Golf á Íslandi - 01.12.2008, Qupperneq 26

Golf á Íslandi - 01.12.2008, Qupperneq 26
26 GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is G O L F Hlynur Geir Hjartarson í viðtali við Golf á Íslandi Golf á Íslandi tók hús hjá Hlyni Geir á Selfossi og rakti úr honum garnirnar. Hann starfar sem bílasali hjá Heklu á Selfossi. Hann segist sjálfur vera Selfyssingur enda búið þar frá 19 ára aldri og unir hag sínum vel. Hlynur býr í glæsilegu parhúsi sem hann byggði sjálf- ur, enda er hann handlaginn með afbrigðum. Hann hefur unnið við að slípa parket í frístundum sínum og hefur notað peningana sem hann fær fyrir það til að fjármagna golfið. Hlynur, sem er 32 ára, er í sambúð með Gunnhildi Katrínu Hjaltadóttur og eiga þau eina dóttur, Katrínu Emblu, sem er eins árs. Þá á Hlynur dótturina Heiðrúnu Önnu, sem er 8 ára. Hlynur Geir á von á því að þau Gunnhildur Katrín muni ganga í hjóna- band á næsta ári. „Ég hef þegar beðið hennar. Ég fór með hana með mér út á Svarfhólsvöll á Selfossi á gamlárskvöld í fyrra og lagðist á skeljarnar við 8. teig vallarins. Hún var undrandi á þessu uppátæki á golfvellinum, en hún sagði: já!“ Valdi golfið fram yfir knattspyrnuna Okkur lék forvitni á að vita hver hafi verið kveikjan að því að Hlynur færi í golfið. „Ég snerti fyrst golfkylfu árið 1994. Var þá að æfa fótbolta með KR og við strákarnir fórum í sumarbústaðaferð upp í Grímsnes til að þjappa liðinu saman. Þar fundum við golfsett í geymslu í bústaðnum og fórum fimm saman út á Öndverðanesvöll að kvöldlagi og við spiluðum golf til klukkan sex um morguninn. Vorum alla nóttina í golfi og þarna fékk ég strax áhuga. Ég fór þó ekkert í golf næstu tvö árin, en var alltaf að hugsa um þessa skemmtilegu reynslu mína af golfinu. Það var síðan 1996 þegar ég flutti á Selfoss sem áhuginn á golfinu fór að kvikna fyrir alvöru. Ég bjó reyndar allan tímann fyrir austan fjall en keyrði bara á milli í KR á æfingar og bjó hjá ömmu og afa í Reykjavík á sumrin en flutti síðan á Selfoss þegar ég byggði húsið þar 1996.“ Þegar þarna var komið sögu hafði Hlynur Geir orðið Íslands- og bikarmeistari í knattspyrnu með KR, bæði í 2. og 3. flokki. Hann þótti mjög efnilegur knatt- spyrnumaður og flutti til Selfoss, aðallega til að æfa knattspyrnu og spila með Selfyssingum. Þetta var árið 1996 og var hann meira og minna meiddur allt það sumar og gat því lítið spilað fótbolta. Hann gat hins vegar sveiflað kylfunni og var mikið í golfi þetta sumar. Hann fékk sína fyrstu forgjöf sama ár, 19 ára gamall, og spilaði í fyrsta sinn á Kaupþingsmótaröð- inni tveimur árum síðar. „Gylfi Sigurjónsson, góður vinur minn og golfkennari í dag, spurði mig um vorið 1996 hvort ég væri til í að koma með sér í golf út á Svarfhólsvöll. Ég hélt það nú og fór með honum út á völl og eftir það var ekki aftur snúið. Ég spilaði nokkuð reglulega þetta sumar, en árið eftir (1997) varð mesta breytingin á mínu golfi. Ég var þá enn að spila fótbolta með Selfossi, en golfið var farið að taka mun meiri tíma en áður. Það var kannski fótboltaæfing seinni part dags og eftir hana var farið beint út á golfvöll og spilað langt fram á nótt. Í júlí 1997 var auglýst golfmót Úrvals-Útsýnar í Leirunni og ég skráði mig í það. Reyndar var spáð brjáluðu veðri og enginn af félögum mínum nennti að fara með mér. Ég brunaði því einn til Keflavíkur og tók þátt í mótinu. Þetta var punktamót og ég vann það með nokkrum mun, fékk held ég 45 punkta og lækkaði mig verulega í forgjöf,“ sagði Hlynur Geir. Eftir þetta lá leiðin upp á við hjá Selfyssingnum í golf- inu. Hann tók þátt í fyrsta stigamóti GSÍ í Leirunni í júlí 1998 og lék fyrri hringinn á 85 höggum og þann síðari á 86 höggum. Í ágúst árið eftir (1999) komst hann í fyrsta sinn í meistaraflokk í golfinu með 4,3 í forgjöf. Hann fékk reyndar fyrstu forgjöfina í október 1996, en keppti ekkert árið eftir en byrjaði í maí 1998 með 31,5 í forgjöf og var kominn með 4,3 í forgjöf í ágúst 1999. Hann lækkaði sig því um 27,2 á aðeins tveimur árum, geri aðrir betur“. Golfferðin var happafengur Hlynur Geir fékk golfferð í verðlaun fyrir sigurinn í Úrval-Útsýnarmótinu í Leirunni sumarið 1997 og það átti eftir að reynast happafengur. Hann fór í golfferð- ina til Islantilla á Spáni um haustið. „Áður en ég fór í ferðina fór ég niður á skrifstofu Úrvals-Útsýnar og hitti þar fyrir Peter Salmon, sem ég þekkti ekki neitt. Spurði hann hvort ég gæti hugsanlega framlengt ferðina um viku. Hann segir við mig að það sé nú eiginlega ekki hægt, en hugsar svo málið og segir: „Má ég ekki bara bjóða þér að koma með mér og fjölskyldunni til Portúgals vikuna áður.“ Ég var hálf undrandi, og hugsaði bara, ég hef aldrei hitt þennan mann og hann ætlar að bjóða mér í fjölskylduferð. Hann sagði þá að það væru fullt af góðum kylfingum að fara með sér í ferðina. Í ferðinni voru menn eins og Tryggvi Traustason, Ragnar Ólafsson, Magnús Birgisson, Hörður Arnarsson, Páll Ketilsson, Viggó Viggósson og fleiri. Þessi ferð var vendipunkturinn á mínum golfferli. Þegar ég var að spila með þessum körlum þá sagði ég við sjálfan mig, „ég vil vera eins góður og þessir strákar.“ Þegar ég fór í þessa ferð var ég með 18 í forgjöf og lærði gríðarlega mikið á að spila með þessum gæjum í heila viku. Síðan fór ég yfir til Islantilla með þvílíkan áhuga. Vaknaði eldsnemma og æfði mig fram í myrkur á hverjum degi, spilaði minnst 27 holur á dag. Þarna var ég kom- inn með algjöra golfdellu.“ Hann fékk sína fyrstu forgjöf sama ár, 19 ára gamall, og spilaði í fyrsta sinn á Kaupþings- mótaröðinni tveimur árum síðar. Hlynur Geir með Gunnhildi konu sinni og dóttur, Katrínu Emblu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Golf á Íslandi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.