Kristilegt skólablað - 01.09.1957, Qupperneq 16
Tómas SigurSsson,
5. bekk Menntaskólans í Rvík.
krafti Guðs. „Allt megna ég.fyrir hjálp hans, sem
mig styrkan gjörir“, segir postulinn. Guð gefi
okkur náð til að trúa þessu í einlægni og náð til
að þiggja þann kraft, sem Drottinn vill gefa.
Mín gæði eru það að vera nálægt Guði. Þann-
ig hljóðar vitnisburður Davíðs, sem einnig bað
bænarinnar í upphafi. — Honum hafði lærzt
það, að þær fyrirætlanir, sem Guð hafði í huga
með hann, voru fyrirætlanir til heilla en ekki
til óhamingju. Hann leyfðí Guði að leiða sig
hinn eilífa veg.
Davíð vissi af eigin raun, hve þessi vegur er
vandrataður. Hann þekkti erfiðleikana og ósigr-
ana, þegar hann sleppti leiðandi hendi Drottins.
Hann þekkti örvæntingu hins volaða og örmagn-
aða svndara. Samt gat hann sagt: Mín gæði eru
það, að vera nálægt Guði. Hann lærði að grípa
í útrétta hönd Guðs og þrýsta sér að honum,
því að hann vissi, að Guð er oss hæli og styrkur
osr örugg hiálp í nauðum. Þess vegna þekkti hann
líka sigrana, sem fást fyrir samfélagið við hann.
Og einnig þess vegna gat hann sagt: — ,,Ég
elska Drottin, af bví að hann heyrir grátbeiðni
mína, — því að hann hefur hneigt eyra sitt að
mér. og alla ævi vil ég ákalla hann. — Þegar
snörur dauðans umkringja mig og angist Helj-
ar mætir mér, þegar ég mæti nauðum og harmi,
þá ákalla ég nafn Drottins: Æ, Drottinn, bjarga
sál minni! — Náðugur er Drottinn og réttlátur,
og vor Guð er miskunnsamur. — Drottinn varð-
veitir varnarlausa, þegar ég er máttvana hjálp-
ar hann mér. Verð þú aftur róleg sála mín, því
að Drottinn giörir vel til þín. — Já, þú hrífur
sál mína frá dauða, auga mitt frá gráti, fót rninn
frá hrösun.“
Vilt 'þú leyfa Drottni að leiða þig hinn eilífa
veg? Vilt þú fela Drottni vegu þína? Vilt þú af-
neita sjá'fum bér og beygia þig undir viþa Guðs
og bar með öðlast hin æðstu gæði? Vilt þú lifa
Guði?
Þótt diöflum fyllist veröld víð, — þeim vinnst
ei oss að hrella. — Því Tesús vor, oss veikum lýð
— er vörn og hjálparhella.
Slíkt er hlutskipti þess, sem leyfir Drottni að
leiða sig hinn eilífa veg.
Prófa mig, Guð, og þekktu hjarta mitt. Rann-
saka mig, og þekktu hugsanir mínar, og sjá þú,
hvort ég geng á glötunarvegi, og leið mig hinn
eilífa veg.
Góðí meistari, hvað á ég að gjöra, til þess að
ég erfi eilíft líf? (Mark. 10, 17).
jKað er ungur maður, sem spyr þessarar spurn-
ingar. Hann er efnaður, en auðæfin hafa ekki
fært honum frið. Hann hefur haldið boðorðin,
en það hefur heldur ekki fært honum frið í
lijarta. Þá leitar hann x örvæntingu sinni á fnnd
Jesú, og þar fær hann að vita, hvað hann á að
gera. „Eins er þér vant; far þú og sel allar eig-
ur þínar og gef fátækum, og muirt þú fjársjóð
eiga á himni; kom síðan og fylg mér“.
Er það ekki einmitt þetta, sem Jesús vill segja
við þig? Ef þú finnur, að þú átt ekki frið í hjarta
þínu, athugaðu þá, hvort það er ekki eitthvað,
sem veldur því, að Jesús fær ekki komizt að. Það
getur verið, að það sé of persónulegt, til þess
að þú getir talað um það, jafnvel við þinn
bezta vin. Og það er ef til vill þess vegna, sem
það íþyngir þér. Minnstu þess, að Jesús veit,
hvers þér er vant, og það miklu betur en þú. —
Hann varð sjálfur að synd okkar vegna, til þess
að við öðluðumst réttlæti Guðs í honum. Og
þessu megum við trúa og treysta. Svona er náð
Guðs óendalega mikil. Hún er langt fyrir ofan
skilning okkar. Þetta er fyrirheiti hans, að þú
munir eiga fjársióð á himni, ef þú aðeins vilt gefa
honum rúm, í hjarta þínu. Hafna ekki fyi'st. Það
stendur enn til boða. Hann þreytist ekki á því
að knýja á. En hve lengi á hann að bíða? Hann
kom til þessarar jai'ðar til þess að létta af okkur
syndabyrðinni. Eða kom hann til einskis? Leið
hann og þjáðist til eiiaskis? Leyfðu honum að
gefa þér trúna á sig, svo að þú öðlist það, sem
hver ungur maður þráir: Fullvissu, og frið í
hjarta. Það veitir lxann þeim, sem á hann trúa.
Leitaðu fyrst ríkis hans og réttlætis, þá mun
allt annað veitast þér að auki.
1% KRISmEGT SKÓPABPA®