Kristilegt skólablað - 01.09.1957, Qupperneq 23
Benedikt Arnkelsson, cand theol
Fjársjóðurinn í bréfakörfunni
‘I
4
að er vor. Náttúran svellur af lifi og
grósku, og loftið er þrungið ilmi allra
blóma, sem fegurst verða í maímánuði.
Suður á Sianískaga er maður á ferð, klœdd-
ur að hcetti Evrópumanna. Hvaða erindi á hann
á þessar slóðir? Tœplega nýtur hann vorsins til
fuils þarna í auðninni, þar sem ofsalegur sólar-
hitinn rœður rikjum og sandar og hrjóstug fjöll
einkenna landslagið. Og þó eiga óbyggðirnar
sína töfra. En veit hann ekki, að hér vofir hœtt-
an yfir höfði hans? Ekki þurfti hann að vísu
að óttast skot úr launsátri ísraelskra hermanna,
né heldur, að þeir ísraelsmenn fœru að takast á
við Egypta þarna í eyðimörkinni. Þá deildu þess-
ar þjóðir ekki um skagann fornfrœga. En hér
áttu hirðingjarnir hjarðir sinar og tjöld, og þeir
sýndu öllum ókunnugum fullan fjandskap. Eng-
um skyldi haldast uppi að flækjast um lendur
þeirra. Það var þá eins vist, að sá þyrfti. ekki að
sjá fyrir heimferð.
En slikar hugsanir virðast ekki ónáða ferða-
manninn. Hann virðir fyrir sér viðáttuna. —
Hugurinn reikar aftur i tímann, þvi að hann er
á helgum stað, sem örlagarik saga er tengd við.
Fyrir meira en þrjú þúsund árum fóru ísraels-
menn um þessar slóðir á leið sinni úr þrœlahús-
inu til frelsis og sigurvinninga i fyrirheitna land-
inu, sem Guð hafði heitið þeim til eignar. Var
ferð hans hingað nokkuð tengd þeirri sögu?
Hann knýr úlfaldann úr sþorum og hraðar
sér suður á bóginn.
Nú birtir yfir andliti hans. Hann stöðvar úlf-
aldann og starir i sólarátt. I fjarska mótar fyrir
fjalli. Leiðin er þá brátt á enda. Enn vakna
minningar i huga hans, þegar mynd fjallsins
tekur að skýrast. Það ris tignarlegt hærra og
hcerra upp fyrir sjóndeildarhringinn. Þetta er
fjallið helga, Sínaífjall, þar sem Guð opinberað-
ist Móse og gaf honum boðorðin tíu og gerði
sáttmála við ísraelsmenn. Og enn hækka fjalls-
hlíðarnar, skorur og gljúfur skýrast og litbrigð-
in breytast, eftir því sem nær dregur.
Við rætur fjallsins kemur ferðamaðurinn auga
á mannabústað. Markinu er náð! Staðurinn er
fundinn: Klaustur, œvafornt, allt. frá tírnum.
Jústiníanusar, en ekki sérlega frægt nema fyrir
þá sök, að það stóð á þessum helga stað og var
kennt við Katrínu hina helgu.
En hvar voru dyrnar á þessu fjallvígi? Þær
voru engar sjáanlegar, og ekki kom hann heldur
auga á neina bjöllu, sem hann gæti hringt til
þess að boða komu sina. Munkarnir i Katrinar-
klaustrinu höfðu ekki gleymt neinum öryggis-
ráðstöfunum, þegar þeir byggðu sér þetta hús
fyrir Í300 árum. Enginn skyldi koma að þeim
óvörum, sizt hinir fjandsamlegu hirðingjar, sem
reikuðu um auðnina. Oft höfðu þeir reynt, að
smeygja sér inn i dularklæðum.
Gesturinn sá glugga hátt fyrir ofan sig. Hann
kallaði þrumandi röddu. Einhver svaraði og
spurði um erindi hans. Allir aðkomumenn voru
tortryggðir. Ferðamaðurinn gefur greið svör.
Skilríki? Kaðall er látinn siga niður, skjöl gesfs-
ins eru fest við hann, og þau hverfa inn um gátt-
ina yfir höfði hans.
„Tischendorf“? Og gott meðmœlabréf: „Dug-
legur visindamaður“. Jæja, hér virtist allt vera
með felldu. Þessi náungi ætti meira að segja að
vera af betra taginu.
Aftur seig kaðallinn ofan úr hœðunum. Gest-
urinn batt hann um mitti sér og hófst svo á loft
og inn í klaustrið. — En úlfaldinn? Varla var
óhœtt að skilja hann eftir fyrir neðan. Það var
ekki helclur nauðsynlegt, og nú var reipinu
KRISTILEGT SKÓI.ABLAI) 19