Golf á Íslandi - 01.12.2008, Page 94
94 GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is
Samkvæmt tölum frá ÍSÍ er golf næst fjölmennasta
íþrótt landsins. Þrátt fyrir þann mikla fjölda sem
stundar golf þá virðist okkur vera alveg fyrirmunað
að halda Íslandsmót í golfi og fá fleiri en 200 áhorf-
endur á völlinn á lokadegi. Þetta er skandall. Á
sama tíma geta hestamenn haldið Landsmót annað
hvert ár og þúsundir flykkjast á svæðið og skemmta
sér konunglega í viku. Við hljótum að vera klikka á
einhverju.
Fram til ársins 2000 voru haldin Landsmót í golfi.
Það síðasta fór fram á Akureyri, Sauðárkróki og
Húsavík. Slíkar voru orðnar vinsældir þess móts að
heildarfjöldi þátttakenda var um 400. Frábært mót
og góð skemmtun svona blanda af afrekskeppni og
skemmtun. Árið 2001 var í fyrsta sinn haldið Íslands-
mót í golfi með því fyrirkomulagi sem leikið er eftir í
dag í Grafarholti. Einungis fyrir lágforgjafarkylfinga.
Síðan hefur verið leikið á Hellu, Vestmannaeyjum,
Akranesi, Leirunni, Oddi, Keili og Vestmannaeyjum.
Mótin hafa öll tekist með miklum ágætum nema
hvað áhorfendur hefur sárlega vantað. Það hljóta all-
ir afreksmenn að vilja hafa áhorfendur. Það eru þeir
sem búa til hina raunverulegu keppnisstemmningu.
Það gerir sjónvarpsútsendingin ekki, þó fjölmargir
golfáhugamenn hafi nánast nagað af sér höndina af
spenningi á síðasta Íslandsmóti, þar sem bæði karla
og kvennatitillinn vannst eftir bráðabana.
Til að draga að áhorfendur þarf kannski að breyta svo-
lítið til. Verum alveg heiðarleg með það að ekki er
hægt að kalla fullorðinn karlmann með 4,4 í forgjöf
afreksmann í golfi. Það er langur vegur þar frá. Þeir
sem eru með forgjöf á bilinu ca.3,0 - 5,0 hafa ekkert í
Íslandsmót í golfi að gera. Hvað þá að einhver nenni
að horfa á þá spila. Þarna getum við tekið hesta-
mennina okkur til fyrirmyndar. Knapi fær ekki að
keppa á ótaminni bykkju á Landsmóti hestamanna.
Haldin eru innanfélagsmót í hestamannafélögum
þar sem keppendur vinna sér inn rétt til þátttöku á
Landsmóti. Á Landsmótinu keppa svo þeir bestu í
hinum ýmsu flokkum, unglinga og fullorðinna.
Það sama ætti að gera í golfinu. Halda innanfélags-
mót. Láta þá bestu í hverjum klúbbi keppa um
þátttökurétt í Íslandsmótinu. Láta unglingaflokka
16 - 18 ára leika á sama velli og flokkar fullorðinna í
stað þess að hafa mót afrekskylfinga sem er fyllt upp
með miðaldra karlmönnum með forgjöf á bilinu 3-6.
Einnig væri hægt að krýna Íslandsmeistara í flokki
19-21 árs og gæti það mögulega unnið gegn brottfalli
sem hefur verið mikið í þessum aldurshópi.
Samhliða Íslandsmótinu í golfi á svo að bjóða upp á
fjölskylduskemmtun til að draga fólk á völlinn. Halda
Íslandsmót í púttkeppni, bjóða upp á golfkennslu,
vippkennslu, sýningu á golfbúnaði, halda fyrirlestra
– í stuttu málið hafa umgjörðina þannig að hún sé
áhugaverð fyrir alla sem áhuga hafa á golfi – og allir
geti átt hlutdeild í henni.
Er ekki kominn tími til að breyta til. Ég sé fyrir mér
5.000 áhorfendur sitjandi aftan við 18. flötina á
lokadegi.
Vil vekja athygli á því að undirritaður hefur skrifað
nokkrar greinar inn á kylfingur.is að undanförnu und-
ir dálkahöfundarheitinu „Kylfukast Margeirs“.
Margeir Vilhjálmsson.
HVAR ERU ÁHORFENDURNIR?
Frá Íslandsmótinu á Urriðavelli 2006. Smá slatti af áhorfendum í
umspili í kvennaflokki sem Helena Árnadóttir tryggði sér sigur í.
Frá Íslandsmótinu á Hvaleyri 2007. Þá var verulegur fjöldi sem fylgdist með spennandi keppni. Birgir Leifur Hafþórsson var þá meðal
keppenda og hann dró að sér fleiri áhorfendur í þriðja síðasta holli en síðasta hollið.
Tjaldbúðir á Íslandsmótinu 2006, smá tilraun til að gera meira
fyrir mótið. Þarna var Golfbúðin í Hafnarfirði t.d. með kynningu.
P I S T I L L Margeir Vilhjálmsson skrifar um Íslandsmótið í golfi: