Golf á Íslandi - 01.10.2016, Side 46
Þróun fláa á járnakylfum
Kylfa 1970–1980 1990–2000 2000–2010 +2010
1 járn 17 17 16 N/A
2 járn 20 20 18 N/A
3 járn 24 23 21 18-21
4járn 28 26 24 22-24
5 járn 32 30 27 24-27
6 járn 36 34 31 27-31
7 járn 40 38 35 31-35
8 járn 44 42 39 35-40
9 járn 48 46 43 40-44
PW 52 50 48 44-48
GW N/A N/A 52 48-52
SW 56 56 56 54-56
Fáir geta slegið með löngum járnum.
Í golfi er oft talað um „24/38 regluna”. Þessi regla er einfald
lega að þegar golfkylfa er með 24° fláa eða minna og er orðin
38“ löng eða meira, þá eiga flestir meðalkylfingar orðið mjög
erfitt með að slá með þeim kylfum. Það þarf mjög nákvæma
og góða tækni til þess að vera stöðugur með slíkum kylfum
og það eru fáir sem ná því. Fyrir ekki svo mörgum árum féll
3-járnið þeim megin við 24/38 regluna að margir kylfingar
gátu slegið með því. En vegna þess hvernig fyrirtæki hafa
breytt kylfum sínum fellur í besta falli 5-járn réttum megin við
regluna og fáir geta slegið með 3- og 4-járni. Út af þessu hefur
í dag 2-járn næstum horfið. Það þyrfti það að vera um 16°-
17° þegar 3-járnið er orðið 20°. Prófaðu næst að kíkja ofan í
nokkra golfpoka úti á velli og taktu eftir að löngu járnin eru
oft eins og ný því þau eru svo lítið notuð.
Framleiðendur gera
nú hálfvita/blendinga, sem er léttara að slá með en löngum
járnum fyrir flesta. En þeir eru gjarnan allt of langir líka.
Kostnaður.
Síðast en ekki síst þá er stór galli við þetta kostnaður.
Kylfingar eru oft ómeðvitaðir um þessar breytingar á fláa,
enda hvergi tekið fram í auglýsingum hvernig er búið að
breyta honum. Þeir halda að þeir séu að slá lengra út af nýrri
tækni og vonast eftir að bæta skorið með nýjum kylfum,
en þeir gætu vitaskuld eins hafa valið járni lengra úr gamla
settinu og sparað sér skildinginn.
Ekki falla fyrir brellunni.
Þegar þú skoðar nýjar kylfur,
athugðu vel og vandlega fláann og lengdina á þeim. Vertu
viss um hvað þú ert með í höndunum og hvað þú ert að bera
saman. Ekki gera ráð fyrir að þótt þú sláir vel með 6-járni, þá
eigir þú eftir að gera það með lengri járnunum í settinu líka.
Varastu að pæla í hvaða járni meðspilarar slá með, nema þú
vitir fláann á þeim. Mundu að það er enginn staðall á fláa
á járnum og hann er mjög misjafn á milli ólíkra járna.
Ef
þú ætlar að eyða peningum til þess einungis að bæta egóið,
þá væri betra að fara til íþróttasálfræðings en að kaupa nýtt
járnasett.
Birgir V. Björnsson
Golfkylfur.is
L477U TÖLURN4R
Þ1N4R 4LLT4F V3R4
M3Ð 1 4SKR1FT
Tryggðu þér áskrift á lotto.is svo þú gleymir aldrei
að spila með Lottó, Eurojackpot eða Víkingalottó.
Áskrift – ekkert rugl!
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
6
7
7
5
6
ÍSLENSK GETSPÁ
Engjavegi 6, 104 Reykjavík
Sími 580 2500 | www.lotto.is
Íslensk getspá er í eigu Íþrótta- og Ólympíusambands
Íslands, Öryrkjabandalagsins og Ungmennafélags Íslands.46 GOLF.IS - Golf á Íslandi
Slærðu lengra með nýjum járnum?