Golf á Íslandi - 01.12.2008, Page 78
78 GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is
G O L F ferðir
mjög fjölbreyttur og skemmtilegur. Það var eitthvað
við þennan stað. Nýtt hótel við hlið golfvallarins
opnaði 2001 og undanfarin ár hefur Islantilla verið
lang vinsælasti áfangastaðurinn. Margir Íslendingar
fara þangað á hverju ári og vilja ekkert annað og hjón
sem ég þekki hafa farið 15 sinnum. Islantilla var fyrsti
staðurinn sem ég bauð þar sem allt var innifalið,
matur, ferðir og ótakmarkað golf. Þetta hitti í mark
og við erum enn að bjóða ferðir þangað, enda nýtur
staðurinn vaxandi vinsælda.“
„Þegar ég skoða hótel og velli erlendis þá hefur
andrúmsloftið mikið að segja. Ég hef skoðað mörg
lúxus fimm stjörnu hótel, sem hafa ekki rétta and-
rúmsloftið fyrir Íslendinga. Svo heimsæki ég kannski
þriggja stjörnu hótel og þar finnur maður annað og
betra andrúmsloft og líður miklu betur. Ég tel mig
vita hvað Íslendingar vilja og þess vegna hefur þetta
gengið svona vel. Ég hef aldrei selt áfangastað sem
ég hef ekki skoðað áður. Það er algjör grundvallar-
regla hjá mér að skoða alla staði sem ég ætla að
setja í sölu með tilliti til aðstæðna hótels, golfvallar
og þjónustu. Ég verð að vita hvað ég er að selja fólki,
ég sendi ekki fólk út í óvissuna. Sem dæmi fór ég að
skoða Indland, Kína, Kenya og Malasíu áður en ég fór
með hópa í árlegar sérferðir okkar sem eru venjulega
í febrúar mánuði.“
Verður erfiðara að selja Íslendingum golfferðir í vor
eftir bankakreppuna?
„Já, það má alveg gera ráð fyrir einhverjum sam-
drætti. Ég held þó að íslenskir kylfingar þurfi komast
til að spila golf erlendis á vorin og haustin. Við
hættum ekki að spila golf þó svo að það harðni á
dalnum. Við eum bjartsýn því nú þegar höfum við
fengið margar fyrirspurnir um vorferðirnar. Farþegar
okkar þekkja þjónustu okkar og þökkum við það
traust sem þeir hafa sýnt okkur í gegnum árin með
að treysta okkur fyrir skipulagningu golferðarinnar“
sagði Peter Salmon.
Hin nýja golfdeild ferðaskrifstofunnar VITA verður
með golfferðir á fimm staði í vor og eru þeir allir á
Spáni: Islantilla, El Rompido, Matalascanas, La Quinta
og nýr staður sem heitir Montecastillo. Flogið verður
til Sevilla og er fyrsta brottför páskaferð 4. apríl.
Fararstjórar í golfferðum okkar undanfarin ár eru:
Kjartan L. Pálsson, Sigurður Hafsteinsson, Einar Lyng
Margrét Óskarsdóttir, Peter Salmon og Signhild Borgþórsdóttir á skrifstofu VITA
Hefur spilað 250 golfvelli í 34 löndum!
Peter Salmon hefur að öllum líkindum spilað golf
í fleiri löndum en flestir aðrir íslenskir kylfingar.
Peter, sem er 51 árs, hefur spilað golf á um 250
völlum í 34 löndum. Hann segir að Robert Trent
Jones völlurinn í Spring City í Kunming í Kína sé
besti og flottasti völlur sem hann hafi spilað til
þessa. Peter segist í starfi sínu ekki aðeins hafa
fengið að spila marga frábæra golfvelli, heldur hef-
ur hann einnig fengið tilsögn í íþróttinni frá Seve
Ballesterons og Jose Maria Olazabál.
Löndin sem Peter hefur spilað golf í, eru: Ástralía,
Belgía, Kanada, Kína, Kosta Ríka, Danmörk, Egypta-
land, England, Finnland, Frakkland, Ungverjaland,
Hong Kong, Holland, Ísland, Indland, Indónesía, Ír-
land, Japan, Kenýa, Lúxemborg, Malasía, Marokkó,
Nýja-Sjáland, Noregur, Portúgal, Skotland, Spánn,
Singapore, Suður-Afríka, Taíland, Tyrkland, Banda-
ríkin og Wales.
„Ég tel mig vera mjög heppinn að hafa fengið
tækifæri til að spila golf í öllum þessum löndum.
Það munu væntanlega fleiri lönd bætast við á
næstunni, ég er ekki hættur. Þegar ég hugsa til
baka sé ég mest eftir því að hafa ekki keypt mér
minjagrip frá þessum frábæru völlum,“ sagði Pet-
er sem byrjaði að æfa golf sjö ára gamall í Hong
Kong, en þar er hann fæddur.
„Ef ég ætti að velja þrjá bestu vellina sem ég hef
spilað yrði röðin þessi: 1) Robert Trent Jones völl-
urinn í Spring City í Kunming í Kína, 2) Outeniqua
völlurinn í Fancourt í Suður-Afríku og 3) Rye Golf
club, Sussex í Englandi, en það er minn gamli
heimavöllur.
Hefur sent Íslendinga í golfferðir
til 14 landa
Peter Salmon hefur selt samtals um 20 þúsund
einstaklingum golfferðir frá því hann hóf störf við
að skipuleggja golfferðir hjá Úrval-Útsýn. Starfsfer-
ill hans spannar 16 ár í bransanum. Hér fyrir neð-
an má sjá þau 14 lönd sem Peter og samstarfsfólk
hans hafa verið með skipulagðar hópferðir til:
England
Skotland
Írland
Spánn
Portúgal
S-Afríka
Taíland
Indland
Kenýa
Malasía
Brunei
Kína
Bandaríkin
Tyrkland
Hjaltason, Ingi Rúnar Gíslason, Ólafur H. Jóhannes-
son, Sigurpáll Geir Sveinsson, Örn Ævar Hjartarson,
Helga Möller og Þórdís Geirsdóttir. Ingi Rúnar Gísla-
son og Ólafur H. Jóhannesson hafa veitt golfskólanum
forstöðu.