Golf á Íslandi - 01.12.2008, Blaðsíða 58
58 GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is
Það er ekki síður umhverfið og andrúmsloftið sem
gerir golfið svona skemmtilegt á minni völlunum.
Ég naut þess mjög að spila þessa „sveitavelli“. Ég fæ
ekkert rosalega mikið út úr því að leika stærstu velli
heims, það er gaman bara einu sinni. Kannski er ég
orðinn svo gamall að ég vil heldur fara í rólegheitin á
minni völlunum.“
Verður yfirþjálfari Finna
Staffan sagði starfið í Finnlandi vera spennandi. Þar
verður hann yfirþjálfari afreksstarfsins hjá finnska
sambandinu og verður með þrjá aðstoðarmenn.
Hann segir að Finnar hafi ekki náð góðum árangri á
undanförnum árum meðal áhugamanna og á það að
vera verk hans að koma þeim upp á hærri stall. Þeir
hafi m.a. verið 10 höggum á eftir íslensku strákun-
um á HM í Ástralíu. 120 þúsund manns stundi golf í
Finnlandi og þar eru 120 golfvellir. „Ég mun aðallega
vinna með bestu áhugakylfingunum í Finnlandi. Ég
veit að það er mikil pressa frá finnska sambandinu að
sjá árangur og ég fæ tvö ár til þess. Ég mun ekki skipta
mér neitt af atvinnumönnunum þeirra sem eru á Evr-
ópu- og Áskorendamóta-
röðunum. Verð með þrjá
þjálfara sem starfa undir
mér og ég get því notað
þá eins og mér sýnist
í uppbyggingunni. Ég
mun væntanlega ekki
vinna eins mikið með
kylfingunum sjálfum
eins og ég gerði hér á
Íslandi. Þetta verður
meira að skipuleggja
afreksstarfið og leggja
línurnar.“
Staffan þjálfar Oskar
Henningsson
Staffan hefur líka verið
að þjálfa sænska kylfinginn Oskar Henningsson sem
vann úrtökumótið fyrir Evrópumótaröðina og mun
áfram hjálpa honum þrátt fyrir starfið hjá finnska
sambandinu. „Ég hef unnið með honum í þrjú ár.
Síðustu tvö árin hefur öll hans þjálfun miðast við að
komast inn á Evrópumótaröðina á næsta ári og verða
orðinn góður kylfingur á mótaröðinni 2011. Hingað
til hafa áætlanir sem við gerðum fyrir tveimur árum
staðist. Nú tekur við nokkuð erfiður tími meðan hann
er að fóta sig á mótaröðinni. Hann þarf nú að spila í
fleiri mótum og þá gefst minni tími til æfinga. Hann
hefur aðeins tekið þátt í 12 til 15 mótum á ári síðustu
þrjú árin til að geta einbeitt sér betur að æfingum.
Þetta skilaði sér í því að hann vann úrtökumótið á
Spáni í nóvember. Hann er aðeins 23 ára og var mjög
efnilegur á sínum yngri árum, en missti síðan aðeins
áhugann um tíma, en kom síðan til mín tvíefldur og
var tilbúinn að leggja á sig mikla vinnu.“
Að lokum
Margir hafa haft efasemdir um hæfileika Staffans
sem þjálfara, en það eru eingöngu þeir sem ekki hafa
Staffan í Eyjum. Tíminn
með Íslendingum að
ljúka.
G O L F viðtalið - Staffan Johannsson:
fengið að kynnast honum. Allir sem hafa notið leið-
sagnar hans bera honum vel söguna og segja hann
frábæran þjálfara, enda var hann kosinn næst besti
þjálfari Svíþjóðar af golftímaritinu Golf Digest árið
2005. Hann hefur mikla reynslu, var þjálfari sænska
golfsambandsins í 10 ár, eða þar til hann kom til
starfa á Íslandi. Auk almennrar þjálfunar hjá sænska
sambandinu var hann einkaþjálfari Pierre Fulke og
Per Ulrik Johansson, sem báðir hafa verið í fremstu
röð á Evrópumótaröðinni.
„Ég vona svo sannarlega að ég eigi eftir að halda
áfram að vinna með íslenskum kylfingum í framtíð-
inni. Pétur Freyr og Stefán Már hafa verið duglegir
að koma til mín til Svíþjóðar og fá góð ráð og ég vona
að þeir haldi því áfram. Ég hef einnig mikinn áhuga
á að hjálpa Valdísi Þóru ef hún hefur áhuga á því,“
sagði Staffan og ljóst að hann vill aðstoða íslenska
kylfinga áfram.
Staffan með Jóni Ásgeiri og Herði, GSÍ mönnum.
Staffan á 6. flöt á Byggðavelli á Eskifirði. Að neðan með félögunum á Norðfirði.
F.v. Guðmundur Ó, Ragnar, Ólafur Bj., Kristinn, Staffan og Magnus Qurmbach, vinur Staffans.