Golf á Íslandi - 01.12.2008, Síða 91

Golf á Íslandi - 01.12.2008, Síða 91
91GOLF Á ÍSLANDI • DESEMBER 2008 að komast í golf. Það gerir það allavega ekki dag eftir dag. Fólk vill geta stundað golfið eftir vinnu og þurfa ekki að keyra langt í að sækja heimavöllinn.“ Hvernig finnst þér fyrirkomulag að geta pantað rás- tíma á Netinu? „Það er í sjálfu sér ágætt ef það væri gott kerfi. Það er ekki í lagi að einhver einn geti bókað inn margar kenni- tölur í einu og taki þannig frá bestu rástímana hverju sinni. Það er til betra kerfi. Eins og þar sem ég hef verið að spila út í Flórída er hægt að panta tíma viku fram í tímann. Maður getur óskað eftir ákveðnum rástíma, en það er ekki endilega sjálfgefið að maður fái þann tíma. Ef ég er búinn að fá þennan tíma oft áður, fæ ég hann ekki. Tölvan reiknar það út sjálf hvernig raða eigi niður miðað við hvernig menn hafa pantað áður. Það er staðreynd að þetta kerfi hér heima er misnotað. Það eru mjög oft sömu mennirnir sem fá bestu tímana. Svo verður að taka hart á því þegar menn mæta ekki í rástíma. Ég var oft vitni af því í sumar, að það voru kannski allir tímar fullir, en samt voru 2–3 í sumum hollum úti á velli. Nú ert þú farinn að leika á öldungamótaröðinni er það eitthvað sem þú ætlar að leggja áherslu á í fram- tíðinni? „Já, ég var í fyrsta sinn gjaldgengur í öldungamótaröð- ina á þessu ári. Ég vann mér m.a. inn sæti í landsliði öldunga en gaf ekki kost á mér í landsliðsferð vegna þess að ég vildi frekar taka þátt í Íslandsmótinu í golfi sem fram fór í Vestmanneyjum á sama tíma. Ég verð væntanlega með í LEK-mótunum á næsta ári.“ Hvað með öldungamót Evrópu, er ekki spennandi að reyna að komast þanngað? „Ég fór í úrtökumót fyrir Evrópumótaröð öldunga 2003, en komst ekki inn á mótaröðina. Ég var búinn að spila vel þá um sumarið, en það dugar ekki að spila yfir sumarið hér heima og taka síðan tveggja mánaða frí og ætla sér síðan í úrtökumót. Svona eftir á að hyggja hefði ég þurft að spila þessa tvo mánuði erlendis áður en ég fór í mótið. Ég veit að það þýðir ekkert að ala með sér þann draum að maður komist í gegn í þessu móti. Það er alltof sterkt til þess enda aðeins átta efstu sem komast inn á mótaröðina. Það getur hins vegar alveg verið að ég fari í annað úrtökumót svona meira mér til gamans. Þetta eru allt atvinnumenn í golfi með mikla reynslu og eru miklu betri spilarar en við höfum nokkru sinni verið.“ Hvað spilar þú oft í viku? „Ekki nægilega oft, aðallega út af þeim aðstæðum sem ég nefni hér áðan. Ég reyni alltaf að spila þegar það er gott veður, eða þegar ég kemst að á GR-völlunum.“ Björgvin gekk í GR fyrst 1976 þó svo að hann hafi ekki spilað fyrir kúbbinn nema tvö ár. GA er og hefur nær alltaf verið hans aðalklúbbur. Þá hefur hann verið í GV, en það kom til þegar vinur hans, Júlíus Hallgrímsson, stakk upp á því að hann kæmi í GV til að spila í sveita- keppninni. Í sumar keppti hann hins vegar aftur fyrir GA m.a. í seitakeppni öldunga í Leirunni þar sem hann fagnaði sigri eins og svo oft á öðrum vígstöðvum í gegnum árin. Björgvin þekkir það vel að sigra, er mikill keppnismaður og á erfitt með að sætta sig við tap. „Sem dæmi um hve ólíkt þetta er þá slæ ég um 30 metrum lengra af teig en ég gerði þegar ég skoraði sem best. Röffið var oft mun dýpra hér áður fyrr. Sérstaklega eins og á Akureyri, en þar var röffið slegið svona tvisvar á sumri..“ Björgvin að ofan á Íslandsmótinu 1975 og á Akureyri síðar á neðri. Ragnar Ólafs að slá í röffinu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Golf á Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.