Golf á Íslandi - 01.10.2016, Page 12
Axel Bóasson úr Keili tryggði sér stigameistaratitilinn á Eimskipsmóta
röðinni með sigri á Securitasmótinu í Grafarholti. Þetta er í annað sinn sem
Axel er stigameistari og varði hann titilinn frá því í fyrra. Keilismaðurinn
náði frábærum árangri á þeim mótum sem hann tók þátt á. Á tímabilinu
2016 lék Axel aðeins á þremur mótum af alls sex. Hann varð tvívegis í efsta
sæti og í öðru sæti á einu móti.
Umtalsverð hækkun á verðlaunafé til
atvinnukylfinga var á meðal þeirra breytinga
sem gerðar voru fyrir Eimskipsmótaröðina
2016. Axel, sem er með keppnisrétt á
Nordic League atvinnumótaröðinni, fékk
því 500.000 kr. fyrir stigameistaratitilinn.
Gylfi Sigfússon forstjóri Eimskips og Haukur
Örn Birgisson forseti GSÍ afhentu Axel
ávísunina á glæsilegu lokahófi sem fram fór
í Grafarholtinu.
Árangur Axels á
Eimskipsmótaröðinni 2016:
Egils Gull mótið: Tók ekki þátt.
Símamótið: Tók ekki þátt.
KPMG–bikarinn, Íslandsmótið í
holukeppni: Tók ekki þátt.
Borgunarmótið: 1. sæti.
Íslandsmótið í golfi: 2. sæti.
Securitasmótið: 1. sæti.
Þetta er í 28. sinn sem stigameistari er
krýndur í lok keppnistímabilsins á Íslandi.
Það var fyrst gert árið 1989. Björgvin
Sigurbergsson úr Keili hefur oftast fagnað
þessum titli eða alls fjórum sinnum en
Hlynur Geir Hjartarson úr GOS kemur þar
næstur með þrjá stigameistaratitla.
Gylfi Sigfússon forstjóri Eimskipafélagsins, Axel Bóasson og Haukur Örn Birgisson forseti GSÍ.
Mynd/seth@golf.is
Gylfi Sigfússon forstjóri Eimskipafélagsins, Ragnhildur Kristinsdóttir og Haukur Örn Birgisson
forseti GSÍ. Mynd/seth@golf.is
Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR fagnaði sínum fyrsta stigameistaratitli á Eimskipsmótaröðinni en hún var ávallt á
meðal þeirra efstu á þeim sex mótum sem hún tók þátt í á Eimskipsmótaröðinni 2016. GR-ingurinn endaði tvívegis
í öðru sæti og varð alls þrívegis á verðlaunapalli á mótum sumarsins. Ragnhildur er fædd árið 1997 og hefur hún á
undanförnum misserum skipað sér í fremstu röð á Íslandi.
Þetta er í 28. sinn sem keppt er um stiga
meistaratitlinn í kvennaflokki á Íslandi.
Ragnhildur Sigurðardóttir úr GR hefur
oftast fagnaði þessum titli eða níu sinnum
alls.
Árangur Ragnhildar á
Eimskipsmótaröðinni 2016:
Egils Gull mótið: 4. sæti.
Símamótið: 4. sæti.
KPMG–bikarinn, Íslandsmótið í
holukeppni: 2. sæti.
Borgunarmótið, Hvaleyrarbikarinn:
5. sæti.
Íslandsmótið í golfi: 6. sæti.
Securitasmótið: 2.-3. sæti.
– Keilismaðurinn varði stigameistaratitilinn á Eimskipsmótaröðinni
– Ragnhildur stigameistari í fyrsta sinn á Eimskipsmótaröðinni
Axel fékk 500.000 kr.
Nýtt nafn á bikarinn
kvika.is
12 GOLF.IS - Golf á Íslandi
Stigameistarar GSÍ