Golf á Íslandi - 01.10.2016, Page 12

Golf á Íslandi - 01.10.2016, Page 12
Axel Bóasson úr Keili tryggði sér stigameistaratitilinn á Eimskipsmóta­ röðinni með sigri á Securitasmótinu í Grafarholti. Þetta er í annað sinn sem Axel er stigameistari og varði hann titilinn frá því í fyrra. Keilismaðurinn náði frábærum árangri á þeim mótum sem hann tók þátt á. Á tímabilinu 2016 lék Axel aðeins á þremur mótum af alls sex. Hann varð tvívegis í efsta sæti og í öðru sæti á einu móti. Umtalsverð hækkun á verðlaunafé til atvinnukylfinga var á meðal þeirra breytinga sem gerðar voru fyrir Eimskipsmótaröðina 2016. Axel, sem er með keppnisrétt á Nordic League atvinnumótaröðinni, fékk því 500.000 kr. fyrir stigameistaratitilinn. Gylfi Sigfússon forstjóri Eimskips og Haukur Örn Birgisson forseti GSÍ afhentu Axel ávísunina á glæsilegu lokahófi sem fram fór í Grafarholtinu. Árangur Axels á Eimskipsmótaröðinni 2016: Egils Gull mótið: Tók ekki þátt. Símamótið: Tók ekki þátt. KPMG–bikarinn, Íslandsmótið í holukeppni: Tók ekki þátt. Borgunarmótið: 1. sæti. Íslandsmótið í golfi: 2. sæti. Securitasmótið: 1. sæti. Þetta er í 28. sinn sem stigameistari er krýndur í lok keppnistímabilsins á Íslandi. Það var fyrst gert árið 1989. Björgvin Sigurbergsson úr Keili hefur oftast fagnað þessum titli eða alls fjórum sinnum en Hlynur Geir Hjartarson úr GOS kemur þar næstur með þrjá stigameistaratitla. Gylfi Sigfússon forstjóri Eimskipafélagsins, Axel Bóasson og Haukur Örn Birgisson forseti GSÍ. Mynd/seth@golf.is Gylfi Sigfússon forstjóri Eimskipafélagsins, Ragnhildur Kristinsdóttir og Haukur Örn Birgisson forseti GSÍ. Mynd/seth@golf.is Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR fagnaði sínum fyrsta stigameistaratitli á Eimskipsmótaröðinni en hún var ávallt á meðal þeirra efstu á þeim sex mótum sem hún tók þátt í á Eimskipsmótaröðinni 2016. GR-ingurinn endaði tvívegis í öðru sæti og varð alls þrívegis á verðlaunapalli á mótum sumarsins. Ragnhildur er fædd árið 1997 og hefur hún á undanförnum misserum skipað sér í fremstu röð á Íslandi. Þetta er í 28. sinn sem keppt er um stiga­ meistaratitlinn í kvennaflokki á Íslandi. Ragnhildur Sigurðardóttir úr GR hefur oftast fagnaði þessum titli eða níu sinnum alls. Árangur Ragnhildar á Eimskipsmótaröðinni 2016: Egils Gull mótið: 4. sæti. Símamótið: 4. sæti. KPMG–bikarinn, Íslandsmótið í holukeppni: 2. sæti. Borgunarmótið, Hvaleyrarbikarinn: 5. sæti. Íslandsmótið í golfi: 6. sæti. Securitasmótið: 2.-3. sæti. – Keilismaðurinn varði stigameistaratitilinn á Eimskipsmótaröðinni – Ragnhildur stigameistari í fyrsta sinn á Eimskipsmótaröðinni Axel fékk 500.000 kr. Nýtt nafn á bikarinn kvika.is 12 GOLF.IS - Golf á Íslandi Stigameistarar GSÍ
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131

x

Golf á Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.