Kristilegt skólablað - 01.09.1957, Qupperneq 15

Kristilegt skólablað - 01.09.1957, Qupperneq 15
peningar, eða ýmis konar jarðbundið glingur? Hver á hjarta þitt? Ertu höndlaður af Kristi? Lifirðu honum? Það er Guð, sem prófar. Rannsaka mig og þekktu hugsanir mínar! Guð er nærgöngull, þegar liann prófar. Hann vill líka fá að vita, hvað þú hugsar ög hvernig þú breytir yfirleitt. — Rannsaka mig og þekktu hugsanir mínar. Af liverju skyldi þetta vera í sömu setningunni? Vegna þess að maðurinn er það, sem hann hugsar. Hann hugsar, og hugsanir hans koma fram í athöfnum. Um hvað hugsar þú? Hugsar þú um það, á hvern hátt þú getir þóknazt Guði? Hugsarðu um það, hvernig þú getir fundið og framkvæmt vilja hans? Hugs- arðu um, hvernig þú fáir notið lífsins og látið þér líða vel? Hugsarðu um, hvernig þú getir á beztan hátt skemmt þér og fullnægt duttlungum þínum? Um hvað hugsarðu? Það er Guð, sem prófar. Hver er svo tilgangurinn með þessu prófi? Hvað er í húfi? Sjá þú, hvort ég geng á glötunar- vegi, og leið mig hinn eilífa veg. Hér er ekki um að ræða fall á milli bekkja, mannorðsmissi eða neitt slíkt. Hér er um líf og dauða að ræða. — Frelsi og glötun. Niðurstaðan á að skera úr um, hvort þú gengur á glötunarvegi eða ekki. Það skyldi vera, að þú stœðist ekki prófið? LeiS mig hinn eilífa veg. Þetta er síðasta bænin í versunum. Er þetta þín bæn? Þröngt er Iiliðið, og miór er vegurinn, er ligg- ur til lífsins. Þröngt er hliðið. Hvað táknar það? Þetta er vandfundið. Það finnst ekki nema hlust- að sé á hann, sem segir: Ég er dyrnar! Og inn um þessar dyr verðurðu að fara á hnjánum, með beygt höfuðið. Allslaus. — Syndlaus. Hvernig má þetta svo vera? Hvernig getur þú nokkurn tíma komizt inn um þetta hlið? Syndlaus? Blóð Jesú Krists hreinsar af allri synd. Þveginn í blóði Jesú kernstu inn um hliðið. — Blóðskuld og bölvan mína — burt tók Guðs sonar pína. — Dýrð sé þér Drottinn minn! Leið mig hinn eilífa veg. Mjór er vegurinn. Við þurfum sannarlega á handleiðslu Guðs að halda. Krossleið er þröng. Á þessum vegi mæta ýmsir erfiðleikar og freist- ingar. Djöfullinn gengur urn sem öskrandi ljón, leitandi að þeim, sem hann geti gleypt. Hann er óánægður með að missa af bráð sinni. Hann beitir öllum hugsanlegum brögðum til þess að fá þig til að sleppa leiðandi hendi Drottins. — Og hann kemur ekki beint framan að þér, vertu viss. Hann kemur, þegar þú átt sízt von á hom um, og þar sem þú ert veikastur fyrir. Þá kemur hann tælandi og lokkandi. Hvíslar að þér, að það geri hvorki til né frá, þótt þú gerir þetta. Og hvaða áhrif ætti það að hafa á þig, þótt þú farir þangað? Og honum tekst því miður allt of oft! að koma þessu hugarfari inn hjá hinum trúuðu: Hvað get ég komizt langt frá Guði án þess að vera talinn hafa yfirgefið hann? Hvað get ég leyft mér að fara langt út í heiminn án þess þó að vera talinn tilheyra heiminum? Eg er ekki að segja, að menn hugsi nákværm Iega á þennan hátt, þannig að þeir geri sér ná- kvæmlega grein fyrir því. Nei, en þeir breyta eftir þessari formúlu. Þegar þú ert hættur að spyrja sjálfan þig, á hvern hátt þú getir komizt sem næst Guði, þá ertu í hættu. Þá er kominn tími ti-1 að athuga, hvar þú ert staddur og hrópa til Guðs í ein- lægni: Sjá þú, hvort ég geng á giötimarvegi, og leið rnig hinn eilífa veg, Það er ýmislegt annað en freistingar djöfuls- ins, sem gerir það að verkurn, að þessi vegur er vandrataður. ,,Þann, sem ég elska, hann tyfta ég og aga“, segir Drottinn. Við þekkjum ýmis dæmi um það úr Biblíunni, hvernig Drottinn varð að aga sína til þess að gjöra þá hæfa til að þjóna sér. Og þannig er það enn í dag. Hann þarf að uppræta hroka, eigingirni og óhlýðni úr okkar synduga eðli. Hann þarf að fá að brjóta okkur niður og auðmýkja okkur, gera okkur að engu í sjálf- um okkur, til þess að hann geti orðið allt. Og það er ekki þjáningalaust að deyja sjálfum sér. Þaðgerist ekki allt í einu, heldur smátt og smátt. Allt lífið eigum við að vera að deyja sjálfum okk- ur. Og hversu margir eru þeir, sem misskilja hinn uppalandi kærleika Guðs og gefast upp og yfirgefa hann í stað þess að þiggja þann kraft, sem hann gefur, og þann kraft, sem hann veitir í þessari baráttu. Þeir börðust í eigin mætti og gáfust upp, í stað þess að berjast til sigurs í KRJSTII.EGT SKÓLARI.AÐ JJ

x

Kristilegt skólablað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kristilegt skólablað
https://timarit.is/publication/2034

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.