Kristilegt skólablað - 01.09.1957, Side 12

Kristilegt skólablað - 01.09.1957, Side 12
Þórir Kr, Þórðarson, dósent: Ij'ill 1114*4)? TTvað á ég að gizka Á? Ertu 16 ára? Eða 18? Það skakkar varla mörgum árum. Þú ert á yndis- legasta skeiði ævinnar. Hugsaðu nú fram í tím- ann. Það er langt til ársins 2000. í ár er 1957, en einkennilega fer penninn í hendi, ef við byrjum bréf svona: „Reykjavík, 28. júní 2000. Kæri vin- ur“. — Skyldum við eiga það eftir? Þú ert ekki eldri en svo, að þú getur hæglega verið á lífi árið 2000, ef Guð lofar. Þú átt því langt líf fyrir hönd- um. Hugsaðu þér, hve þú hefur þroskazt og lært margt síðustu tvö árin, hvílíkum ósköpum get- urðu ekki komið í verk fyrir árið 2000? Það er nærri ótrúlegt, en satt er það samt. Og þegar þú hugleiðir þetta, sérðu fljótt, að möguleikar þinir eru miklir í lífinu, notir þú þá vel. Framtíðin er framundan, óralangur tími, þegar horft er til hans frá þeim „enda“ hans, sem við erum stödd á. Þú mátt til með að njóta hans, teyga af lífsnautn af brunnum listanna, mennt- anna, starfsgleðinnar. Engin nautn er þeirri æðri né meiri. Lífið er stórkostleg gjöf og það er ekk- ert unaðslegra en að vera til. Þú finnur æsku þína svella í æðum þér, allir vegir færir, því enn er þrek þitt óbugað. Og þrekið ætlarðu að nota til þess að efla lífsnautn þina og gera hana æ ríkari. Það er ægilega gaman að vera ungur! Hvernig verður annars lífsnautnin til? Hvern- ig fer maður að því að njóta lífsins? Hún er dálít- ið sérstæð. Því að hún er eins konar „biprodukt“, ef þú veizt hvað það er. Hún næst ekki með því að seilast eftir henni sjálfri. Hún verður af því, að seilst er eftir einhverju öðru. Ef þú sezt nið- ur og ætlar að njóta þess að vera til, varir sú nautn ekki nema skamma hríð. Þér fer að leiðast, þú þarft að gera eitthvað. Hlusta á músík, — það kostar að kynna sér hljómlistina, —■ gleðjast við hrynjandi ljóðs, — það kostar að kynnast skáld- inu, — horfa aðdáandi hrifningaraugum á verk, sem þú hefur unnið, — það kostar að dýfa ein- hvern tíma hendi í kalt vatn! Það var nákvæm- lega þetta, sem bjó í orðunum: „Leitið fyrst ríkis hans og réttlætis og þá mun allt þetta veitast yð- ur að auki“. „Að auki“. Lífsnautnin er „bipro- dukt“. Hvað sagði ég? Þú þarft að keppa að hinu setta marki. Þá finnur þú til nautnarinnar að vera til. Það var fyrir all löngu, að Guð skapaði himin og jörð. Um það lærið þið ekki í náttúrufræð- inni. En þar lærið þið ekki heldur, að Mozart sé fallegri en nautsöskur, heldur að hvort tveggja séu hljóðbylgjur með tiltekinni tíðni. Það er sem sé ýmislegt, sem náttúruvísindin ná ekki yfir, af því að það er utan sviðs þeirra. Sleppum þeim því í bili, en ekki lengur en svo, að við lesum þau til prófsins. Það skapandi afl, sem raðaði í fegurð, samhljóma, gleði og lífsnautn öllu því sem lifir, köllum við Guð. Guð skapaði mennina, ekka bara manninn heldur mennina. Þeir skyldu lifa í samfélagi og auðga hver annan og gleðja, og þeir skyldu frjóvga anda sinn og hinna, allt skyldi rniðast við hina æðstu og full- komnustu lífsnautn allra. En nautn livaða lífs? Þess lífs, sem Guð skapaði, þegar þú varðst til í móðurlífi. Þess lífs, sem Guð skapar á hverjum þeim stað, þar sem menn lifa hinu sanna lífi, er lýtur lögum skapara síns. Ertu með? Ertu með í þeim skara, sem sér þetta og vill helga líf sitt hinni æðstu nautn Guðs lífs? Ertu með í þeim flokki, sem fylkir sér til framsóknar eftir hinu unaðslega lífi, sem Guð hefur búið öllum mönnum? Ertu með í hópnum, kynslóðanna og aldanna, röð æðstu snillinga mannsandans, sem keppa, streitast, aga sjálfa sig, vinna, vinna að lífsnautn, þjálfun, sjálfsprófun og náð hafa hinum liæstu tindum í krafti Guðs sköpunar á hverju augnabliki? — Arið 2000 er langt undan, en samt skammt. Það er ekki lengra undan en augnablikið næsta á 8 KRISTILEGT SKÓLABLAÐ

x

Kristilegt skólablað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kristilegt skólablað
https://timarit.is/publication/2034

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.