Kristilegt skólablað - 01.09.1957, Blaðsíða 5

Kristilegt skólablað - 01.09.1957, Blaðsíða 5
Sr. Magnús Runólfsson: IMoað oirdist yður um Ég vona, að þú sért ekki einn þeirra, sem hafa að vísu mætur á Jesú, en trúa ek'ki á hann. Þeim hefur skilizt, að Kristur sé einn af spekingum þeim, sem kennt hafa lífspeki; sé hann þeirra fremstur og ágætastur. Hann boðaði kær- leikann. „Elska skaltu náunga þinn eins og sjálfan þig“. Hins vegar finnst þeim fátt um allan átrúnað, ekki sízt átrúnað á Jesú. Konfúsíus, kennari Kínverja, var aldrei tekinn í guða tölu eins og Búdda og Kristur. Hefur hann það fram yfir þá. Augnablik! Hefur hann það fram yfir þá? Kenndi Búdda nokkra trú á sig? Nei. Þá er það ekki honum að kenna, heldur fylgjendum hans. Margir vilja segja hið sama um Jesúm; hann hafi ekki kennt trú á sig. En það er skakkt at- hugað. Fyrir hvað var hann krossfestur? Hvernig á ég að skilja þessa menn? Þeir trúa á hann og ekki á neinn guð, en telja þó Krist meðal spekinga. Fremst allra boðorða setti hann það, að elska skuli Guð af öllu hjarta, en því næst, að elska skuli náungann eins og sjálfan sig. Þeir gefa honum 0 fyrir hið fyrra og 10 fyrir hið seinna. Hann fær 5 Nei! Mælikvarði hans var sá að hið fyrra væri fremst allra boðorða. Því ber að leggja meira upp úr því. Hann fær 0 fyrir það og 5 fyrir hitt; deilum með 3, og einkunn hans verður 3,3. Spekingar, sem leggja minna eða ekkert upp úr trú á Guð, hljóta því að standa sig bet- ur. Þeir fá minni frádrátt eða eng- an hjá dómendum sínum. Tölurn- ar sýna, að þeir, sem líta á Krist aðeins sem boðbera kærleikans, skipa honum lægri sess en öðrum spekingum, þó að þeir kalli hann fremstan og ágætastan. Þeim er það fjarstæða, sem hann metur hæst. En hér koma fleiri til greina en Guð og náunginn. „Elvað virðist yður um Krist?“ Þannig spyr hann sjálfur. Hverja? Ekki guðleys- ingja, heldur Gyðinga, guðstrúarmenn, sem voru honum sammála um það, að fremst allra boðorða væri um kærleikann til Guðs. Hvað virtist þeim? Þeir töldu hann son Davíðs. Hvað vildi hann segja um sig? Hann benti þeim á orð Davíðs: „Drottinn sagði við minn Drottin: Set þig mér til hægri handar.“ Svo vakti hann athygli þeirra á seinna orðinu Drottinn. — Já, kristin kirkja tekur undir og segir: „Ég trúi á Jesúm Krist, hans einkason, Drottin vorn.“ Það er alltaf fagurt að elska náungann. Vel sé þeim, sem rækja það. En mikils er þó vant, þegar gengið er fram hjá boðorðinu, sem Jesús taldi fremst allra. Gagnvart því standa guðleys- ingjar hljóðir, þótt mætir séu. Það lætur þeim ekki vel í eyrum: „Elska skaltu Drottinn, Guð KRISTILEGT SKÓLABLAÐ 1

x

Kristilegt skólablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristilegt skólablað
https://timarit.is/publication/2034

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.