Golf á Íslandi - 01.12.2008, Blaðsíða 38

Golf á Íslandi - 01.12.2008, Blaðsíða 38
38 GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is Afar góðmennt var í kvöldverði sem SÍGÍ efndi til að lokinni haustráðstefnu samtakanna laugar- dagskvöldið 25. október sl. í klúbbhúsi Golfklúbbs Reykjavíkur í Grafarholti. Nýttu samtökin tækifærið og heiðruðu þrjá heiðursmenn, sem komið hafa við sögu SÍGÍ frá því félagið var stofnað fyrir 13 árum. Þeir voru Kári Elíasson, Hannes Þorsteinsson og Mar- geir Vilhjálmsson. Kári var einn af stofnendum SÍGÍ og enn fremur fyrsti formaður samtakanna. Hannes var einnig meðal stofnenda samtakanna og lykilmaður í stofn- un þeirra. Hann hefur um árabil unnið að framþró- un og bætingu golfvalla á Íslandi. Margeir lét af störfum sem formaður SÍGÍ á þessu ári eftir að hafa gegnt formennsku í heil 11 ár. Hann hefur setið lengst allra formanna félagsins. Vildi SÍGÍ þakka þessum þremur herramönnum fyr- ir mjög óeigingjarnt starf, eins og segir í samþykkt félagsins. Var þeim því afhent Heiðursviðurkenning SÍGÍ og eru þeir vel að henni komnir. SÍGÍ heiðrar þrjá frumkvöðla Samtök íslenskra íþrótta- og golfvallastarfs- manna eru samtök sem stuðla að fagmennsku hjá félagsmönnum sínum og sér þeim fyrir sem bestum upplýsingum til að auðvelda þeim starf sitt á golf- og íþróttavöllum á Íslandi. Markmið SÍGÍ eru að viðhalda og bæta gæði golf- og íþróttavalla hérlendis. SÍGÍ mun standa fyrir fræðslufundum, sýning- um, golfmótum og heimsóknum jafnt hérlend- is sem erlendis. Menntun og fagmennska er höfð í hávegi hjá samtökunum og áhersla er á miðlun upplýsinga milli félagsmanna. SÍGÍ mun aðstoða félags- menn til að sækja og nálgast nám í þeirra fagi og er í boði jafnt hérlendis sem erlendis. Samtökin kappkosta að halda úti vefsíðu með upplýsingum SÍGÍ og vistunar á aðsendu efni sem nýtist félagsmönnum og verður aðgengi- legt á læstum hluta vefsíðunnar. SÍGÍ munu standa fyrir sýningu á vélum og vör- um til viðhalds á golf– og íþróttavöllum annað hvert ár í þriðju viku október. Aðildarfélögum verður boðin þátttaka í sýningum eftir stöðu þeirra innan samtakanna. Sýningin er opin fyrir hinn almenna félaga innan samtakanna án end- urgjalds. SÍGÍ leitast við að styrkja og efla samband sitt við önnur samtök erlendis og taka þátt í fund- um og ráðstefnum sem haldin eru af þeim og standa fyrir hópferðum félagsmanna á sýningar erlendis. Umhverfissjónarmið skulu ávallt vera í heiðri höfð hjá samtökunum. Stjórn SÍGÍ mun fylgjast með og upplýsa félagsmenn um umhverfisvit- und og góða umgengni um náttúruna. Sam- tökin hlutast til og taka þátt í rannsóknum og tilraunum sem gerðar eru á golf- og íþróttavöll- um hérlendis. HVAÐ ER SÍGÍ? Brynjar Sæmundsson og Tryggvi Ö. Gunnarsson. Ólafur Þór Ágústsson, formaður SÍGÍ, Hannes Þorsteinsson, Margeir Vilhjálmsson, Kári Elíasson fyrsti formaður SÍGÍ og Jón Ásgeir Eyjólfsson forseti GSÍ. Fh. Ellert Jón Þórarinsson, Birkir Már Birgisson, Halldór Leifsson, Björn Viðar Ólason, Steinn Ólafsson, Óskar Kristinsson, Brynjar Sæmundsson, Einar G. Jónasson og Páll Ríkharðsson. Hannes Þorsteinsson, Bruce Jamieson, Margeir Vilhjálmsson og Charles Gregory frá Toro.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Golf á Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.