Golf á Íslandi - 01.12.2008, Blaðsíða 27
27GOLF Á ÍSLANDI • DESEMBER 2008
„Í flugvélinni á heimleiðinni frá Spáni sat ég við
hliðina á Herði Arnarssyni, sem var fararstjóri á
Islantilla. Ég spurði hann; „Hörður, ég ætla að
hætta í fótbolta og snúa mér að golfinu. Ég ætla að
gera þetta skipulega og ná miklum árangri. Vilt þú
verða golfkennarinn minn, eða getur þú bent mér á
einhvern sem mundi henta mér vel?“ Hann hugsaði
málið og sagði; „Ég held að Magnús Birgisson myndi
henta þér vel sem kennari.“ Strax daginn eftir að ég
kom heim, hringdi ég í Magga og bar upp erindi mitt,
spurði hvort hann myndi vilja kenna mér og þjálfa
mig upp í golfi. Hann hélt það nú og við hittumst
fyrst í gömlum skúr í Garðabænum vikuna eftir, eða í
október 1998. “
Ætla að verða Íslandsmeistari
„Ég var yfir mig spenntur að fara í fyrsta golftímann.
Maggi spurði mig fyrst hvað ég ætlaði mér í golfinu
og ég svaraði því til að ég ætlaði mér að verða Íslands-
meistari og komast í landsliðið. Honum fannst þetta
vera mjög háleit markmið hjá kylfingi sem væri með
18 í forgjöf og vissi ekki alveg hvernig hann átti að
taka þessu. En hann sagði við mig að við skildum bara
byrja rólega, taka eitt skref í einu. Í fyrsta tíma hélt ég
að hann myndi breyta öllu hjá mér. Þá byrjaði hann á
því að laga hjá mér gripið. Síðan þegar ég var búinn
að því sagði hann, „þetta er það eina sem við gerum
í dag. Þú kemur síðan aftur eftir tvær vikur og átt að
æfa þetta eina atriði þangað til.“ Mér fannst þetta
nú frekar lítið sem hann ætlaði að kenna mér, svona
í fyrsta tíma. Ég ákvað þó að gera nákvæmlega það
sem hann sagði. Þá var eitt vandamál, að ég var ekki
með neina æfingaaðstöðu þar sem ég bjó á Selfossi.
Mamma og pabbi áttu þá heima á sveitabænum
Akurgerði í Ölfusi og ég fór þá strax í það eftir þennan
fyrsta tíma að fá leyfi hjá foreldrum mínum til að fá
hálfa hlöðuna á bænum til æfinga og það var auðsótt
mál. Ég fór niður á bryggju í Þorlákshöfn og fékk
gamla loðnunót og klæddi hluta hlöðunnar. Ég smíð-
aði pall úr spónarplötu og setti teppi yfir. Þá var ég
kominn með þessa flottu æfingaaðstöðu. Þarna æfði
ég marga vetur. Mér fannst ég vera með bestu æf-
ingaaðstöðu á landinu. Þarna gat ég staðið tímunum
saman og slegið og slegið. Tók sjálfan mig upp á video
og skoðaði sveifluna. Svona gekk þetta í nokkur ár og
ég var alltaf undir handleiðslu Magnúsar Birgissonar
og fór reglulega til hans og geri enn. Það góða við
Magnús sem kennara er að hann tók alltaf bara eitt
atriði fyrir í einu, var aldrei að gera neina stóra eða
flókna hluti. Hann bjó bara til æfingaprógramm fyrir
mig, en það hafa orðið gríðarlega miklar breytingar á
sveiflunni hjá mér frá því ég fór fyrst til hans, eins og
gefur að skilja.“
Lækkaði forgjöfina um helming á hverju ári
Hlynur Geir segist alltaf taka sér frí frá golfinu í einn
til tvo mánuði á haustin og byrjar síðan aftur í janúar.
Hann hefur æft mikið einn, enda ekki margir í hans
gæðaflokki á Selfossi. Eftir að hann gekk yfir í GK
2007 hefur hann reyndar fengið meiri samkeppni
á æfingum. „Það var alveg nýtt hér á Selfossi að sjá
einhvern standa úti á æfingasvæði á Svarfhólsvelli
daginn út og daginn inn. Það voru margir undrandi á
þessu brölti mínu og skildu eiginlega ekki hvað ég
„...ég hef aldrei hitt þennan
mann og hann ætlar að
bjóða mér í fjölskylduferð.“
„...ég svaraði því til að
ég ætlaði mér að verða
Íslandsmeistari og kom-
ast í landsliðið.“