Golf á Íslandi - 01.10.2016, Page 125
GOLFFERÐ
Bókaðu
Haustferðir
að seljast
upp!
Vetrargolf
á La Gomera
og Tenerife!
Vorferðir
að koma í
sölu!
LA GOMERA
LA SELLA ALCAIDESA NOVO ST. PETRI
Frá kr. 199.900
m/hálft fæði innifalið
Netverð á mann m.v. 2 í herbergi.
27. september í 7 nætur.
Frá kr. 299.900
m/allt innifalið
Netverð á mann m.v. 2 í herbergi.
22. september í 11 nætur.
Frá kr. 269.900
m/hálft fæði innifalið & drykk m/mat
Netverð á mann m.v. 2 í herbergi.
22. september í 11 nætur.
Hotel Marriott La Sella Golf Resort Aldiana Alcaidesa Hotel Iberostar Royal Andalus
Allt að 25.000 kr. afsláttur á mann Allt að 25.000 kr. afsláttur á mann
ég var 19 ára sem ég byrjaði fyrir alvöru og fór að keppa í golfi. Ég
hafði verið á fullu í fótbolta, var á samningi við IFK Gautaborg U19
í 2 ár og varð sænskur meistari með þeim og síðar með B-deildar
liðinu Utsikten. En golfið heillaði meira og í maí 2015 fann ég að
fótboltinn var farinn að taka of mikinn tíma frá golfinu. Þá rifti ég
samningnum við Utsikten. Frá þeim tíma hefur forgjöfin lækkað frá
5 í +0,3.“
Aron hefur leikið á unglingamótaröð í Svíþjóð undanfarin ár en
hann á enn eitt ár eftir á þeirri mótaröð.
„Í Svíþjóð er maður unglingur í golfi fram til 22 ára. Ég keppi
á mótaröð sem kallast Skandia Tour. Sú mótaröð er í nokkrum
styrkleikaflokkum. Ég byrjaði á því að keppa á mínu svæði við
Gautaborg og síðan safnar maður stigum til þess að komast inn á
næsta styrkleikaþrep. Á efsta styrkleikaþrepinu eru síðan haldin
6 mót sem fara fram víðsvegar um Svíþjóð. Samhliða þessu er
unglingamótaröð, Junior Masters Invitational, en þar fara fram
um 25 mót á ári um alla Svíþjóð, þar sem tvö fyrstu sætin gefa
þátttökurétt á úrslitamótinu í september. Nordea Future Series er sú
mótaröð sem flestir taka síðan þátt á eftir unglingamótin. Þar getur
maður unnið sér þátttökurétt á Nordea Golf League þar sem ég hef
keppt tvisvar sinnum.“
Aron keppir fyrir Sankt Jörgen Park GK golfklúbbinn í Gautaborg.
Þar eru um 1200 félagsmenn. Stærsta stjarna klúbbsins er Johan
Carlsson sem spilar á Evrópumótaröðinni.
„Ég er einnig meðlimur í Hills GK sem einnig er hér í Gautaborg.
Sá völlur er sambærilegur við vellina á Evrópumótaröðinni og er
besti völlurinn á Gautaborgarsvæðinu. Þar eru nokkrir þekktir
atvinnumenn eins og Niklas Fasth, Johan Edfors, Rikard Karlberg
og Tomas Björn.“
Markmið Arons er að komast á Evrópumótaröðina og leika á
risamótunum.
„Fyrst verð ég að komast á Nordea Golf League atvinnumótaröðina.
Í fyrra var ég einungis einu höggi frá því og vonast til að það takist
í haust og síðan smám saman að komast inn á Challenge Tour og
áfram inn á Evrópumótaröðina.“
Aron Bjarki slær hér á 1. teig á Jaðarsvelli
en hann endaði í 11. sæti. Mynd/seth@golf.is
126 GOLF.IS - Golf á Íslandi
„Skemmtileg og góð reynsla“