Golf á Íslandi - 01.10.2016, Page 43

Golf á Íslandi - 01.10.2016, Page 43
Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni tók einnig þátt en hún komst ekki áfram eftir að hafa leikið á 81-73-73. Ólafía segir að aukið sjálfstraust sé lykillinn að árangrinum í Kaliforníu. „Ég hef spilað vel undanfarið og það hefur mikið að segja fyrir sjálfstraustið. Mér leið vel og skorið var frábært en það er mikið eftir af þessu ferli til þess að ná alla leið,“ sagði Ólafía í samtali við mbl.is eftir úrtökumótið. Það er gríðarlega hörð samkeppni um laus sæti á LPGA atvinnumótaröðinni í Bandaríkjunum og nálaraugað er þröngt fyrir þá kylfinga sem vilja komast í hóp þeirra bestu. Um 700 keppendur eru samtals í harðri samkeppni um 20 örugg sæti á LPGA mótaröðinni. Hvernig kemst Ólafía á LPGA? Um 350 keppendur tóku þátt á 1. stigi úrtökumótsins og komust 90 efstu áfram á 2. stigið. Keppt var á þremur keppnisvöllum á 1. stiginu í Kaliforníu. Á Palmer og Dinah völlunum á Mission Hills og einnig á Gary Player vellinum á Westin. Lokahringurinn fór fram á Dinah vellinum. Á 1. stiginu kepptu m.a. kylfingar sem enduðu í sætum 151 og neðar á peningalista Symetra atvinnumótaraðarinnar á þessu ári. 2. stig úrtökumótsins fer fram 20.-23. október á Plantation golfvallasvæðinu í Venice í Flórída. Þar verður keppt á Bobcat og Panther völlunum og leiknar verða 72 holur á fjórum keppnisdögum. Þar mæta m.a. til leiks keppendur af Symetra-mótaröðinni sem voru í 1.-150. sæti á stigalistanum á þessu tímabili. Um 200 kylfingar komast inn á 2. stigið og eru ýmsar reglugerðir sem ákveða hvaða kylfingar komast inn á 2. stigið. Af þessum 200 keppendum komast 80 efstu inn á lokaúrtökumótið. Þar að auki fá þessir 80 keppendur betri stöðu á styrkleikalista Symetra atvinnumótaraðarinnar og eru ofar en þeir sem komust í gegnum niðurskurðinn af 1. stigi úrtökumótsins. Lokaúrtökumótið (3. stig) fer fram dagana 30. nóvember - 4. desember á Daytona Beach í Flórída. Þar mæta um 160 keppendur til leiks og er leikið á Hills og Jones völlum. Þar verða leiknar alls 90 holur. Þar mæta m.a. til leiks 15 efstu af stigalista Symetra-mótaraðarinnar, 40 efstu á heimslistanum sem eru ekki með keppnisrétt á LPGA, 80 efstu af 2. stigi úrtökumótsins fyrir LPGA og keppendur af LPGA-mótaröðinni sem ná ekki að tryggja keppnisrétt sinn á mótaröð þeirra bestu á árinu 2016. Að loknum 72 holum komast 70 efstu áfram á lokahringinn og keppa um 45 laus sæti á LPGA. Í fyrra fengu 20 efstu að loknum 90 holum keppnisrétt í styrkleikaflokki 12 á LPGA, sæti 21.- 45. fengu keppnisrétt í styrkleikaflokki 17. Þeir sem voru þar fyrir neðan fengu engan keppnisrétt á LPGA. Óvissa á LET Evrópumótaröðinni Ólafía Þórunn er með þátttökurétt á Evrópumótaröðinni, LET, sem er sterkasta atvinnumótaröð í Evrópu. Hún hefur fengið mun færri tækifæri á þeirri mótaröð en vonir stóðu til. Í byrjun september hafði Ólafía aðeins leikið á tveimur mótum. Fjárhagserfiðleikar styrktaraðila mótaraðarinnar hafa sett keppnishaldið úr skorðum og nokkur mót voru slegin af. Ólafía gerði ráð fyrir að fá um 10 mót á LET á þessu tímabili en það gekk ekki eftir. Hún er örugg með tvö mót á LET í september en framhaldið er óljóst eftir þau mót. Ólafía fagnar hér Íslandsmeistaratitlinum ásamt móður sinni og föður, Elísabetu M. Erlendsdóttur og Kristni J. Gíslasyni. Mynd/seth@golf.is Ólafía slær hér upphafshöggið á 1. teig á lokahringnum á Íslandsmótinu á Jaðarsvelli á Akureyri. Mynd/seth@golf.is 43GOLF.IS
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131

x

Golf á Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.