Golf á Íslandi - 01.12.2008, Qupperneq 27

Golf á Íslandi - 01.12.2008, Qupperneq 27
27GOLF Á ÍSLANDI • DESEMBER 2008 „Í flugvélinni á heimleiðinni frá Spáni sat ég við hliðina á Herði Arnarssyni, sem var fararstjóri á Islantilla. Ég spurði hann; „Hörður, ég ætla að hætta í fótbolta og snúa mér að golfinu. Ég ætla að gera þetta skipulega og ná miklum árangri. Vilt þú verða golfkennarinn minn, eða getur þú bent mér á einhvern sem mundi henta mér vel?“ Hann hugsaði málið og sagði; „Ég held að Magnús Birgisson myndi henta þér vel sem kennari.“ Strax daginn eftir að ég kom heim, hringdi ég í Magga og bar upp erindi mitt, spurði hvort hann myndi vilja kenna mér og þjálfa mig upp í golfi. Hann hélt það nú og við hittumst fyrst í gömlum skúr í Garðabænum vikuna eftir, eða í október 1998. “ Ætla að verða Íslandsmeistari „Ég var yfir mig spenntur að fara í fyrsta golftímann. Maggi spurði mig fyrst hvað ég ætlaði mér í golfinu og ég svaraði því til að ég ætlaði mér að verða Íslands- meistari og komast í landsliðið. Honum fannst þetta vera mjög háleit markmið hjá kylfingi sem væri með 18 í forgjöf og vissi ekki alveg hvernig hann átti að taka þessu. En hann sagði við mig að við skildum bara byrja rólega, taka eitt skref í einu. Í fyrsta tíma hélt ég að hann myndi breyta öllu hjá mér. Þá byrjaði hann á því að laga hjá mér gripið. Síðan þegar ég var búinn að því sagði hann, „þetta er það eina sem við gerum í dag. Þú kemur síðan aftur eftir tvær vikur og átt að æfa þetta eina atriði þangað til.“ Mér fannst þetta nú frekar lítið sem hann ætlaði að kenna mér, svona í fyrsta tíma. Ég ákvað þó að gera nákvæmlega það sem hann sagði. Þá var eitt vandamál, að ég var ekki með neina æfingaaðstöðu þar sem ég bjó á Selfossi. Mamma og pabbi áttu þá heima á sveitabænum Akurgerði í Ölfusi og ég fór þá strax í það eftir þennan fyrsta tíma að fá leyfi hjá foreldrum mínum til að fá hálfa hlöðuna á bænum til æfinga og það var auðsótt mál. Ég fór niður á bryggju í Þorlákshöfn og fékk gamla loðnunót og klæddi hluta hlöðunnar. Ég smíð- aði pall úr spónarplötu og setti teppi yfir. Þá var ég kominn með þessa flottu æfingaaðstöðu. Þarna æfði ég marga vetur. Mér fannst ég vera með bestu æf- ingaaðstöðu á landinu. Þarna gat ég staðið tímunum saman og slegið og slegið. Tók sjálfan mig upp á video og skoðaði sveifluna. Svona gekk þetta í nokkur ár og ég var alltaf undir handleiðslu Magnúsar Birgissonar og fór reglulega til hans og geri enn. Það góða við Magnús sem kennara er að hann tók alltaf bara eitt atriði fyrir í einu, var aldrei að gera neina stóra eða flókna hluti. Hann bjó bara til æfingaprógramm fyrir mig, en það hafa orðið gríðarlega miklar breytingar á sveiflunni hjá mér frá því ég fór fyrst til hans, eins og gefur að skilja.“ Lækkaði forgjöfina um helming á hverju ári Hlynur Geir segist alltaf taka sér frí frá golfinu í einn til tvo mánuði á haustin og byrjar síðan aftur í janúar. Hann hefur æft mikið einn, enda ekki margir í hans gæðaflokki á Selfossi. Eftir að hann gekk yfir í GK 2007 hefur hann reyndar fengið meiri samkeppni á æfingum. „Það var alveg nýtt hér á Selfossi að sjá einhvern standa úti á æfingasvæði á Svarfhólsvelli daginn út og daginn inn. Það voru margir undrandi á þessu brölti mínu og skildu eiginlega ekki hvað ég „...ég hef aldrei hitt þennan mann og hann ætlar að bjóða mér í fjölskylduferð.“ „...ég svaraði því til að ég ætlaði mér að verða Íslandsmeistari og kom- ast í landsliðið.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Golf á Íslandi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.