Kristilegt skólablað - 01.09.1957, Page 17
AiARIA E. HERRMANN, 2. bekk Kennaraskólans.
\(»8íkiii* ord tll þín
7inur, ég er maður eins og þú, ákaflega skrýtin
v og öfgafull í þínuin augum. Þér finnst það
sjálfsagt alveg met, að manneskja eins og ég
skuli fara að skrifa í slíkt blað. Ég, senr er alla-
vega ófullkomin og hef liitt og þetta á samvizk-
unni. En heyrðu mig, ég hef það alls ekki leng-
ur á samvizkunni. Jesús Kristur bar það fyrir
mig og hefur losað mig við það. Og svo bið ég
Guð að sýna mér, hvernig ég eigi að breyta fram-
vegis, og hvernig ég geti náð því takmarki, sem
Guð hefur ætlað mér. Jæja, en þú hélzt annars,
að allt þetta trúaða fólk ætti að verða fullkomið
á augabragði. Af því að svo er ekki, vilt þú ekki
gefa því neinn gaum og snýrð baki við Guði. —
„Æ, láttu mig í friði með þessu þvaðri!" —
Vinur, gerðu það fyrir mig og hlustaðu and-
artak, ég hef oft hugsað um þig eða ætlað að
tala við þig eða hef skrifað þér bréf, sem ég
hef reyndar aldrei sent, af því að ég vissi ekki,
hvernig þú mundir taka því. Þú gengur á mis
við hamingju lífs þíns. Guð hefur ætlað mér að
verða þér að liði í vandamálum þínum. Fyrir-
gefðu mér, hversu illa ég hef reynzt þér! Ég vildi,
að ég skildi þig betur, svo að ég væri fær um
að svara þér og gæti bent þér á hann, sem skilur
þig algjörlega! Þetta var nú dálítið innskot, en
hér er framhaldið: — Hvert tré þarf að þroskast,
og þannig getur maðurinn ekki náð fullum
þroska á svipstundu, þó að Guðs vilji sé sá, að
við náum því takmarki, því fyrr því betra. En
nú talar Guð til þín. Hann eltir þig! Hann vill
að þú efnir heit þitt. Þú gafst honum einu sinni
hjarta þitt. Það er til einskis að segja, að þú
hafir verið ungur þá og hafir nú komizt að raun
um, að öll trú sé ímyndun og eintóm vitleysa.
Guð tók á móti þeirri gjöf, sem þú færðir hon-
um, og það, sem enn gleðilegra er, að hann
bíður eftir þér til þess að fylla þínar tómu hend-
ur. Þá er það hann, sem gefur þér svar við spurn-
ingum þínum.
Á ég að segja þér nokkuð? í rauninni þráir þú
Guð, þú gerir þér bara ekki grein fyrir því. —
Vinur, láttu ekki menn verða til þess, að þú
missir af Guðs náð. Þeir geta ekki verið mæli-
kvarði á það, hvort Guð sé til eða ekki. Þú verð-
ur sjálfur að kynna þér Guðs orð og reyna að
breyta samkvæmt því. Jóh. 7, 17: „Mín kenning
er ekki mín, heldur þess, sem sendi mig. Ef sá
er nokkur, sem vill gjöra vilja hans, hann mun
komast að raun um, hvort kenningin er frá
Guði, eða ég tala af sjálfum mér“, segir Jesús.
Þessir menn, sem þú hefur í huga, eru e. t. v,
svo skammt á veg komnir í trúarlífi sínu, eða
þeir hafa ekki tekið Guðs orð alvarlega, eða þeir
hafa misskilið það. En allt þetta ætti ekki að
vera afsökun fyrir þig.
Vinur, athugaðu, hversu mikið Jesús leið, tii þess
að þú gætir búið með honum um alla eilífð!
Leitaðu Guðs, þú munt áreiðanlega finna hann,
fyrr en lýkur. „Leitið og þér munuð finna".
(Matt. 7, 7—8). Ef þú leitar í einlægni að sann-
leikanum, kemst þú að því, að Guð er sannleik-
urinn. — Gæti ekki verið, að einnig þú hefðir
einhvern tíma hagað þér eins og sízt skyldi? Er
þá ekki dásamlegt að fá fyrirgefningu? Þá þarftu
ekki framar að minnast þess. Jesús hefur strik-
að yíir reikninginn, senr þú áttir að borga eða
með öðrum orðum, hann ber ábyrgðina gagn-
vart Guði. Og ef þú hefur fengið þannig sýkn-
un, muntu einnig vilja reyna að bæta úr því,
sem þú hefur gert öðrum mönnum rangt til.
„Vertu skjótur til sætta við mótstöðumann þinn,
meðan þú ert enn á veginum með honum“.
(Matt. 5, 25). Má ég nefna nokkur dæmi, án
KRISTILEGT SKÓl.ABT.AB J3