Golf á Íslandi - 01.12.2008, Blaðsíða 36

Golf á Íslandi - 01.12.2008, Blaðsíða 36
36 GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is G O L F Haustráðstefna SÍGÍ var fjölsótt og vel heppnuð: Haustráðstefna SÍGÍ, Samtaka íþrótta- og golfvalla- starfsmanna á Íslandi, fór fram í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal í lok október sl. Var þetta fyrsta ráðstefna sinnar tegundar hjá samtökunum og var hún afar vel sótt, jafnt af félagsmönnum sem öðrum er sýndu áhuga á starfi félagsins í verki. Rúmlega eitt hund- rað gestir hlýddu á þétta dagskrá fyrirlestra, þar sem fjórir erlendir ræðumenn voru á mælendaskrá ásamt valinkunnum innlendum fyrirlesurum. Miðluðu þeir reynslu sinni og þekkingu. Höfðu hinir erlendu gestir sérstaklega á orði hversu fjölmenn ráðstefnan hefði verið. Þá kom fjöldi íslenskra golfvalla fjórmenning- unum mjög á óvart, en í dag eru hátt í sjötíu golfvellir í landinu. „Þegar við höldum fundi hjá sambærilegum félags- skap okkar í Bretlandi, þar sem golfvellir eru fleiri en tvö þúsund, þá er mætingin ekki mikið betri en hún var hér. Það sýnir hversu vel heppnuð þessi ráðstefna og sýning var,“ sagði Bruce Jamieson, sem rekur sjálf- stætt ráðgjafarfyrirtæki á sviði golfvallaumhirðu og vann um árabil fyrir þar til gert svið evrópsku móta- raðarinnar. Sem slíkur kom hann t.d. að undirbúningi Ryder-keppninnar o.fl. Á laugardag, síðari degi ráðstefnunnar, var haldin sýning á jarðhæð höfuðstöðva KSÍ þar sem ýmis fyr- irtæki kynntu starfsemi sína, vörur og þjónustu. Kom skemmtilega á óvart hversu vegleg sýningin var og hversu mikinn metnað sýnendur höfðu fyrir uppsetn- ingu á básum sínum og sýningarsvæðum. Sýningin var opin almenningi og var boðið upp á léttar veiting- ar. Ólafur Þór Ágústsson, formaður SÍGÍ, er mjög ánægð- ur með ráðstefnuna og segir engan vafa leika á að viðburður sem þessi verði endurtekinn. “En að sjálf- sögðu mun félagið áfram halda minni fræðslu- og endurmenntunarfundi í framtíðinni.“ Þá opnaði Hörður Þorsteinsson, framvæmdastjóri Golfsambands Íslands, nýja heimasíðu SÍGÍ www. sigi.is. Hún var opin öllum í u.þ.b. vikutíma, en síðan lokað að hluta og einungis opin félögum í SÍGÍ, en á síðunni eru einmitt ýmsir aðildarmöguleikar kynntir. Um vefinn segir Ólafur: „Við munum efla vefsíðu okk- ar umtalsvert á næstunni. Þar er mikið af nýjungum framundan.“ En hver er niðurstaða ráðstefnunnar, að mati Ólafs? Hvað er það sem stendur eftir, nú þegar menn hafa borið saman bækur sínar? „Það sem stendur uppúr er þátttakan og gæði fyrirlestranna, ekki aðeins hjá þeim erlendu heldur ekki síður hjá löndum okkar. Nú erum við byrjaðir að uppskera eins og til hefur verið sáð,“ segir Ólafur, en fyrir 16 árum varð hann fyrsti Íslendingurinn sem fór til Skotlands í nám í golf- og grasvallafræðum. Síðan þá hafa fjölmargir íslenskir golf- og grasvallastarfsmenn fylgt í kjölfarið. „Síðustu tíu árin hefur menntuðum starfsmönnum á völlunum fjölgað mikið. Menn hafa sótt sér þekkingu með námi, bætt við sig umtalsverðri reynslu og eru núna komnir nógu langt til að geta staðið upp og miðlað vitneskju sinni. Nú er kominn mun vitrænni umræðugrundvöllur en áður var,“ segir Ólafur Þór Ágústsson, formaður Sam- taka íþrótta- og golfvallastarfsmanna á Íslandi. Innlend þekking á golf- og grasvöllum hefur stóraukist Séð yfir ráðstefnusalinn, yfir 100 manns komu og hlýddu á fyrirlestrana á ráðstefnunni. Ólafur Þór Ágústsson, formaður SÍGÍ, kynnti stefnu SÍGÍ fyrir ráðstefnugestum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Golf á Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.