Golf á Íslandi - 01.10.2016, Side 123
fjórhjóladrifinn snillingur
með ríkulegan staðalbúnað.
Meðaleyðsla er aðeins 5,7 l/100km sjálfskiptur.
4WD All-grip skapar aksturseiginleika í sérflokki.
Komdu og prófaðu. Þú kemst alla leið!
Suzuki bílar hf. I Skeifunni 17 I Sími 568 5100 Fáðu nánari upplýsingar á suzuki.is
HVERT VILTU FARA,
HVAÐ VILTU GERA?
SUZUKI S-CROSS, TIL Í ALLT!
KOMDU
OG PRÓFAÐU
HANN !
Aron Bjarki Bergsson vakti athygli á Íslandsmótinu í
golfi á Jaðarsvelli. Kylfingurinn, sem er 21 árs gamall,
hefur lítið leikið hér á landi en hann hefur verið
búsettur í Gautaborg allt sitt líf. Hann keppti fyrir GKG
á Íslandsmótinu. Golf á Íslandi ræddi við Aron Bjarka
um golfið og framtíðina.
Foreldrar Arons eru Bergur Stefánsson
læknir sem er uppalinn í Framhverfinu
í Reykjavík og Ingibjörg Stefánsdóttir
sjúkraþjálfari sem ólst upp á Ólafsfirði og
Akureyri.
Golf hefur verið iðkað lengi í fjölskyldu
Arons en föðurafi hans, Stefán Einarsson
(Gói), var einn af stofnfélögum Golfklúbbs
Ólafsfjarðar á sínum tíma.
„Fjölskyldan mín flutti til Gautaborgar
árið 1994 þegar pabbi fór í sérnám í
nýrnalækningum. Arnar Bragi bróðir
minn var þá eins árs og ég fæddist ári síðar.
Við eigum systur sem er fædd árið 2000,
Andreu, en hún er með 4,3 í forgjöf og lék
einnig á Íslandsmótinu á Akureyri,“ segir
Aron Bjarki en Arnar Bragi bróðir hans
er knattspyrnumaður og leikur með Fylki í
Pepsi-deildinni hér á Íslandi.
Var á samning hjá sænsku
fótboltaliði
Aron Bjarki hefur einbeitt sér að golfinu
eftir stúdentsprófið en hann starfar sem
afleysingakennari í grunnskóla í Gautaborg.
Hann byrjaði ekki af alvöru í golfi fyrr en
hann var 19 ára en hann æfði fótbolta af
krafti og var á samningi hjá IFK Gautaborg.
„Ég fékk forgjöf þegar ég var 12 ára
(2007). Fram að því hafði ég leikið mér á
æfingasvæðinu með fjölskyldunni og einnig
var ég með í golfskóla á Akureyri þegar ég
var 9 ára. Það var eiginlega ekki fyrr en
„Skemmtileg
og góð reynsla“
- Aron Bjarki
Bergsson vakti
athygli á Íslands
mótinu á Jaðarsvelli
Aron Bjarki og faðir hans Bergur
Stefánsson á 8. teig á Jaðarsvelli á
Akureyri. Mynd/seth@golf.is
Aron Bjarki keppir enn í unglingaflokki
í Svíþjóð en hann er 21 árs gamall og á
eitt ár eftir. Mynd/seth@golf.is
124 GOLF.IS - Golf á Íslandi
„Skemmtileg og góð reynsla“