Golf á Íslandi - 01.12.2008, Blaðsíða 122

Golf á Íslandi - 01.12.2008, Blaðsíða 122
122 GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is G O L F fréttir Aðalfundur Nesklúbbsins var haldinn 29. nóvem- ber síðastliðinn. Tæplega 80 félagar í klúbbnum sátu fundinn. Lögð var fram skýrsla stjórnar sem og reikningar sem voru samþykktir samhljóða. Helstu tölur úr rekstri klúbbsins voru að rekstrar- tekjur voru um 50 milljónir og rekstrargjöld um 37 milljónir. Eftir framkvæmdir og fjárfestingar var hagnaður tæplega 8 milljónir. Heildarskuld- ir klúbbsins eru bókfærðar 1,2 milljónir króna. Samþykkt var lítilleg hækkun á félagsgjöldum fyrir næsta ár, eða tæplega 6% af gjaldskrá fyrra starfsárs. Þær breytingar urðu á stjórn að Þorvaldur Jóhannesson kemur inn sem ritari í stað Hauks Óskarssonar. Aðrir stjórnarmeðlimir gáfu kost á sér áfram og er stjórn klúbbsins því þannig skipuð ásamt Þorvaldi: Eggert Eggertsson formaður, Kristín Jónsdóttir varaformaður, Geir- arður Geirarðsson gjaldkeri og Þorkell Helgason meðstjórnandi. Varamenn í stjórn eru þeir Jónas Hjartarson og Arnar Friðriksson. Ingvi Árnason var kjörinn nýr formaður Golf- klúbbs Borgarness á aðalfundi klúbbsins í nóvem- ber. Hann tekur við af Guðmundi Eiríkssyni, sem verið hefur formaður í nokkur ár. Farið var yfir skýrslu stjórnar og reikninga síðasta árs á fundin- um og voru þeir samþykktir samhljóða. Félagsgjöld verða óbreytt á milli ára. Heildartekj- ur klúbbsins á síðasta starfsári námu 44 millj- ónum króna og gjöld 27,5 milljónir. Hagnaður klúbbsins, að frádregnum fjármagnsgjöldum og afskriftum, var 5,6 milljónir króna. Töluverð aukning var á umferð um völlinn frá fyrra ári. Í sumar voru spilaðir 13.600 hringir á Hamarsvelli á móti 11.000 árið áður. GB hefur verið með vinavallasamninga við nokkra klúbba og voru GR-ingar duglegastir að sækja völlinn, en 1.221 GR-ingur nýtti sér vinavallasamninginn. Félagar í GO heimsóttu völlinn 743 sinnum og GKG 432 sinnum. Stjórn GB er þannig skipuð: Formaður: Ingvi Árnason Varaform.: Hreinn Vagnsson Ritari: Hans Egilsson Gjaldkeri: Jón J.Haraldsson Meðstjórnandi: Björgvin Óskar Bjarnason Framkvæmdastjóri GB er Jóhannes Ármannsson. Ísmar flytur inn og selur tvær gerðir af fjarlægðarmæl- um, sem eru sérstaklega hannaðir fyrir kylfinga. Þeir heita Bushnell PinSeeker 1500 og Bushnell Yardage Pro Sport 450. Fyrir þá sem ekki vita hvernig fjarlægð- armælir virkar þá getur kylfingurinn á auðveldan hátt séð nákvæmlega fjarlægðir í kíkinum, eins og t.d. frá þeim stað sem hann stendur á brautinni, og að flaggi inn á flöt. Nákvæmni tækisins er plús-mínus einn me- tri. Þá þolir hann vel íslenska veðráttu og er algjörlega vatnsheldur. Notkun fjarlægðarmælis flýtir leik og eru þessar tvær gerðir, sem Ismar er með til sölu, löglegar í keppnisgolfi á Íslandi. Jón Tryggvi Helgason, framkvæmdastjóri Ísmar, segir að kylfingar um allan heim hafi sýnt þessu tæki aukinn áhuga síðustu ár og sérstaklega hér heima í sumar. „Það hefur sannað sig að fjarlægðarmælir flýt- ir fyrir leik. Sérstaklega er hann góður þegar kylfingur lendir utan brauta þar sem erfitt er að sjá merkingar inn á brautinni. Við sem erum kannski lakari kylfingar viljum svolítið slá út fyrir brautirnar og þar kemur kíkirinn að góðum notum. Eins kemur hann sér afar vel fyrir betri kylfinga sem vita nákvæmlega hvað þeir slá langt með hverju verkfæri. Það er gott fyrir þá að vita upp á hár hvað langt er í holu,“ sagði Jón Tryggvi. Ismar er eins og áður segir með tvær gerðir af fjar- lægðarmælum fyrir kylfinga, en framkvæmdastjórinn segir talsverðan mun á gæðum enda verðmunur töluverður. Sá stærri Bushnell PinSeeker 1500 er mun næmari, með hraðari aflestur og skynjar betur lítil „target“ sem miðað er á. Það er miklu meiri stækkun í honum, auðvelt að draga að og stækka. Hægt að skjóta leisernum beint á flaggstöngina og sjá fjarlægð- ina mjög nákvæma. Langdrægni hans er allt upp í 1.200 metra og dregur í raun miklu meira en menn eru að slá í golfinu. Hann kostar 57.917 krónur. Sá minni, Bushnell Yardage Pro Sport 450, er ekki eins langdrægur, tekur allt upp í 700 metra á vegg og um 200 metra í flagg. Með þessum kíki getur verið gott að skjóta leisernum á kylfinga sem eru á flötinni til að fá betra endurkast því hann er ekki eins næmur og sá dýrari. Eins og alltaf spilar svolítið saman verð og gæði. Þessi tegund kostar 27.543 krónur. „Ég mæli með þessu tæki í jólapakkann hjá kylfingum, sérstaklega fyrir þá kylfinga sem eiga allt annað „dót“ sem tilheyrir golfinu. Sumum gæti kannski þótt þetta tæki vera dýrt, sérstaklega þessi fullkomnari kíkir. Þá má geta þess til gaman að hann ekki eins dýr og góð- ur dræver, sem sumir eru að skipta um nánast árlega. Svona kíkir endist til fjölda ára. Það er ekki hægt að lesa hæðarmun út úr þessum kíkjum, enda má ekki nota þannig verkfæri í golf- mótum. Við eigum reyndar aðra útgáfu sem tekur hæðarmun inn líka og geta þeir hentað vel til dæmis fyrir golfklúbba sem eru að mæla upp velli hjá sér,“ sagði Jón Tryggvi. Horft er beint í gegnum kíkinn og á innbyggðan skjá. Þetta minnkar líkur á skekkju í mælingu heldur en ef aflestrarskjár væri til hliðar við optikina í kíkinum. Einnig eykur þetta líkur á því að lasergeislinn fari beint á það sem miðað er á og endurkastið fari beint til baka í kíkinn til að auka nákvæmni í mælingu. Ismar flytur þessa mæla inn frá Bandaríkjunum og eru þeir seldir hjá þeim í verlsuninni að Síðumúla 28 í Reykjavík og eins er hægt að fá þá í flestum golfversl- unum landsins. FJARLÆGÐARMÆLIR FLÝTIR LEIK Hagnaður hjá NK Ingvi er nýr formaður GB Gísli Svanur Gíslason, sölustjóri Ismar, með Bushnell PinSeeker 1500 fjarlægðarmælinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Golf á Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.