Golf á Íslandi - 01.12.2008, Blaðsíða 94

Golf á Íslandi - 01.12.2008, Blaðsíða 94
94 GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is Samkvæmt tölum frá ÍSÍ er golf næst fjölmennasta íþrótt landsins. Þrátt fyrir þann mikla fjölda sem stundar golf þá virðist okkur vera alveg fyrirmunað að halda Íslandsmót í golfi og fá fleiri en 200 áhorf- endur á völlinn á lokadegi. Þetta er skandall. Á sama tíma geta hestamenn haldið Landsmót annað hvert ár og þúsundir flykkjast á svæðið og skemmta sér konunglega í viku. Við hljótum að vera klikka á einhverju. Fram til ársins 2000 voru haldin Landsmót í golfi. Það síðasta fór fram á Akureyri, Sauðárkróki og Húsavík. Slíkar voru orðnar vinsældir þess móts að heildarfjöldi þátttakenda var um 400. Frábært mót og góð skemmtun svona blanda af afrekskeppni og skemmtun. Árið 2001 var í fyrsta sinn haldið Íslands- mót í golfi með því fyrirkomulagi sem leikið er eftir í dag í Grafarholti. Einungis fyrir lágforgjafarkylfinga. Síðan hefur verið leikið á Hellu, Vestmannaeyjum, Akranesi, Leirunni, Oddi, Keili og Vestmannaeyjum. Mótin hafa öll tekist með miklum ágætum nema hvað áhorfendur hefur sárlega vantað. Það hljóta all- ir afreksmenn að vilja hafa áhorfendur. Það eru þeir sem búa til hina raunverulegu keppnisstemmningu. Það gerir sjónvarpsútsendingin ekki, þó fjölmargir golfáhugamenn hafi nánast nagað af sér höndina af spenningi á síðasta Íslandsmóti, þar sem bæði karla og kvennatitillinn vannst eftir bráðabana. Til að draga að áhorfendur þarf kannski að breyta svo- lítið til. Verum alveg heiðarleg með það að ekki er hægt að kalla fullorðinn karlmann með 4,4 í forgjöf afreksmann í golfi. Það er langur vegur þar frá. Þeir sem eru með forgjöf á bilinu ca.3,0 - 5,0 hafa ekkert í Íslandsmót í golfi að gera. Hvað þá að einhver nenni að horfa á þá spila. Þarna getum við tekið hesta- mennina okkur til fyrirmyndar. Knapi fær ekki að keppa á ótaminni bykkju á Landsmóti hestamanna. Haldin eru innanfélagsmót í hestamannafélögum þar sem keppendur vinna sér inn rétt til þátttöku á Landsmóti. Á Landsmótinu keppa svo þeir bestu í hinum ýmsu flokkum, unglinga og fullorðinna. Það sama ætti að gera í golfinu. Halda innanfélags- mót. Láta þá bestu í hverjum klúbbi keppa um þátttökurétt í Íslandsmótinu. Láta unglingaflokka 16 - 18 ára leika á sama velli og flokkar fullorðinna í stað þess að hafa mót afrekskylfinga sem er fyllt upp með miðaldra karlmönnum með forgjöf á bilinu 3-6. Einnig væri hægt að krýna Íslandsmeistara í flokki 19-21 árs og gæti það mögulega unnið gegn brottfalli sem hefur verið mikið í þessum aldurshópi. Samhliða Íslandsmótinu í golfi á svo að bjóða upp á fjölskylduskemmtun til að draga fólk á völlinn. Halda Íslandsmót í púttkeppni, bjóða upp á golfkennslu, vippkennslu, sýningu á golfbúnaði, halda fyrirlestra – í stuttu málið hafa umgjörðina þannig að hún sé áhugaverð fyrir alla sem áhuga hafa á golfi – og allir geti átt hlutdeild í henni. Er ekki kominn tími til að breyta til. Ég sé fyrir mér 5.000 áhorfendur sitjandi aftan við 18. flötina á lokadegi. Vil vekja athygli á því að undirritaður hefur skrifað nokkrar greinar inn á kylfingur.is að undanförnu und- ir dálkahöfundarheitinu „Kylfukast Margeirs“. Margeir Vilhjálmsson. HVAR ERU ÁHORFENDURNIR? Frá Íslandsmótinu á Urriðavelli 2006. Smá slatti af áhorfendum í umspili í kvennaflokki sem Helena Árnadóttir tryggði sér sigur í. Frá Íslandsmótinu á Hvaleyri 2007. Þá var verulegur fjöldi sem fylgdist með spennandi keppni. Birgir Leifur Hafþórsson var þá meðal keppenda og hann dró að sér fleiri áhorfendur í þriðja síðasta holli en síðasta hollið. Tjaldbúðir á Íslandsmótinu 2006, smá tilraun til að gera meira fyrir mótið. Þarna var Golfbúðin í Hafnarfirði t.d. með kynningu. P I S T I L L Margeir Vilhjálmsson skrifar um Íslandsmótið í golfi:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Golf á Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.