Golf á Íslandi - 01.10.2016, Page 37
„Það var frábært fyrir kvennagolfið að fá
svona skor og harða keppni. Ég held að
við séum búnar að taka miklum framförum
og þetta var bara frábær sýning fyrir
kvennagolfið á Íslandi. Þetta er besta skor
hjá mér í keppni og ég er gríðarlega ánægð
með þetta allt saman,“ sagði Ólafía Þórunn.
Kylfingar úr Golfklúbbi Reykjavíkur
eru sigursælastar í kvennaflokki á
Íslandsmótinu en Ólafía landaði 22. titli
GR í kvennaflokki á Akureyri.
Keilskonur enduðu í 3.-5. sæti en
Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK fékk
bronsverðlaunin eftir að hafa leikið á +5
samtals.
Lokastaða efstu kylfinga í kvennaflokki, par 71:
1. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR (70-68-69-66) 273 högg -11
2. Valdís Þóra Jónsdóttir, GL (71-69-66-69) 275 högg -9
3. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK (72-72-73-72) 289 högg +5
4. Signý Arnórsdóttir, GK (77-68-71-75) 291 högg +7
5. Anna Sólveig Snorradóttir, GK (75-75-73-75) 298 högg +14
6. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR (77-76-73-76) 302 högg +18
7. Sunna Víðisdóttir, GR (78-77-78-71) 304 högg +20
8.-9. Karen Guðnadóttir, GS (79-80-73-73) 305 högg +21
8.-9. Gunnhildur Kristjánsdóttir GK (74-79-76-76) 305 högg +21
10. Berglind Björnsdóttir, GR (75-75-77-79) 306 högg +22
Valdís Þóra slær hér inn á 11. flötina á
lokahringnum á Jaðarsvelli. Mynd/seth@golf.is
Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK
varð þriðja á Jaðarsvelli. Hér slær
hún á 10. teig á lokahringnum.
Mynd/seth@golf.is
Valdís Þóra púttar
hér á 5. flöt á
Jaðarsvelli.
Mynd/seth@golf.is
37GOLF.IS