Golf á Íslandi - 01.10.2016, Blaðsíða 56
Staða efstu kylfinga í karla- og kvennaflokki:
1. Axel Bóasson, GK (70-67-68) 205 högg - 8
2. Alfreð Brynjar Kristinsson, GKG (74-65-67)
206 högg -7
3. Gísli Sveinbergsson, GK (69-69-68) 206 högg -7
4. Haraldur Franklín Magnús, GR (73-71-67)
211 högg -2
5. Ólafur Björn Loftsson, GKG (74-66-71) 211 -2
1. Signý Arnórsdóttir, GK (79-72-70) 221 högg +8
2. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK (75-74-76)
225 högg +12
3. Berglind Björnsdóttir, GR (76-77-76)
229 högg +16
4. Karen Guðnadóttir, GS (82-79-70) 231 högg +18
5. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR (81-78-74)
233 högg +20
SPEQ eru gæða kylfur
fyrir krakka sem koma
í fimm mismunandi
stærðarflokkum
Nánari upplýsingar um úrval
og verð á golfskalinn.is
SPEQ kylfurnar eru með mismunandi stífleika í
sköftum sem hæfa styrk og sveifluhraða barna og
unglinga. Einnig fáanlegt fyrir örvhenta. Pokarnir
koma í 4 litum í öllum stærðarflokkunum. Við
bjóðum einnig upp á tveggja- og þriggja hjóla
kerrur fyrir krakka.
SPEQ - KYLFUR FYRIR BÖRN OG UNGLINGA
Mikil spenna var á lokahringnum í
karlaflokknum og glæsilegt skor var hjá
efstu kylfingum mótsins sem léku gríðarlega
vel. Axel lék hringina þrjá á 205 höggum
eða 8 höggum undir pari Hvaleyrarvallar.
Gísli Sveinbergsson úr Keili og Alfreð
Brynjar Kristinsson úr GKG léku báðir á -7
samtals. Alls léku átta kylfingar á pari vallar
samtals eða undir pari sem er glæsilegur
árangur.
Það var einnig mikil spenna í
kvennaflokknum þar sem Signý tryggði
sér sigur með glæsilegum lokahring. Hún
lék á einu höggi undir pari vallar og var
fjórum höggum betri en Guðrún Brá
Björgvinsdóttir úr Keili sem varð önnur.
Berglind Björnsdóttir úr GR varð þriðja, alls
átta höggum á eftir Signýju.
OKKAR
VÖLLUR
ER 80
ÞÚSUND
HOLUR
Vatnagörðum 22 | 104 Reykjavík | Sími 585 8300 | www.postdreifing.is56 GOLF.IS - Golf á Íslandi
Tvöfaldur sigur hjá Keili