Kristilegt skólablað - 01.09.1957, Qupperneq 26

Kristilegt skólablað - 01.09.1957, Qupperneq 26
Jóh. 14, 6. Jesús segir við hann: Ég er vegur- inn og sannleikurinn og lífið; enginn kemur til föðurins nema fyrir mig — Þessi orð Jesú, sem hann talar til lærisveina sinna við síðustu kvöldmáltíðina, benda okkur skýrt á, hver afstaða okkar mannanna til Guðs er. Jesús er eini vegurinn til að öðlast eilíft líf hjá Guði. Við megum þess vegna koma til hans með einlægu hjarta og fela honum allt okkar líf. Hann fyrirgefur syndir okkar og hreinsar af öllu ranglæti. Trúin á Jesúm Krist veitir öllum sanna lífs- hamingju, ekki svo að skilja, að hver dagur sé gleði og ánægjan ein, en lífið byrjaði fyrst fyrir mér, er ég hafði fundið Frelsarann. Þú segir ef til vill, að þú hafir næga lífsham- ingju, nóg til að lifa fyrir, góða vini, skemmtan- ir og f'eira. En vantar þig ekki eitthvað? Vantar þig ekki grundvöllinn til að byggja á? Grund- völlurinn, sem þig vantar, er einmitt Jesús Krist- ur. Með lestri Guðs orðs og bæninni komumst Handritinu var gefið nafn og kallað Codex Sinaiticus, Sinaihandritið. í fræðiritum er það auðkennt með fyrsta stafnum i hebreska stafróf- inu, Alef. — Frœðimönnum d sviði Biblíuvisinda hafði bœtzt enn eitt gagn til rannsókna sinna. Nýrri stoð var rennt undir áreiðanleika hinnar helgu bókar. I lengsta sálmi Bibliunnar, sem f jallar einmitt um Guðs orð, segir svo: Orð þitt, Drottinn, var- ir að eilífu. Og Jesús Kristur hef ur sagt: Himinn og jörð munu líða undir lok, en orð min munu alls ekki undir lok liða. við æ nær honum. „Því að ef þú játar með munni þínuin Drottinn Jesúm og trúir með hjarta þínu, að Guð hafi uppvakið hann frá dauðum, muntu hólpinn verða“. (Róm. 10, 9). „Því að enginn af oss lifir sjálfum sér, og eng- inn deyr sjálfum sér, því að hvort sem vér lif- um, lifum vér Drottni, eða vér deyjum, deyjum vér Drottni; hvort sem vér þess vegna lifum eða deyjum, þá erum vér Drottins.“ (Róm. 14, 8). Þessi orð Páls postula eru svo skýr og tala til okkar. Við hugsum oft fyrir því, sem okkur er fyrir beztu, en við eigum að lifa Drottni, því að við erum hans, hann hefur keypt okkur dýru verði nteð blóði sínu á krossinum á Gol- gata. „Finnið og sjáið, að Drottinn er góður, sæll er sá maður, er leitar hælis hjá honum“. (Sálm. 34, 9). ★ Ég trúi, að Jesús Kristur, sannur Guð, af föð- urnum fceddur frá eilífð, og sömuleiðis sannur maður, fceddur af Mariu meyju, sé minn Drott- inn, sem mig glaiaðan og fyrirdœmdan mann hefur endurleyst, friðkeypt og frelsað frá öllum syndum og frá dauðanum og frá djöfulsins valdi, eigi með gulli né silfri, heldur með sínu heil- aga, dýrmceta blóði og með sinni saklausu pinu og dauða, til þess að ég sé hans eigin eign, lifi i hans riki, undir hans valdi og scelu, eins og hann er ffá dauðanum upprisinn, lifir og rikir að ei- lífu. Það er vissulega satt. (Hin snilldarlega út- skýring Marteins Lúthers á annari grein trúar- játningarinnar.) 22 KRISTILEGT SK.ÓLABLAB

x

Kristilegt skólablað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kristilegt skólablað
https://timarit.is/publication/2034

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.