslands-Rydern­ um. Við myndum örugglega geta útbúið skemmtilega umgjörð með þátt­ töku fyrirtækja, GSÍ og klúbbanna og búa til alvöru „ívent“ á Íslandi sem væri lokamót sumarsins með bestu kylfingum Íslands. Við þyrftum að setja klúbba saman í hvort lið, t.d. landsbyggðin á móti Reykjavíkursvæðinu. Væri ekki gaman að sjá Helenu Árnadóttur og Heiðar Davíð saman í fjór­ menningi gegn Erni Ævari og Ástu Birnu? Björgvin Sigurbergs eða Hlyn Geir í tvímenningi á móti Ólafi Birni Loftssyni? Við getum leikið okkur með það hvernig við stillum upp liðunum sem bæði fengju fyrirliða. GR á t.d. 15 af 30 efstu á stigalista karla 2008 og fjórðung efstu í kvennaflokki þar sem GK er reyndar stærri. Við myndum t.d. setja Odd og Nesið með GR á móti rest eða hvað? GKj, GK, GKG,GS, GL og aðrir klúbbar á landsbyggðinni á móti Reykjavík/Kópavogi/Garðabæ? Mótanefnd hefur falið undirrituðum að skoða hvernig við getum gert Íslands-Ryder og ef vel gengur getum við kannski sett mót á í sumar. Væri það ekki gaman? „Eigum við að ræða það eitthvað...“ segir vinsæll frasi úr Dagvaktinni. Er það ekki málið. Ræðum þetta og gerum þetta. Um leið og við hjá Golf á Íslandi sendum ykkur lesendum öllum okkar bestu jóla- og nýársóskir viljum við þakka kærlega fyrir skemmtilegt golfár. Páll Ketilsson, pket@vf.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Golf á Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.