Golf á Íslandi - 01.12.2008, Qupperneq 66
66 GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is
Golfklúbbur Selfoss hefur síðustu vikurnar verið að
vinna breytingar á Svarfhólsvelli. Það er gert vegna
þess að núverandi landeigandi hefur tekið vestasta
hluta vallarins undir íbúðabyggð. Klúbburinn hefur
því þurft að breyta 2., 3. og 4. braut vallarins og eru
framkvæmdir þegar komnar í fullan gang. Mikill
áhugi er hjá klúbbnum að koma upp 18 holu velli,
en ekki er alveg séð fyrir endann á því hvar sá völlur
kemur til með að verða.
Breytingarnar á vellinum núna eru eins og áður segir
á þremur brautum sem liggja vestast á vallarsvæðinu.
Önnur brautin sem er par-5 kemur til með að styttast,
fer í hundslöpp til hægri, við enda æfingasvæðins,
en áður var slegið beint áfram yfir vatn og inn á flöt.
Gamla flötin dettur því alveg út. Brautin kemur til
með að styttast úr 504 metrum í 435 metra, en verð-
ur samt áfram par-5 með lítilli tjörn fyrir framan.
Þriðja brautin breytist mikið, verður nú 110 metra
par-3 braut, en þar var áður 283 m par-4 braut. Flötin á
henni verður á sama stað og áður, en verður stækkuð
til muna. Þessi braut verður skemmtileg og krefjandi
G O L F V E L L I R Svarfhólsvöllur á Selfossi:
Breytingar á
Svarfhólsvelli
- þrjár nýjar brautir teknar í notkun næsta sumar
þar sem hóll er hægra megin við flötina og Ölfusáin
vinstra megin.
Fjórða brautin sem var áður krefjandi par-3 braut þar
sem slegið var yfir Ölfusánna að hluta til, verður par-4
braut og verður 230 metrar og notast við sömu flöt
og áður. Teigurinn fyrir þessa braut verður vinstra
megin við flötina á 3. braut. Gamla par-3 brautin var
150 metrar.
Þetta eru töluverðar breytingar á vellinum, en klúbb-
urinn ætlar að vera búinn að koma þessum brautum í
leik strax næsta vor. Það er Hannes Þorsteinsson, golf-
vallahönnuður, sem hefur gert tillögur að breytingun-
um, en hann teiknaði Svarfhólsvöll á sínum tíma.
Bárður Guðmundsson, formaður GOS, sagði að klúbb-
urinn væri enn að skoða svæði sem komi til greina
undir 18 holu golfvöll þó svo að þeir væru í þessum
breytingum á vellinum núna. „Við erum búnir að
skoða staði undir 18 holu framtíðar golfvöll og erum
Guðjón Stefánsson, GS slær á gamla 4. teignum sem var par 3 en verður par 4.