Kristilegt skólablað - 01.09.1957, Side 10

Kristilegt skólablað - 01.09.1957, Side 10
^JrXirm'uifycit htijjaí í Vatnaskógi. Það er vorilmur í lofti. Páskahátíðin 1953 er að halda innreið sína. Það er farið að rjúka úr skálanum í Vatnaskógi. Undirbúningur er í full- um gangi. Kristilegt skólamót er í aðsigi. — Við erum þrír saman. Ferðinni er heitið í Vatnaskóg til móts við félaga okkar, sem þangað eru komnir á undan. St. Þ. gegnir hlutverki skömmtunarstjóra. Hann kennir í brjósti um alla minni máttar. Við fáum gríðarmikla rjóma- tertu í nesti, ásamt fleira góðgæti, sem of langt yrði upp að telja. Allt er klappað og klárt. Við hristum af okk- ur borgarrykið. Áætlunarbíllinn brunar af stað og ber okkur fyrirhafnarlítið í áttina til fyrir- heitna landsins. Kökurnar eru aftur í. Við stökk- um léttstígir út, þegar þar að kemur og tökum okkar hafurtask. Hugurinn ber okkur hálfa leið, og fyrr en varir er skálinn í augsýn. Heimamenn eru alls hugar fegnir komu okkar, því að ekki er til matarbiti í kotinu. Þeir vita sem sé, að við erum með ýmislegt gott í pokahorninu. Það er byrjað að undirbúa veizluna af fullum krafti. Allir eru í sólskinskapi. Við finnum strax góða bragðið af tertunni, og vatnið er byrjað að koma fram í munninn á okkur. Nú er aðeins eftir að taka npp kræsingarnar. En þá springur sprengj- an. Hvar eru kökurnar? Allt í einu rennur nýtt Ijós upp fyrir Bakkabræðrum. Hrollvekjandi at- burðir hafa gerzt. Kökurnar eru komnar veg allrar veraldar. Þær eru ennþá í bílskottinu. En við reyndumst vandanum vaxnir. Við tök- um undir með Jakob ærlega, þeim góða manni og segjum: „Það er komið sem komið er, þýðir ekki að gráta“. Við gerum húsrannsókn og öflum mat- fanga. Við búum til matseðil. Hann er ekki lang- ur, en eftir því góður. Samning hans er mikið vandaverk, en snilligáfa okkar leysir vandann. Við urðum allir á eitt sáttir. Þaulvanur mat- sveinn af „Brytanum“, bezta og dýrasta veitinga- stað höfuðborgarinnar, byrjar í gríð og erg að undirbúa máltíðina. Innan skamms leikur in- dælis matarilmurinn lausum hala í eldhúsinu. Við göngum til sætis og veljum á milli réttanna. Þeir eru að vísu ekki nema tveir, keimlíkir Ltvor öðrum. Annar er heitur, liinn er kaldur. Þeir innihalda báðir mikið af C-fjörefnum, svo að nú má búast við því, að fjör fari að færast í mannskapinn. Annar rétturinn er lieitar kartöfl- ur, hinn kaldar kartöflur. Þið farið víst nærri um það, að við gerðum matnum góð skil, og til þess að bæta meltinguna, skáluðum við í blá- vatni. — Karlinn í tunglinu er í góðu skapi þetta kvöld. Hann Irellir geislaflóði sínu yfir lög og láð. Ofan- vert við skálann er stór snjóskafl. Hann hefur munað sinn fífil fegri en er nú orðinn elliær. Skaflinn er tilvalinn til íþróttaiðkana. Einhver stingur upp á því að æfa þar langstökk. Við Bakkabræður, allsendis græskulausir, veitum undarlegum ákafa í röddinni enga eftirtekt. — Langstökkið byrjar. — Svona hertu þig, segir einhver. Ég læt ekki segja mér það tvisvar, eii tek á því, sem til er. Einn tveir og þrír. Ég svíf í loftinu. Þvílíkt stökk. Hamingjan góða, hvað er þetta? Er allt að farast? Er lrolt undir? — Ég á snarræði mínu líf mitt að launa. Karlinn í tungl- inu lrlær að mér, allir lrlæja að mér. Svona er lífið. Það er ekki gaman að lenda lrjá vondu fólki. - Það er konrið fram yfir miðnætti. Enginn Irugsar um það. Allir eru að grafa, grafa, grafa. Við eigum von á gestum næsta dag. Holurnar þurfa að vera djúpar og víðar. Umfram allt ósýnilegar. — Nýr dagur rennur upp. Hópur æskufólki er á leið yfir lrálsinn. Skyldum við fá nokkuð fyrir snúð okkar? Við bíðum og vonum. Ekkert markvert gerist. Allir sneiða hjá lrættunum af furðulegri leikni. Biðum 6 KRISTILEGT SKOLABLAÐ

x

Kristilegt skólablað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kristilegt skólablað
https://timarit.is/publication/2034

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.