Kristilegt skólablað - 01.09.1957, Qupperneq 22

Kristilegt skólablað - 01.09.1957, Qupperneq 22
Inger R. Jessen, 6. bekk Menntaskólans í Rvík. fldNÍariiiii er hér! ”1\yreistarinn er hér og vill finna þig“. (Jóh. 11, 28). Þessi orð sagði Marta við Maríu, systur sína, eitt sinn, er Jesús kom til þeirra. Eg segi þessi orð við þig nú. Meistari meistaranna, Jesús Kristur, vill finna þig á þessari stunclu. Hefur þú nokkurn tíma gefið honum eða orði hans gaum? Ég spyr þig að þessu vegna þess, að það er næsta mikilvægt fyrir allt líf þitt. Jesús Kristur, Guðs sonur, kom hingað til þess- arar jarðar til þess að lifa og deyja fyrir þig, til þess að þú gætir séð dýrð Guðs og eignazt eilíft líf. Hefirðu svo ef til vill alls ekki vitað þetta, eða læturðu það sem vind um eyrum þjóta? í Jóh. 11, 25. segir Jesús: „Ég er upprisan og lífið; sá, sem trúir á mig, mun lifa, þótt hann sagði gjörst frá upprisu drottins. Því að hið óarga dýr er fyrst dautt Irorið, en á þriðja degi lifnar það og vaknar af röddu og blæstri föður síns. En það merkir upprisu drottins, er upp reis á þriðja degi í krafti föður. Það er arnar eðli, að hann flýgur liærra en aðrir fuglar, og drepur honum aldregi ský í augu, þó að hann sé allan dag í gegn sólu. Jóhannes er af því merktur sem örn, að hon- um drap aldregi villiský í hugskotsaugu, þó að hann sæi á guðdóms sól drottins. Aðrir guð- spjallamenn gengu á jörðu með drottni, því að þeir mæltu fátt um guðdóm hans, en þeir sögðu fleira frá táknum manndóms hans. En Jóhannes flaug til himins með drottni, því að hann ræddi fátt um manndóm Krists, en hann skýrði glöggt tákn guðdóms hans“. B. A. deyi“. Og enn fremur: ,,Ef þú trúir, munt þú sjá dýrð Guðs“. (Jóh. 11, 40). Sá, sem trúir. . . . Ef þú trúir. . . . þér er engu lofað, ef þú hafnar trúnni. Þvert á móti, því að Jesús segir einnig: „Því að ef þér trúið ekki, að ég sé sá, sem ég er, þá munuð þér deyja í syndum yðar (Jóh. 8, 24). Og Jóhannes skírari segir: „Sá, sem trúir á soninn, hefur eilíft líf, en sá sem óhlýðnast syninum, skal ekki sjá lífið, heldur varir reiði Guðs yfir honum.“ (Jóh. 3, 36). Hér er um að ræða eilíft líf eða eilífan dauða, dýrð Guðs eða reiði Guðs. Það er þitt að velja. Gefðu þér tíma til að hugleiða þetta mál, það er of alvarlegt, til þess að þú veitir því enga at- hygli. Líklega getur þú ekki gefið ákveðið svar án þess að rannsaka málið nánar. Þá ráðlegg ég þér að lesa Guðs orð og sækja þá staði, þar sem það er boðað. „Er það ekki af því, sem þér vill- izt, að þér hvorki þekkið ritningarnar né mátt Guðs?“ (Mark. 12, 24). „Finnið og sjáið, að Drottinn er góður ‘. (Sálm. 34, 9). Reyndu sjálf- ur sannleiksgildi þessara orða. Farðu að eins og Gyðingarnir í Beröu forðum, en sagt er um þá, að þeir „rannsökuðu daglega ritningarnar, hvort þessu væri þannig varið“. (Post. 17, 11). Þannig fer hinn einlægi að. Hann hafnar ekki, nema hann hafi gengið úr skugga um, að hann gjöri rétt með því. Hér hefur þú allt að vinna, en engu að tapa. Mín einlæg ósk er, að þú að lokum getir sagt, eins og Samverjarnir sögðu við konu nokkra: „Það er ekki framar fyrir þitt tal, að vér trúum, því að sjálfir höfum vér heyrt og vitum, að þessi maður er í sannleika frelsari heimsins." (Jóh. 4, 42). 18 KRISTILEGT SKOLABLAÐ

x

Kristilegt skólablað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kristilegt skólablað
https://timarit.is/publication/2034

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.