Golf á Íslandi - 01.12.2008, Síða 124

Golf á Íslandi - 01.12.2008, Síða 124
124 GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is G O L F fréttir Hagnaður GKG af daglegum rekstri nam tæplega 19 milljónum króna, en að frádregnum fjármagnsgjöld- um og afskriftum var tap upp á rúmar 12 milljónir, að því er fram kemur í árskýrslu klúbbsins sem lögð var fram á aðalfundi GKG í lok nóvember. Rekstrar- tekjur klúbbsins á starfsárinu námu rúmlega 134 milljónum króna. Heildarskuldir GKG eru rúmar 90 milljónir króna. Á fundinum var samþykkt að fullt ár- gjald verði óbreytt frá síðasta ári og að inntökugjöld verði felld niður tímabundið á því næsta. Guðmundur Oddsson var endurkjörinn sem formaður kúbbsins. Á fundinum var samþykkt að fullt árgjald verði óbreytt frá síðasta ári og að inn- tökugjöld verði felld niður tímabundið á því næsta. Guðmundur sagði að nú væru ýmsar blikur á lofti, sem örugglega muni breyta ýmsum áformum og seinka þeim framtíðarplönum sem stjórn GKG hefur verið að vinna að varðandi félags- og æfingaaðstöðu klúbbsins. Þá segir í skýrslu stjórnar að rekstur klúbbsins væri erfiður og nauðsynlegt að skoða alla þætti hans frá grunni og gæta verði mikils aðhalds til að endar nái saman. „Við verðum að skera niður útgjöld eins mikið og við mögulega getum og draga verulega úr öllum framkvæmdum. Þá eru allir okkar tekjupóstar í mikilli óvissu, en þar skiptir félagafjöldinn mestu. Við lok þessa starfsárs eru félagar alls 1.569, en voru 1.591 við lok síðasta árs. Félagsgjöldin vega 60 - 65% af heildartekjum klúbbsins og því skiptir miklu að halda öllum sínum félögum. Það er alveg ljóst að á næsta ári mun mjög reyna á félagsanda klúbbfélaga og skora ég því á alla að bregðast skjótt við þegar leitað verður eftir auknu sjálfboðastarfi á komandi sumri. Við verðum að gera okkur ljóst, að ef við ætlum að halda vellinum og raunar öllu starfinu í klúbbnum í þokkalegu standi, þá verða félagsmenn að koma meir til starfa en áður hefur verið.“ Þá kemur fram í skýrslunni að GKG hafi óskað eftir því við mótanefnd GSÍ að halda Íslandsmótið í högg- leik árið 2014 þegar klúbburinn heldur upp á 20 ára afmæli sitt. Stjórn GKG er þannig skipuð: Guðmundur Oddsson, formaður Jón Snorri Snorrason, varaformaður Hjörleifur Hringsson, gjaldkeri Bergþóra Sigmundsdóttir, ritari Kristinn Jörundsson, meðstjórnandi Gunnar Jónsson, meðstjórnandi Símon Kristjánsson, meðstjórnandi RÚMLEGA 12 MILLJÓNA KRÓNA TAP Á REKSTRI GKG Aðalfundur Golfklúbbsins Odds og Golfklúbbs Oddfellow var haldinn í lok nóvember. Fundinn sátu 120 félagsmenn og var farið yfir skýrslu stjórnar og reikninga síðasta árs sem voru síðan samþykkt samhljóða. Síðan var farið yfir rekstraráætlun næsta árs og félags- og vallagjöld fyrir árið 2009 samþykkt. Félagsgjöld verða óbreytt á milli ára. Hagnaður klúbbsins af daglegum rekstri var rúmar 27 milljónir króna, en að frádregnum fjármagnsgjöldum og afskriftum var tap upp á rúmar 10 milljónir. Ljóst er að næsta ár verður þungt í rekstri vegna aðstæðna í þjóðfélaginu. Félagsmenn í GO eru nú 1.396 talsins. Páll Kristjánsson var endurkjörinn sem formaður klúbbsins. Breytingar urðu á stjórn GO: Reynir Þórð- arson og Óli Öder Magnússon komu inn í staðin fyrir Hauk Örn Birgisson og Valdimar Olsen. Í stjórn GOF komu Guðmundína Ragnarsdóttir, Reynir Þórðarson og Þórður Ingason, fyrir Birgi Ottósson, Valdimar Ol- sen og Sigríði Káradóttur. Var þeim öllum þakkað góð störf. Í skýrslu stjórnar kom fram að starfsárið hefði verið mjög gott og enn og aftur stígandi í allri starfsemi. Metaðsókn er á bæði Urriðavöll og Ljúfling en klúbburinn tók einnig að sér rekstur Setbergsvallar sem kom vel út. Árangur afreksfólks var einnig mjög góður og félagsstarf í miklum blóma. Undir önnur mál voru fyrirspurnir og umræður um ýmis störf nefnda svo sem mótamál, afreksmál og fleira. Vegna sérlegra góðrar mætingar og skemmti- legrar umræðu er stefnt á að hafa opna félagsfundi reglulega þar sem félögum gefst kostur á að koma málefnum sínum á framfæri. Fundargerð aðalfundar er að finna á heimasíðu GO. Óbreytt félagsgjöld hjá GO tap upp á rúmar 10 milljónir kr.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Golf á Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.