Golf á Íslandi - 01.12.2008, Side 72

Golf á Íslandi - 01.12.2008, Side 72
72 GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is Waterville Waterville er langt frá öllu í Kerry á suðvesturströnd Írlands. Það er kannski ein ástæðan fyrir því að klúbb- urinn hefur ekki fengið að halda mörg stórmót, því völlurinn er stórkostlegur. Við lentum í að spila hann í mjög miklum vindi en hann er um 7000 yardar, sem sagt langur og erfiður. Hann er frekar flatur og er staðsettur í yndislegu umhverfi. Einn af okkar uppáhalds völlum! Old Head Old Head völlurinn er algjör „must play“ völlur. Hann liggur á nesi stutt frá Cork í Suður Írlandi, um 200 metra fyrir ofan sjávarmaál á stórum klettum. Green fee kostar rétt undir 300 evrum en það er vel þess virði að spara aðeins annars staðar og að spila hann einu sinni í ævinni. Brautir sem liggja meðfram klettunum eru einstakar, þá sérstaklega sú 12. þar sem taka þarf teighöggið yfir sjó. Brautirnar sem ekki liggja á ströndinni eru ekki jafn spennandi. En engu að síður, völlur sem allir strandvallaáhagendum verða að spila, allavega einu sinni! Ballybunion Old og Cashen Ballybunion er vel þekktur völlur sem hefur alltaf verið með þeim bestu í heimi. Þetta er stór klúbbur og Old völlurinn er einnig stór. Vindurinn er alltaf til staðar, eins og reyndar alls staðar á Írlandi og stund- um er varla hægt að standa á teig! Sandöldurnar eru stórar og síðustu 12 holurnar eru rétt þar inn á milli. Ballybunion er völlur sem maður þarf að spila!! Cashen völlurinn olli hins vegar vonbrigðum. Enda á að gera hann aftur frá A til Ö! Verður gaman að sjá hann tilbúinn eftir nokkur ár. Landið undir vellinum er alveg frábært, jafnvel betra en á Old course þar sem sandöldurnar eru enn stærri. Þó að því miður hafi Trent Jones ekki tekist að búa til heimsklassa linksvöll! Lahinch Old og Castle Castle völlurinn er fínn æfingavöllur fyrir hring á Old course, ekki meira... Old course á Lahinch er einn skemmtilegasti völlur sem ég þekki! Ballybunion er sennilega betri völlur en Lahinch skemmtilegri. Flatirnar þar eru alveg ein- stakar, aldrei flatar. 5. brautin heitir Klondyke, hún er par 5 en innáhöggið er blint! Sú 6. er par 3, heitir Dell en flötin er falin á bak við stóra sandöldu. Ógleyman- legur völlur! County Louth Um 100 kílometra fyrir norðan Dublin er County Louth völlurinn, en þar var Irish Open spilað árið 2004. Þetta er flatur links völlur, mjög náttúrulegur með mjög góðum flötum. Par 4 holur eru langar, oftast yfir 400 metrar. Vel þess virði að keyra þangað frá Dublin. Royal County Down Spilaði þar í þriðja skipti nú í vor, þetta er uppáhalds völlurinn minn! Fyrri 9 holurnar hafa oft verið sagðar sumar af þeim sterkustu í heimi. Völlurinn er þó gam- aldags links með blindhöggum frá teig á mörgum brautum. Hentar kannski ekki fyrir alla! Klúbbhúsið hefur nú verið endurnýjað að fullu og er eitt það glæsilegasta sem til er. RCD völlurinn er í borginni Newcastle í Norður Írlandi, um 5 klst frá Belfast og 2 klst. frá Dublin í bíl. Doonbeg Doonbeg er nýlegur völlur á vestur ströndinni hannaður af Greg Norman sem opnaði árið 2002. Landið er alveg magnað en því miður var ekki hægt að nýta alla möguleika sem það býður upp á vegna umhvefisvandamála (sandöldur eru varla notaðar, völlurinn liggur í kring um þær). Ég var að spila þar nú í þriðja skipti en mitt álit fer heldur versnandi í hvert skipti. Þar eru 4 heimsklassa brautir (1., 13., 14., 15.) en hinar eru ekki nógu góðar þegar maður þarf að borga yfir 200 evrur fyrir hringinn. Svo er búið að byggja kastala sem klúbbhús, sem hefur ekkert að gera þarna! Það má þó segja um þjónustuna að hún er fyrsta klassa. Tralee Einfaldari völlur en hinir á þessu svæði, hentar fólki í öllum forgjafaflokkum. Staðsetningin er frábær. Völlurinn var hannaður af Arnold Palmer og er mjög skemmtilegur, sérstaklega seinni 9 holurnar sem eru staðsettar á sandhólum. Myndin „Ryan’s daughter“ var tekin á ströndinni sem er fyrir neðan völlinn, hvít- ur sandur og turquoise blár sjór: stórkostlegt! Doonbeg er alveg magnaður völlur á vesturströndinni, hannaður af Greg Norman. Það er mikil upplifun að leika Ballybunion með Atlantshafið í stóru hlutverki Á Tralee „með“ Arnold Palmer.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Golf á Íslandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.