Golf á Íslandi - 01.10.2016, Side 77

Golf á Íslandi - 01.10.2016, Side 77
Á 1. flöt voru GR-ingarnir Haraldur Franklín Magnús, Hákon Örn Magnússon og Dalvíkingurinn Arnór Snær Guðmundsson. Þeir höfðu rétt áður en Magnús sló merkt boltana sína á flötinni og stigið til hliðar á meðan upphafshöggin voru slegin á 1. teig. Þeir horfðu allir spenntir á ferðalag boltans hjá Magnúsi. Haraldur, Hákon og Arnór eru allir frábærir kylfingar en þeir eru alls ekki góðir í því að fagna. Bara alls ekki. Þeir öskruðu sig alla vega ekki hása af fögnuði þegar boltinn hjá Magnúsi fór ofan í holuna. Lágstemmt „vei“ barst frá 1. flöt af 300 metra færi upp á teiginn á 1. braut og þar með var því lokið. Magnús Lárusson trúði vart sínum eigin augum þegar hann sá að boltinn fór ofan í holuna eftir upphafshöggið. Hann leyndi ekki gleði sinni enda er þetta einstakt afrek. Meðspilarar hans fögnuðu einnig innilega og aðrir sem voru viðstaddir þegar þetta sögulega högg var slegið. Magnús skrifaði einstakan kafla í golfsögu Íslands með þessu höggi. Hann er sá fyrsti í 53 ára sögu Grafarholtsvallar sem nær því að fara holu í höggi á 1. braut. Hann sló boltann ofan í af 300 metra færi. Það er magnað afrek og sá sem þetta skrifar var stálheppinn að hafa valið að vera með myndavélina á þessum stað á þessum tíma. Þetta er í annað sinn sem Hlynur Geir verður vitni að því að einhver fer holu í höggi en hann var viðstaddur þegar Viktor Ingi Einarsson úr GR fór holu í höggi á Magnús slær hér upphafs­ höggið á 1. teig á Grafarholtsvelli kl. 11.32 föstudaginn 19. ágúst 2016. Mynd/seth@golf.is Magnús leyndi ekki gleði sinni þegar hann heyrði að boltinn hefði farið ofaní. Mynd/seth@golf.is „Næstur á teig frá Golfklúbbi Ólafsvíkur er Magnús Lárusson,“ sagði ræsirinn í hátalarakerfið á 1. teig á Grafarholtsvelli rétt um kl. 11.30 föstudaginn 19. ágúst s.l. Hinn högglangi kylfingur, sem er uppalinn í Mosfellsbæ og ávallt kallaður Maggi Lár, reif Titleist dræverinn upp úr burðarpokanum og tíaði boltann upp. Hann tók eina létta æfingasveifla og fór síðan beint í höggið. Sveiflan hjá Magnúsi var létt og fagmannleg, engin átök, höggið var hnitmiðað og langt. Magnús stóð grafkyrr á teignum á meðan hann horfði á eftir boltanum. Það var ljóst að höggið var gott því meðspilarar hans, Hlynur Geir Hjartarson úr GOS og Englendingurinn Liam Robinson, stóðu einnig grafkyrrir á meðan þeir fylgdust með boltanum lenda rétt fyrir framan flötina og stefna beint á holuna. – Líkurnar á því að fara holu í höggi á par 4 holu eru einn á móti milljón Einstakt afrek hjá Magga Lár – sá fyrsti í 53 ára sögu Grafarholtsvallar sem slær draumahöggið á 1. braut vallarins 78 GOLF.IS - Golf á Íslandi Einstakt afrek hjá Magga Lár
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131

x

Golf á Íslandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.