Golf á Íslandi - 01.10.2016, Síða 20

Golf á Íslandi - 01.10.2016, Síða 20
Fjórir erlendir atvinnukylfingar tóku þátt á Securitasmótinu á Eimskips­ mótaröðinni sem fram fór á Grafarholtsvelli í ágúst. Þetta er í fyrsta sinn sem erlendir kylfingar keppa á Eimskipsmótaröðinni en keppt var um GR-bikarinn í fyrsta sinn á þessu móti. Ragnar Baldursson varaformaður GR segir í samtali við Golf á Íslandi að tilraunin hafi heppnast mjög vel og í raun vonum framar. „Markmið okkar var að leikmönnum liði vel í GR-bikarnum og upplifun þeirra væri sem ánægjulegust. Hluti af því var að fá erlenda leikmenn til leiks. Þessir leikmenn eru góðir kylfingar og allir verið að leika á ProGolf mótaröðinni sem Þórður Rafn Gissurarson hefur leikið á undanfarin misseri. Allt saman góðir drengir og atvinnumenn fram í fingurgóma. Það var augljóst að íslensku keppendurnir voru spenntir að fá tækifæri að keppa við þá og markmiðinu var því náð hvað þetta varðar,“ segir Ragnar en GR-ingarnir Þórður Rafn og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir aðstoðuðu við að fá erlendu kylfingana til landsins. „Upphaflega ætluðum við að fá tvo karla og tvær konur erlendis frá í þetta mót. Því miður var mikið um að vera í kvennagolfinu í Evrópu á þessum tíma og þær konur sem höfðu lýst yfir áhuga gátu ekki komið. Niðustaðan var því að fá fjóra karla og það var áhugi frá fleirum að koma. Mér sýnist að það gæti orðið niðurstaðan að tveir til fjórir leikmenn af hvoru kyni mæti til leiks í GR- bikarinn árið 2017.“ Ragnar bætir því við að það sé mikilvægt fyrir íslenska kylfinga að fá samanburð hvar þeir standi með reglulegu millibili og GR- bikarinn eigi að vera slíkt mót. „Með breytingunum sem gerðar voru á Eimskipsmótaröðinni á þessu ári fá eingöngu allra bestu íslensku kylfingarnir taka þátt í GR-bikarnum. Við stefnum á að verðlauna þá m.a. með því að fá að máta sig við erlenda atvinnukylfinga í keppni hér heima. Það er mjög mikilvægt að þessi samanburður fari reglulega fram svo við vitum hvar við stöndum með okkar bestu kylfinga. Það er varla hægt að hugsa sér það betra en að fá þennan samanburð fyrir 50 bestu íslensku kylfingana á einu og sama mótinu. Það er ekki markmið í sjálfu sér að fá hingað ofurstjörnur í golfinu heldur leikmenn sem okkar bestu leikmenn geta borið sig saman við. Það væri þó vissulega gaman að fá erlenda stórstjörnu til að taka þátt í mótinu í framtíðinni. GR- bikarinn í ár var mikil golfsýning þar sem nokkrir leikmenn jöfnuðu vallarmetið á Grafarholtsvelli, þar á meðal einn erlendi leikmaðurinn. Golfklúbbur Reykjavíkur stefnir á að halda áfram með GR-bikarinn á sömu braut með opnum huga fyrir nýjum áskorunum og tækifærum. Við erum þakklát Securitas, Eimskip, GSÍ, veðurguðunum, Þórði Rafni og fjölskyldu og öðrum þeim sem áttu með þátttöku sinni eða annarri aðkomu þátt í að gera mótið að skemmtilegum golfviðburði,“ sagði Ragnar Baldursson. – heimsókn fjögurra erlendra kylfinga á Eimskipsmótaröðina tókst vonum framar Tilraun sem heppnaðist vel Bernhard Reiter frá Austurríki tók þátt á Securitasmótinu. Mynd/seth@golf.is Grafarholtsvöllur skartaði sínu fegursta á Securitasmótinu. Mynd/seth@golf.is Liam Robinson frá Englandi slær hér á 1. teig á Grafarholtsvelli. Mynd/seth@golf.is TIL ÖRYGGIS Í NÆSTUM 40 ÁR Heimavörn - beintengdu heimilið við stjórnstöð Securitas Sumarhúsavörn - njóttu þess að vera að heiman Öryggishnappar - hugarró fyrir þig og aðstandendur Myndeftirlit - góð yfirsýn sem eykur öryggi þitt Við hvetjum þig til að skoða hvernig lausnir Securitas geta aukið öryggi þitt og þinna Kynntu þér þjónustuframboð Securitas á heimasíðu okkar www.securitas.is eða hafðu samband í síma 580-7000 Öflugt viðbragðsafl á öllum tímum – Okkar vakt lýkur aldrei Firmavörn - sniðin að þörfum þíns fyrirtækis Brunaviðvörunarkerfi - lausnir fyrir allar aðstæður Slökkvikerfi - ásamt öflugri slökkvitækjaþjónustu Vöruvernd - öryggislausnir sem stöðva þjófnað Atvinnulífið Securitas hefur að bjóða öryggiskerfi í fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum en jafnframt sérsniðnar lausnir fyrir mismunandi þarfir: Heimilislífið Securitas býður fjölbreytta þjónustu fyrir einstaklinga og fjölskyldur sem vilja huga að öryggi sínu: Skip og bátar - öryggisbún- aður og öryggiskerfi á sjó Gæsla - mönnuð gæsla, fjargæsla og forvarnir Myndeftirlit - myndavélar, vöktun og betri yfirsýn Aðgangsstýring - fullkomið innbrota- og aðgangsstýrikerfi Akstursþjónusta - sérþjálfaðir ökumenn og öryggi alla leið Heilbrigðislausnir - sjúkra- kallkerfi, öryggishnappar og umönnunarkerfi Námskeið - ýmis öryggis- námskeið í boði fyrir fyrirtæki og stofnanir Slökkvitæki - öryggisvörur fyrir heimilið og bílinn 20 GOLF.IS - Golf á Íslandi Tilraun sem heppnaðist vel
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131

x

Golf á Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.