Golf á Íslandi - 01.12.2008, Blaðsíða 54

Golf á Íslandi - 01.12.2008, Blaðsíða 54
54 GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is G O L F viðtalið - Staffan Johannsson: golfsins á Íslandi, en það er sjálfsagt alltaf hægt að gera betur. Þegar ég kom hingað fyrst var mjög lítil starfsemi hjá Golfsambandinu og mótaröðin var ekki í háum gæðaflokki. Þá voru engar skipulagðar æfing- ar hjá landsliðinu og starfið mitt var meira og minna í kringum landsliðsferðir erlendis. Þar gat ég aðstoðað landsliðsmenn við leikskipulag og kennt þeim meiri aga á golfvellinum, en ekki mikið meira. Ég hefði viljað eyða meiri tíma hér á Íslandi með afrekskylfing- um á fyrstu árunum, en það hefur breyst til batnaðar síðari ár. Þetta var frekar laust í reipunum fyrstu árin, en landsliðsmálin hafa verið tekin fastari tökum. Á þessum tíma hafa Íslendingar eignast keppendur á Evrópumótaröð karla og kvenna. Birgir Leifur og Ólöf María Jónsdóttir hafa rutt brautina og sýnt að þetta er vegur sem er fær fyrir unga íslenska kylfinga. Vonandi segir sagan að ég hafi skilað einhverju sem hægt er að byggja á til framtíðar. Þetta er búinn að vera skemmtilegur tími og ég kveð með söknuði því ég kem alltaf til með að líta á Ísland sem mitt annað heimaland. Maður veit aldrei hvað framtíðin ber í skauti sér, en kannski kemur sá tími að krafta minna verði óskað aftur hér á Íslandi og þá mun ég væntan- lega ekki skorast undan.“ Hver er staða íslensks golfs, eru einhverjir efnilegir að koma upp? „Ég mundi segja að staðan væri góð. Við höfum verið að sjá fleiri og fleiri unga og efnilega kylfinga stíga fram á sviðið. Ef þeir leggja hart að sér á næstu árum er aldrei að vita nema að Íslendingar eigi eftir að eignast fleiri keppendur á Evrópumótaröðinni. Starfið í kringum afrekskylfingana hefur líka batnað mikið. Það var mikið framfaraspor fyrir tveimur árum er við breyttum fyrirkomulagi þjálfunarinnar sem fólst í því að stofna Team Iceland, sem er skipað bestu kylfingum landsins, bæði áhugamönnum og atvinnu- mönnum. Í þessum hópi er kjarninn að framtíðar afreksfólki Íslands sem hefur það markmið að búa til afrekskylfinga á alþjóða mælikvarða. Bjart framundan í kvennagolfinu Það eru margir efnilegir kylfingar á Íslandi, en sam- keppnin er að sama skapi ekki mikil. Eins og staðan er í dag held ég að kvennagolfið eigi meiri framtíð fyrir sér. Það eru margar ungar stúlkur sem gætu náð langt. Ég nefni Valdísi Þóru Jónsdóttur, Eygló Myrru Óskarsdóttur og Guðrúnu Brá Björgvins- dóttur sem dæmi um það. Þetta eru allt stelpur sem gætu komist inn á Evrópumótaröðina með réttri þjálfun. Það er líka auðveldara fyrir þær að komast inn á erlenda mótaröð en hjá strákunum þar sem samkeppnin er mun harðari. Það eru líka efnilegir drengir á Íslandi og nefni ég sem dæmi um það, þá Axel Bóasson, Pétur Frey Pétursson og Axel Ásgeirsson, sem verða allir 19 ára næsta ári. Þessir strákar hafa allir hæfileikana til að ná langt, en það eru að fara í hönd mjög mikilvægir tímar hjá Eins og staðan er í dag held ég kvennagolfið eigi meiri fram- tíð fyrir sér. Það eru margar ungar stúlkur sem gætu náð langt. Ég nefni Valdísi Þóru Jónsdóttur, Eygló Myrru Ósk- arsdóttir og Guðrún Brá Björg- vinsdóttur sem dæmi um það. Þetta eru allt stelpur sem gætu komist inn á Evrópumótaröð- ina með réttri þjálfun. Pétur Freyr, Guðrún Brá (t.v.) Eygló Myrra og Valdís Þóra að ofan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Golf á Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.