Kristilegt skólablað - 01.09.1957, Qupperneq 9

Kristilegt skólablað - 01.09.1957, Qupperneq 9
Helgi Hróbjartsson, Handíðadeild kennaraskólans. Hver er Jesús? JESÚS KRISTUR er. sú n.ikla persóna, sem tímatalinu skiptir og markar miðpunkt mann- kynsögunnar. — Jesús er mikil persóna, sú merkilegasta, sem getur í mannkynsögunni. Þessi persóna segist * vera Kristur, sonur Guðs. Hann segir: „Ég og fað- irinn erum eitt.“ (Jóh. 10, 30). „Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið, enginn kemur til föður- ins nema fyrir mig“. (Jóh. 14, 6). „Allt vald er mér gefið á himni og jörð“. (Matt. 28, 18). „Ég er upprisan og lífið, sá sem trúir á mig, mun lifa, þótt hann deyi“. (Jóh. 11, 25). Hvað eigum við að gera við þennan Jesúm? Eigum við að trúa því, sem hann segir um sjálf- an sig? Trúa því, að hann sé sonur Guðs, eða eigum við að leggja þetta á liilluna og segja sem svo: Hann var góður maður, mikill spekingur eins og t.d. Sókrates eða einhver hans líki, en aðeins maður, sem fæddist, lifði og dó eins og aðrir? Kenningar Sókratesar varðveitast enn í bókum, sem lærisveinar hans skrifuðu. Enginn efast um, að þetta séu kenningar Sókratesar, þó að aftur á móti sé vefengt og efazt um kenningar Krists. Kenningar Sókratesar eru á margan hátt merki- legar, og ýmsan sannleika er þar að finna, en er það sannleikurinn? Skyldu þessar kenningar geta gefið frið manni, er finnur til synda sinna á dauðastund, eða huggað syrgjandi hjarta? Hver er Jesús? Ef við veltum þessari spurningu fyrir okkur og hugleiðum hana í ljósi Guðs orðs, finnum við, að hér er meira en Sókrates, meira en spek- ingur, meira en góður maður. Vitnisburður lærisveina hans, þeirra sem voru honum næstir og þekktu hann bezt á jarðvistardögum hans, var: „Sannarlega ert þú sonur Guðs“. — Þennan vitnisburð hafa allir tekið undir, sem hafa kvnnzt Jesú af eigin raun og lifað í nánu samfélagi við liann. Margir eru þeir, sem reyna að taka orð Jesú ekki bókstaflega, reyna á allan hátt að vefengja þau orð, er hann sagði á jarðvistardögum sínum, segja, að Jrað sé markleysa eða að það sé lagt honum í munn af seinnitíma mönnum, og ákveða þannig afstöðu sína gagnvart honum. En ef hann er sonur Guðs, getum við þá lagt liann alveg til hliðar? Getum við þá verið hlutlaus gagnvart honum? — Nei, allir verða að ákveða, hvaða af- stöðu þeir taka gagnvart honurn, enginn getur verið hlutlaus. Jesús segir: „Sá, sem ekki er með mér, er á móti mér“. (Mait. 12, 30). Jesús er vegurinn, sannleikurinn og lífið. — Hann er vegurinn til lífsins, eini vegurinn. Ef við trúum ekki á hann og göngum ekki eftir þessum vegi, höfum við ekki eilífa lífið. En ef vér játum syndir vorar, þá er hann trúr og rétt- látur, svo að hann fyrirgefur oss syndirnar og lireinsar oss af öllu ranglæti. (I. Jóh. 1, 9). Þetta er fagnaðarerindið. Jesús er frelsari mannanna. Trúðu á hann, og þú nnint hólpinn verða. Feldu honum líf þitt. Jesús sagði: „Kom- ið til mín, allir þér, sem erfiðið og þunga eru hlaðnir og ég mun veita yður hvíld.“ (Matt. 11, 28). KRISTILEGT SKÓLABLAÐ XIV. AkGANGUB 1957 Utgefandi: KRISTILEG SKÓLASAMTÖK — K.S.S. Stjórn skipa: Sigurður Pálsson formaður, Þorvaldur Búason gjaldkeri, Þórir Guðbergsson ritari og Benedikt Arnkelsson, cand theol. KRISTXLEGT SKOLABI.AÐ 5

x

Kristilegt skólablað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kristilegt skólablað
https://timarit.is/publication/2034

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.