Golf á Íslandi - 01.12.2008, Side 104

Golf á Íslandi - 01.12.2008, Side 104
104 GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is G O L F Á R I Ð 0 8 spurt & svarað Náðir þú þínum markmiðum í golfinu sl. sumar? „Já ég náði flest öllum markmiðum mínum, nema kannski forgjöfinni.“ Hvað er eftirminnilegasta mótið, og hvers vegna? „Eftirminnilegasta mótið er Íslandsmótið í höggleik vegna þess að ég spilaði mitt besta golf þar.“ Hvert er eftirminnilegasta höggið í sumar, getur þú lýst því? „Eftirminnilegasta höggið er „eagle“ pútt sem ég átti á 5. holu fyrsta daginn í Íslandsmótinu í höggleik. Ég var fremst á flötinni og ég var ca. 20 metra frá holunni og ég setti púttið niður.“ Hefur þú sett þér markmið fyrir næsta sumar, og hver eru þau? „Nei, ég hef ekki gert það. Ég fer þó í öll mót til þess að vinna þau.“ Hver er að þínu mati efnilegasti kylfingur Íslands 2008? „Það er Guðrún Brá Björgvinsdóttir.“ Náðir þú þínum markmiðum í golfinu sl. sumar? „Nei, fannst ég spila lélega í sumar. Þetta var stöðugt leiðinlegt golf, þar sem vantaði uppá að detta inná einn-tvo frábæra hringi.“ Hvað er eftirminnilegasta mótið, og hvers vegna? „Lokamótið á Kaupþingsmótinu sem fram fór á Urriðavelli. Þar endaði ég í 2. sæti. Spilaði á besta skorinu seinni daginn í vonda veðrinu 73 (+1). Þessi árangur kom mér upp í 3. sætið á stigalista Kaupþingsmótaraðarinnar, sem er það besta sem ég hef náð hingað til.“ Hvert er eftirminnilegasta höggið í sumar, getur þú lýst því? „Eftirminnilegasta höggið var sigurpútt á 18. holu á Akranesi í sveitakeppninni. Ég var að spila við Birgi Guðjónsson (GR) í æsispennandi leik og við strákarnir í GKG vorum nýbúnir að jafna í öllum leikjum og ég var með 2ja metra pútt fyrir sigri, upp í móti með smá sveig til vinstri, sem ég setti svo í fyrir 3-2 sigri GKG í leik um bronsið.“ Hefur þú setti þér markmið fyrir næsta sumar, og hver eru þau? „Markmiðin eru að verða sterkari og liðugri líkamlega. Verða stöðugari golfari með því að æfa samkvæmt æfingarprógrammi og njóta þess að spila golf.“ Hver er að þínu mati efnilegasti kylfingur Íslands 2008? „Að mínu mati er það Ólafía Þórunn Kristinsdótt- ir. Hún er með flottustu sveiflu sem ég hef séð og með réttann persónuleika til þess að komast alla leið.“ Markmiðin eru að verða sterkari og liðugri líkamlega Alfreð Brynjar Kristinsson, GKG: Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR: „Náði flest öllum markmiðum mínum“ Náðir þú þínum markmiðum í golfinu sl. sumar? „Já, og ég er rosalega þakklát fyrir það.“ Hvað er eftirminnilegasta mótið, og hvers vegna? „Harder German. Vegna þess að þá spilaði ég besta hring ævinnar og var þá í leiðinni líka að spila í fyrsta skipti undir pari, -1. Svo vann ég líka pitch-keppnina var 28 cm frá og endaði í 5. sæti í drive-keppni með 241 metra högg.“ Hvert er eftirminnilegasta höggið í sumar, getur þú lýst því? „Eftirminnilegasta holan var í Þýskalandi. Meðspilari minn sló fyrst af teig og fór næstum holu í höggi en boltinn rúllaði tvo metra frá. Þar á eftir sló hin stelpan í hollinu, fór næstum líka holu í höggi og sá bolti rúllaði einn og hálfan meter frá. Síðan kom að mér, ég sló og fór líka næstum því holu í höggi nema sá bolti endaði um 30 cm frá. Þetta var mjög eftirminni- legt atvik. Það var líka frábær og jákvæð stemning í hollinu. Enda spiluðum við allar vel þennan hring.“ Hefur þú setti þér markmið fyrir næsta sumar, og hver eru þau? „Já. Ég ætla að vinna sem flest mót. Vinna a.m.k einn Íslandsmeistaratitil, helst fleiri. Ná forgjöfinni nálægt 1 og fá gott meðalskor.“ Hver er að þínu mati efnilegasti kylfingur Íslands 2008? „Ég veit það ekki alveg, það eru svo margir efnilegir. Kannski Haddi, Gummi eða Axel Bó.“ Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR: Spilaði besta hring ævinnar á HARDER GERMAN
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Golf á Íslandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.