Golf á Íslandi - 01.12.2008, Qupperneq 62

Golf á Íslandi - 01.12.2008, Qupperneq 62
62 GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is Öndverðarnesvöllur í Þrastarskógi í Grímsnesi var stækkaður í 18 holur í júlí í sumar og er óhætt að segja að þar hafi metnaðarfull markmið orðið að veruleika en klúbburinn fagnar 35 ára afmæli á næsta ári. Öndverðarnesið var lengi bara þokkalegur sveitavöll- ur, ekkert meira en það. Á síðustu árum hefur orðið veruleg breyting þar á eftir að klúbburinn fékk Golf- klúbb Reykjavíkur í samstarf við vallarvinnuna og það var án efa skynsamlegt skref hjá litla sumarbústaða- klúbbnum sem nú er kominn í hóp stóru klúbbanna sem eru með 18 holu velli. Þetta er fjórtándi 18 holu völlur landsins. Eigendur Öndverðarness réðu Margeir Vilhjálmsson, þáverandi framkvæmdastjóra GR seinni part sumars 2005 til að hanna níu holur til viðbótar og hófust framkvæmdir árið 2006. Nú aðeins tveimur árum síðar hefur nýi hlutinn verið opnaður og það verður að teljast ótrúlegt því þó vissulega eigi nýju holurnar eftir að gróa betur þá var engin ástæða til að bíða lengur með opnunina sem var 18. júlí sl. Grasið á flötum var í fínu lagi þegar Golf á Íslandi kom í heimsókn (í byrjun ágúst) og einnig á brautunum, þó það sé ekki eins þétt þar. Stækkunin er að helmingi í mýrlendi og helmingi í kjarri vöxnu hraunlendi. Brautir vallarins eru breiðar og lengdin í jafnvægi við gömlu níu holurnar. Margeir segir að völlurinn sé hugsaður fyrir kylfinga af öllum getustigum, hann er því ekki langur, en til að skora völlinn vel er nauðsynlegt að staðsetja teighögg- in rétt. Þannig er það á flestum nýju brautunum, t.d. á 2., 5. og 7. en ekki eins mikið mál á fyrstu braut sem er 306 metra par 4, þægileg byrjunarhola. Önnur er par 5, 475 metrar og þarf að slá yfir skurð og í drævlengd eru þrjár glompur sem bíða eftir að gleypa kúlurnar. Hitti menn brautina er góður möguleiki á fugli. Utan brautar á flestum holum er röffið ekki skemmtilegt viðureignar en þó ekki alveg jafn erfitt og á Haukadals- velli. Fimmta holan í Öndverðarnesi er mjög skemmtileg, par 4 og maður verður að staðsetja upphafshöggið. Fæstir slá með dræver þar. 3. og 6. eru par 3, sú fyrri um 150 metrar og mun erfiðari parhola en sú sjötta sem er stutt en sæt. Sjöunda er par 5 og það eru ekki margir sem hitta þar inn á í tveimur höggum og flötin er með mjög miklu landslagi. Það mætti halda að Margeir hafi verið nýkominn af 8. flöt á Geysi en þó ekki alveg. Alla vega þarf að huga að innáhögginu áður en slegið er því staðsetning á flötinni getur verið krúsíal til að klára parið, hvað þá fuglinn. Fimmta,, sjötta og sjöunda eru í miklu hraunlendi og mjög fall- egu landslagi. Þar eru ágætir möguleikar á fugli eftir góð upphafshögg. Áttunda er par 4 og er eins og tvíburasystir 3. brautar- innar þó hún sé aðeins styttri, svo svipaðar eru þær. Ágætar holur samt með glompum og báðar slegnar í hundslöpp. Níunda er þriðja par 3 brautin á fyrri níu, stutt 120 metra hola sem á eftir að klára hvað hindran- ir varðar svo það er óþarfi að eyða mörgum orðum um hana. Flötin sést öll frá svölum golfskálans og það er G O L F V E L L I R Öndverðarnesvöllur Fimmta brautin er stutt par 4. Flötin er hægra megin bak við litla hæð. Mjög flott. Golfklúbbur Öndverðarness fagnar á næsta ári 35 ára afmæli. Forskot var tekið á sæluna með opnun glæsilegs 18 holu golfvallar í lok júlí á þessu ári. Hugmyndir að stækkun vallarins kvikunuðu snemma árs árið 2005 og fengu forsvarsmenn klúbbsins Margeir Vilhjálmsson þáverandi framkvæmdastjóra framkvæmdastjóra GR sér til halds og trausts. Hann lagði út völlinn og hafði hönd í bagga með uppbyggingu vallarins. GR hafði þá um nokkurn tíma starfað með GÖ að bættu viðhaldi á eldri hluta Öndverðarnesvallarins. Lengd hluta vallarins er í fullu samræmi við eldri hlutann. Helsti munurinn er sá að flatirnar á nýja helm- ingnum eru mun stærri og landslag í þeim er meira og einnig er þar að finna stórar og vel staðsettar glompur. Holur númer 5-7 liggja í vel grónum hraunmóa og má jafnvel segja að þær séu nokkurskonar “Amen-Corner” Öndverðarnesvallarins. Um er að ræða stuttar par 3, 4 og 5 holur, sem allar eru sýnd veiði en ekki gefin. Hand- bragð ýtustjórans Steindórs Eiðssonar er að sjá á þeim öllum, en hann hefur m.a. mótað Korpúlfsstaðavöll, Hraunið á Hvaleyrinni tekið þátt í fleiri verkefnum á golfvöllum víða um land. Sjöunda brautin er par 5 í nettri hundslöpp. Hér sjáum við frá miðri braut inn að flöt. „Það verður engin svikinn af því að sækja Öndverðarnesið heim því ekki einungis eru komnar níu nýjar flottar golfholur heldur eru fyrir gamlar og góðar níu holur sem eru orðnar „þroskaðri“ og betri með markvissari umhirðu undanfarin ár..“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Golf á Íslandi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.