Golf á Íslandi - 01.10.2016, Side 24

Golf á Íslandi - 01.10.2016, Side 24
Vinkonurnar eru félagar í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. Ragnheiður er tiltölulega nýflutt á höfuðborgarsvæðið. Hún starfar hjá Eimskip en Hulda starfar hjá TVG Zimsen sem er dótturfélag Eimskips. Golf á Íslandi ræddi við þær Huldu og Ragnheiði á dögunum þar sem þær voru að leika golf með Birni Steinari Stefánssyni (Bjössa) eiginmanni Huldu og 9 ára barnabarni þeirra, Árna Birni. Veðrið var frábært eins og flesta daga í ágústmánuði og þær Hulda og Ragnheiður sögðu golfsögu sína í stuttu máli. Ragnheiður: „Ég flutti hingað á höfuðborgarsvæðið í ágúst í fyrra frá Siglufirði. Ég byrjaði í golfi á Siglufirði eftir að Hulda og Bjössi skoruðu á mig að byrja. Hulda: „Mér fannst golf alveg fáránlega asnaleg íþrótt og leiðinleg. Ég var búin að segja lengi að ég ætlaði aldrei að byrja í þessu, aldrei. Ég fór í golfmót með Bjössa fyrir mörgum árum og fannst þetta alveg glatað.“ Ragnheiður: „Við fórum m.a. til Suður- Afríku þrjú saman árið 2011 þar sem dvalið var á golfsvæði og Bjössi var sá eini sem lék golf á þeim tíma. Hann var reyndar alltaf að ýta því að okkur að koma og prófa en við snerum okkur bara við í sólbaðinu og létum þetta sem vind um eyru þjóta.“ Hulda: „Í ágúst árið 2011 gerðist það að vinnufélagar mínir í TVG Zimsen hálfpartinn píndu mig í fyrirtækjamót í Bakkakoti. Ég sagði að þau væru rugluð að reyna þetta þar sem ég hefði ekki einu sinni áhuga á að fara í golf með manninum mínum. Ég lét undan hópþrýstingnum og fór í Texas Scramble mót með þeim. Það var bara ótrúlega skemmtilegt og það gerðist eitthvað á þeim degi sem ég get ekki útskýrt. Ég tryggði liðinu mínu sigur á lokaholunni með því að setja niður langt pútt. Og ég kom mjög ánægð heim.“ Ragnheiður: „Ég byrjaði ekki fyrr en ég fékk þau skilaboði frá Huldu og Bjössa að ég þyrfti að byrja í golfi til þess að fá að „hanga“ með þeim. Allt á léttu nótunum samt en ég tók þessari áskorun og byrjaði bara á því að mæta í golfmót á Siglufirði. Hulda og Bjössi komu í heimsókn norður á Siglufjörð þar sem Hulda ætlaði að taka þátt í kvennamóti. Ég var búin að öngla saman alls konar golfdrasli úr bílskúrum bæjarins fyrir mig. Eldgamalt dót sem enginn vildi nota. Ég mætti síðan út á Hólinn þar sem golfvöllurinn er og þar var markmiðið að slá nokkra bolta og fá leiðbeiningar frá Bjössa. Eftir að hafa slegið þrjá bolta horfði ég á Bjössa og sagði að þessu myndi ég ekki nenna. Ég ákvað að vera bara með í mótinu og mætti á teig með nokkrum konum sem þar voru. Ég tók Bjössa með mér og hann var titlaður sem leiðbeinandinn í þessum ráshóp. Þær héldu að ég væri alveg búinn að missa vitið og Bjössi hristi bara hausinn af undrun. Ég hitti boltann ekki oft á þessum fyrsta golfhring og vissi í raun ekkert hvað ég var að gera. Þegar við komu á 8. braut þurfti ég að vippa inn á flötina af um 20 metra færi. Ég vissi ekkert hvernig ég átti að gera þetta en ég sló, boltinn fór beint á flaggið og ofan í holuna. Fagnaðaröskrin frá mér bergmála eflaust enn í fjöllunum við Siglufjörð, þvílík tilfinning, og á þessu augnabliki fékk ég golfdellluna. Í kjölfarið fór Bjössi að safna saman aðeins betra golfdóti fyrir mig. Hann keypti m.a. aftur gamlan golfpoka sem hann hafði selt áður og ég fékk gamla kerru og gamlar kylfur. Ég tók síðan bara þátt í öllum mótum sem hægt var að keppa á og fór á bólakaf í þetta. Fólk hélt að ég væri stórskrítin að byrja svona en mér var alveg sama. Ég var í þessu á mínum forsendum og ætlaði að skemmta mér við þetta.“ Hulda: „Þegar golfið hittir mann svona af krafti þá fer maður alla leið í þessu. Ég fór Hulda slær hér inn á 8. flöt í Mýrinni. Mynd/seth@golf.is Ragnheiður að vanda púttið og bítur aðeins í neðri vörina. Mynd/seth@golf.is WI-FI PRENTARAR, BLEK OG PAPPÍR VIÐ HÖFUM GÓÐA REYNSLU AF SKÓLAVERKEFNUM Í NETVERSLUN.IS ER ÚRVAL AF GRÆJUM SEM HJÁLPA ÞÉR AÐ LEYSA SKÓLAVERKEFNIN FARTÖLVUR Verð frá: 49.900 kr. Y700 Kraftmikil og skemmtileg fyrir leikina Frábært verð – mikil gæði Hraður og öflugur SSD diskur Verð frá: 189.900 kr. YOGA 3 Verð frá: 99.900 kr. NÝHERJI / BORGARTÚNI 37, MÁN.-FÖS. KL. 9-18 & LAU. KL. 11-15 / KAUPANGI AKUREYRI, MÁN.-FÖS. KL. 9-17 / NETVERSLUN.IS Einstakt úrval fyrir góða námsmenn. BAKPOKAR, TÖSKUR OG UMSLÖG FRÁBÆR ÞRÁÐLAUS HEYRNARTÓL Frá Bose, Audio Technica, Plantronics og Sony. Við bjóðum allt að 12 mánaða vaxtalaus lán* *3,5% lántökug jald og 405 kr. færslug jald VELDU FARTÖLVU FRÁ STÆRSTA PC FRAMLEIÐANDA Í HEIMI* *Gartner F2 2016 24 GOLF.IS - Golf á Íslandi „Aldrei of seint að byrja“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131

x

Golf á Íslandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.