Golf á Íslandi - 01.12.2008, Blaðsíða 90

Golf á Íslandi - 01.12.2008, Blaðsíða 90
90 GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is Hugsaðir þú aldrei um að fara í atvinnumennsku? „Nei, aðstæður buðu ekki upp á það í þá daga. Það var ekki til að kylfingar færu til dæmis á skólastyrk til Bandaríkjanna eða þess háttar á þeim tíma. Ef aðstæð- ur þá væru eins og núna hefði ég örugglega reynt að fara í atvinnumennsku.“ Er áhuginn hjá þér alltaf jafn mikill á golfinu? „Já, áhuginn er alltaf sá sami, en maður er kannski ekki eins ánægður með höggin og áður. Þó koma alltaf eitt og eitt högg sem maður gleðst yfir. Ég hef farið sjö sinnum holu í höggi og það voru allt högg sem fá mann til að brosa.“ Eins og Björgvin segir þá hefur hann farið sjö sinnum holu í höggi, sem er meira en nokkur annar Íslending- ur getur státað sig af. Fyrsta draumahögginu náði hann á 40 ára afmælisdegi Golfklúbbs Akureyrar árið 1975 og síðan hafa draumahöggin dottið inn með reglulegu millibili, það sjöunda á þessu ári. Hver eru eftirminnilegustu draumahöggin? Eftirminnilegasta höggið! „Eftirminnilegasta hola í höggi var á 18. holunni á Ís- landsmótinu á Jaðarsvelli á Akureyri 1993. Það er smá saga á bak við það. Siggi Pé (Sigurður Pétursson) var í hollinu á undan mér ásamt systursyni mínum Birni Axelssyni. Við Siggi höfðum lagt undir fyrir þennan hring. Við vorum svo sem ekki að spila neitt sérstak- lega vel, en hann var kominn í hús á 76 höggum þegar ég var á 18. teig og búinn með 76 högg. Ég sló af teig og fór holu í höggi og jafnaði við Sigga. Nú verður þú að finna út hvernig það er hægt.“ Blaðamaður gat ekki fundið svar við því og vildi fá nánari útskýringu á þessu. „Eins og áður segir fór ég holu í höggi og lék á 77 höggum og Siggi Pé skrifaði undir vitlaust skor, skrifaði undir hærra skor, 77 högg í stað 76. Þannig að við enduðum báðir á 77 höggum! Já, Björn frændi minn sá um að skrifa fyrir hann og bætti einhverstað- ar við hann höggi og Siggi keypti það. Það var sérstak- lega gaman að fara holu í höggi fyrir framan andlitið á Sigga því hann hafði aldrei náð því þá, en ég held að hann hafi tvisvar farið holu höggi nú síðustu ár.“ „Það var einnig mjög minnistætt þegar ég fór holu í höggi á EM á Ítalíu 1999. Ég notaði 2–járn á þessa holu sem var 230 metrar. Holan var alveg aftast á flöt- inni og ég rétt náði yfir bönkera sem voru fyrir fram- an flötina og rúllaði boltinn yfir alla flötina og beint í holu. Flötin var upphækkuð og maður sá ekki inn á flötina frá teignum. Þeir sem voru í hollinu á undan sáu boltann fara í holuna og fögnuðu mikið. Ég fór einnig holu í höggi á Evrópumótinu Esbjerg í Danmörku 1981 og sló þá með 5-járni. Báðar þessar holur voru númer þettán á völlunum. Svo er síðasta hola í höggi alltaf í fersku minni, en það var á 2. holu á Grafarholtsvelli í sumar. Það var í annað sinn sem ég fer holu í höggi á þeirri braut. Ég á auðvitað erfitt með að gera upp á milli, en það var líka skemmtilegt það sem ég gerði í Esbjerg og á annarri holu í Grafarholtinu í fyrra skiptið vegna þess að þá fóru þær beint í, bara á flugi í holu. Það er sko alvöru!“ Nú er Björgvin orðinn formaður Einherjaklúbbsins, en það er til siðs í þeim klúbbi að sá sem hefur farið oft- ast holu í höggi er sjálfskipaður formaður. Kjartan L. Pálsson hafði verið formaður í mörg ár, en hann hefur sex sinnum farið holu í höggi. Golfklúbbur Reykjavíkur of fjölmennur Björgvin segist ekki vera sáttur við allt í golfinu, sér- staklega er hann óhress með fjölda félagsmanna í Golfkúbbi Reykjavíkur. „Mér finnst þetta vera komið út í algjöra vitleysu hjá Golfklúbbi Reykjavíkur. Þar eru nánast allir meðlimir virkir og eru þeir allir að nota sumarið til að spila. Það er bara hending að maður kemst að á GR-völlunum. Ef maður er ekki við tölv- una á miðnætti þremur sólarhringum áður en maður ætlar að spila þá fær maður varla rástíma. Mér finnst að mörgu leyti vera búið að eyðileggja Golfklúbb Reykjavíkur með því að taka svona marga inn í klúbb- inn. Ég reis upp á síðasta aðalfundi GR og mótmælti þessari fjölgun klúbbmeðlima. Þeir réttlæta fjölgun- ina í klúbbnum með því að stofna til vinavalla samn- inga. Ég gekk ekki í Golfklúbb Reykjavíkur til að spila á Hellu, Suðurnesjum, Akranesi eða í Borgarnesi. Ég hefði helst viljað að GR væri bara með Grafarholtið og ég er á þeirri skoðun að það hefði átti að stofna nýjan klúbb í kringum Korpuna á sínum tíma. Þá hefði myndast skemmtileg samkeppni þar á milli. Ég held að það þurfi að byggja tvo til þrjá velli hér á höfuð- borgarsvæðinu til að anna eftirspurn. Það verður grundvöllur fyrir því þegar þessi bankakreppa er af- staðinn. Flestir sem stunda golf eru vinnandi fólk. Það fólk fer varla að keyra í rúman hálftíma eftir vinnu til „Mér finnst þetta vera kom- ið út í algjöra vitleysu hjá Golfklúbbi Reykjavíkur. Þar eru nánast allir meðlimir virkir og eru þeir allir að nota sumarið til að spila. Það er bara hending að maður kemst að á GR-völl- unum. Ef maður er ekki við tölvuna á miðnætti þremur sólarhringum áður en maður ætlar að spila þá fær maður varla rástíma“. Björgvin á Íslandsmótinu í Eyjum sl. sumar og með Þorsteini Hallgríms að ofan. V I Ð TA L Björgvin Þorsteinsson, sexfaldur Íslandsmeistari, í viðtali við Golf á Íslandi:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Golf á Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.